Morgunblaðið - 02.12.1982, Side 27

Morgunblaðið - 02.12.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Bíóhöllin sýnir „Americathon“ BÍÓHÖLLIN hefur frumsýnt kvikmyndina „Americathon" undir leik- stjórn Neil Israel og með Zane Buzby í aðalhlutverki. Myndin fjallar um Bandaríki framtíðarinnar, eins og leikstjórinn sér þau og heim framtíðarinnar, „heim, þar sem óhóf og eyðsla amerísku þjóðarinnar hefur skilið landið eftir á barmi gjaldþrots," eins og segir í kynningu kvikmyndahússins. Frönsk kvikmynda- helgi á Akureyri MENNINGARDEILD franska sendi ráðsins og Borgarbió standa fyrir franskri kvikmyndahelgi á Akureyri helgina 3. til 5. desember næstkom- andi. Sýndar verða í Borgarbíói fjórar af þeim sjö myndum sem sýndar voru á 7. Frönsku kvikmyndavikunni í Reykjavík. Þær myndir, sem sýnd- ar verða eru: Moliére, Stórsöng- konan (Diva), Surtur (Anthracite) og Undarlegt ferðalag (Un étrange voyage). Dagskrá helgarinnar er svohljóð- andi: Föstudaginn 3. desember kl. 9 — Moliére (fyrri hluti). Laugardag- inn 4. desember kl. 6 — Undarlegt ferðalag. Laugardaginn 4. desember kl. 9 — Surtur. Sunnudaginn 5. des- ember kl. 5. Moliére (síðari hluti). Sunnudaginn 5. desember kl. 9 — Stórsöngkonan. Nýr fríkirkjuprestur tekur við 6„SUNNIJDAGINN 28. nóvember 1982, fyrsta sunnudag i aðventu, var hátíðarguðsþjónusta í Frikirkjunni í Reykjavík. Séra Kristján Róberts- son, sóknarprestur á Hálsi í Fnjóska- dal og fyrrum fríkirkjuprestur i Reykjavik, setti nýkjörinn fríkirkju- prest í Reykjavik, séra Gunnar BJörnsson, fyrrum sóknarprest í Bol- ungarvík, inn í embætti. Söngstjóri og organleikari var Sigurður ísólfsson, en kór Frí- Leiðrétting í FRÉTT um samninga SH og SÍS um sölu á frystum fiski til Sovétríkj- anna í Morgunblaðinu í gær, varð misritun í fyrirsögn. í fyrirsögn er sagt að samið hafi verið um sölu á 323.000 lestum í stað 23.000 eins og fram kemur í fréttinni sjálfri, það er 17.000 lestum af flökum og 6.000 lestum af heilfrystum fiski. Morgun- blaðið biðst hér með velvirðingar á þessum mistökum. kirkjunnar söng hátíðarmessu- söngva séra Bjarna Þorsteinsson- ar. Meðhjálpari var frú Berta Kristinsdóttir. Séra Kristján Róbertsson ávarp- aði söfnuðinn og hinn nýja safnað- arprest, er síðan steig í stólinn og flutti prédikun sína. Mikið fjöl- menni var við guðsþjónustuna og meðal kirkjugesta var forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir. Að lokinni messu var safnast saman til kaffidrykkju á Hótel Esju. Þar flutti ávarp formaður Fríkirkjusafnaðarins, Ragnar Bernburg, stórkaupmaður, en veislustjóri var Þórarinn Sveins- son, forstjóri Slippfélagsins í Reykjavík og fyrrum safnaðarfor- maður. Þá tóku til máls séra Kristján Róbertsson og frú Auður Guðjónsdóttir, fyrrverandi prestshjón í Fríkirkjunni og þökk- uðu klukku sem söfnuðurinn færði þeim að gjöf. Frú Bryndís Þórar- insdóttir, ekkja séra Árna Sigurðs- sonar fríkirkjuprests, ávarpaði samkvæmið, bauð nýju prestshjón- in velkomin og þakkaði farsæl störf hjónanna, sem nú voru að kveðja söfnuðinn. Á Hótel Esju sungu þeir tvísöng, séra Kristján og séra Gunnar, frú Ágústa Ágústsdóttir söng einsöng og séra Gunnar Björnsson lék á selló. Allan undir- og meðleik ann- aðist Sigurður ísólfsson. Loks sleit Ragnar Bernburg samsætinu og þakkaði viðstöddum ánægjulegan dag. Risu allir úr sætum og sungu „Ég vil elska mitt land“. (l!r frétt frá Fríkirkjunni.) „Skjótið píanist- ann“ sýnd í kvöld SKJÓTIÐ píanistann heitir kvik- mynd, sem kvikmyndaklúbbur All- iance Francaise sýnir í Regnbogan- um kl. 20.30 í kvöld. Leikstjóri er Francois Truffaut og aðalhlutverk er í höndum Charles Aznavour. 27 Sérstaklega vel með farinn vínrauður Peugot 604, árgerð 1978 til sölu. Ekinn aöeins 55 þús. kílómetra. Skipti á ódýrari bíl koma til greina. Bíllinn er meö V-6 vél, aflstýri og aflbremsum auk annars fransks lúxusútbúnaöar. Upplýsingar í símum 31772 á vinnutíma, en annars 74454. PAPPÍRSSTATÍV MARGAR GERÐIR NÝKOMNAR GEYsiP festing fyrir létta og þunga hluti. hefur grip og hald. fæst í flestum byggingavöruverslunum. Ólafur Kr. Guðmundsson c/o Trévirki hf. „Allir fagmenn hljóta að þekkja Thorsmans boltana og vita um þeirra festigetu, enda er Thorsmans nafnið gæðamerki sem allir geta treyst.“ Ef óskað er eftir sýnishornum af ofanskráöu efni frá Thorsmans þá góðfúslega fyllið út þennan miða. Sýnishornin eru send án endurgjalds. X Nafn: Heimilisfang: Staöur: JOHAN RÖNNING HFÆTSSS,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.