Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 48
^^^skriftar- síminn er 830 33 "^\uglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Grímuklædd- ur maður réð- ist á konu og rændi KÉTT fyrir klukkan níu í gærkvöldi réðist grímuklæddur maður á 66 ára gamla konu á Skólavörðustíg. Arás- armaðurinn felldi konuna í götuna, hrifsaði af henni handtösku og hljóp síðan á brott. Konan slasaðist ekki alvarlega, hún komst sjálf heim til sín og gat gert lögreglunni viðvart. Konan var á leið heim til sín, er hún varð fyrir árásinni, en hún býr á Þórsgötu. Maðurinn hrifsaði af henni handtösku sem í voru m.a. tvö veski. í öðru þeirra voru peningar en í hinu lyklar. Lögregl- an hóf þegar mikla leit að mann- inum, en þar sem hann var með klút bundinn fyrir andlitið gat konan ekki gefið glögga lýsingu á honum. Hann var ekki fundinn þegar Mbl. fór í prentun í gær- kvöldi. Fölsuðu seölarnir sem settir voru í umferð á ísafirði — þvert á seðlana er 10 króna seðill gefinn út af Seðlabanka fslands. Sama raðnúmer er á fólsuðu 10 króna seðlunum. Mynd Mbl. (Jlfar. „Tíu króna seðlarnir mjög vel gerðir“ „Unnið er að rannsókn á þvi hvernig hinir Tölsuðu seðlar komust í umferð og hverjir voru að verki. Tíu króna seðlarnir, einkum annar þeirra, eru mjög vel gerðir og áttuðu reyndir kaupmenn sig ekki á að um föls- un væri að ræða. Því er hugsan- legt að fleiri falsaðir seðlar séu í umferð," sagði Jónas Eyjólfsson, rannsóknarlögreglumaður á ísa- firði í samtali við Mbl. Svo sem Mbl. skýrði frá í gær hafa fjórir falsaðir pen- ingaseðlar komið fram á ísa- firði og Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar nú með hvaða hætti falsaður 100 króna seðill komst í umferð í Reykjavík. „Seðlarnir voru ljósprentað- ir og litaðir og eru báðar hlið- arnar á 10 króna seðlunum unnar og með sama raðnúm- eri, en bakhliðar 500 og 50 króna seðlanna, (sem eru fremur illa gerðir) eru hins vegar auðar. Því er ekki ljóst, hvort 50 og 500 króna seðlarnir eru gerðir af sömu höndum og 10 króna seðlarnir," sagði Jón- as. Kristján Ragnarsson við setningu aðalfundar LÍÚ: Halli fískveiðiflotans 409 milljónir kr. í ár — ekki gert ráð fyrir breytingum á fiskveiðistefnunni, sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra HALLI fiskveiðiflotans er talinn munu nema um 409 milljónum í ár, en það er 14,2% af tekjum. Sé hall- inn greindur eftir stærðum skipa nemur hallinn á bátum 168 milljón- um, eða 14% af tekjum, halli minni togara 176 milljónum, eða 13% af tekjum en halli stærri togara 65 milljónum, eða 20% af tekjum. Þá er tillit tekið til 80 milljóna framlags af gengismun til togara, en sú ráðstöf- un bætti afkomuna um 6%. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns Ragn- arssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna, við setningu aðalfundar LÍU í gær. Framleiðsla sjávarafurða mun minnka um 16% á þessu ári, að því er talið er, en undanfarin ár hefur verið um samfellda aukningu framleiðsluverðmætis að ræða. Búist er við að verðmæti fram- leiðslunnar verði 7 milljarðar króna og hækki um 32% í íslensk- um krónum talið. Markaösverð frysts fisks, saltfisks og saltaðrar síldar hefur verið svo til óbreytt, en sé miðað við dollaraverð þá hefur verðlækkun orðið, vegna aukins verðgildis hans. Hins vegar hefur verð á mjöli og lýsi fallið verulega og skreiðarsala gengið illa. Meðaltalsverðlækkun fram- leiðslunnar hefur orðið 6% miðað við dollaraverð, en þessu hefur að hluta til verið mætt með gengis- lækkun krónunnar, sem nemur að meðaltali 70% á árinu. Horfur eru á að heildarafli verði um 750 þúsund lestir í ár, en í fyrra var aflinn 1.430 þús. lestir. Minnkunin skapast af samdrætti í þorskafla úr 460 þús. lestum í 370 þús. lestir og minnkun loðnuafla um 630 þús. lestir. Kristján sagði að útgerðar- kostnaður hefði hækkað um 12—13% á árinu og munaði þar mestu um hækkun olíu og einnig á öðrum rekstrarkostnaði vegna lækkunar á gengi. Ekki hefði verið Iryggt fjármagn til áframhald- andi niðurgreiðslu á olíu og 7% „AÐALATRIÐIÐ er að sættir náist milli sjónarmiða dreifbýlis- og þétt- býlisbúa, og að jöfnuður náist á sam- komulagsgrundvelli bæði milli flokka og kjördæma,*1 sagði Geir Hallgríms- son formaður Sjálfstæðisflokksins er hann fjallaði um kjördæmamálið á aðalfundi Varðar í gærkvöldi. Geir sagði að jöfnuður þyrfti að nást milli flokka, eftir búsetu og miðað við flokkafjölbreytni á olíugjald félli niður um áramót, nema það yrði lögbundið á ný. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í ávarpi sínu að ekki væri gert ráð fyrir neinum grundvallarbreyt- ingum á fiskveiðistefnu. Varðandi rekstrarvanda útgerðarinnar sagði hann að gengisfellingin á sínum tíma hefði ekki verið næg, en hins vegar hefði ríkisstjórn aldrei fellt gengið meira en Seðla- banki hefði lagt til. Um áfram- haldandi niðurgreiðslu á olíu, sagði Steingrímur að fjármagn landsbyggðinni. Hann sagði að engum breytingum yrði komið fram á Alþingi nema með sam- komulagi við fulltrúa strjálbýlis- ins, sem þar væru í meirihluta. Geir skýrði frá ýmsum breyt- ingarmöguleikum á kosningalög- gjöfinni sem verið hefðu til um- ræðu milli stjórnmálaflokkanna. Hann sagði að ef valið stæði milli þess að halda þingmannatölunni dygði aðeins til áramóta, en Al- þingi þyrfti að ákveða framhaldið. Niðurgreiðsla væri neyðarúrræði, en hugsanlegt væri að hækka fisk- verð, en þá yrði að gera fisk- vinnslu kleift að greiða það verð. Einnig sagði hann ekki grundvöll til þess að fella niður olíugjald. Þá gat Steingrímur þess að fundist hefði mikið af ársgamalli loðnu og hugsanlega væri hægt að leyfa veiði á næsta ári. Sjá ræðu Kristjáns Kagnars- sonar á bls. 22 og 23. óbreyttri eða ná fram leiðrétting- um á vægi atkvæða þá væri valið auðvelt og fjölgunin réttlætanleg. Geir greindi frá að formenn stjórnmálaflokkanna og þingflokk- anna hefðu mál þessi til meðferðar, auk þess sem það væri rætt í stjórnarskrárnefnd. Kvaðst Geir vonast til þess að niðurstaða feng- ist þannig að frumvarp yrði flutt á Alþingi fyrir jól. iim kjördæmamálið: Niðurstaða fæst vonandi fyrir jól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.