Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 32 Akureyri: Viðbótarhús- nædi FSA vígt og Systrasel afhent Akureyri, 27. nóvember. VEGLEG HÁTÍÐARSAMKOMA var haldin í Fjórðungsajúkrahúsinu á Akur- eyri í dag í tilefni tveggja merkisatburða í sögu stofnunarinnar, vígslu hins rúmgóða viðbótarhúsnæðis, sem nú er að hluta tekið í notkun, og afhendingu hjúkrunarheimilisins Systrasels, sem nú stendur fullbúið og tekur væntanlega til starfa á fyrri hluta næsta árs. Fjöldi manns var viðstaddur samkomuna, heilbrigðisráðherra, landlæknir, þingmenn, bæjarfulltrúar, margir starfsmenn FSA og ýmsir aðrir gestir. Samkoman hófst kl. 15 með því að sr. Birgir Snæbjörnsson flutti bæn, en blásarasveit Tónlistarskól- ans á Akureyri lék. Síðan flutti Gunnar Ragnars, formaður sjúkra- hússtjórnar, ræðu og lýsti þeim breytingum, sem verða helstar á starfsemi FSA við tilkomu hins nýja húsnæðis. í nýja hlutanum hafa nú þegar tekið til starfa augn- og eyrnasjúkdómadeildir, skurð- deild, gjörgæsludeild, sótthreins- unardeild og rannsóknarstofa í meinafræði, en í eldra húsinu hefir bæklunarlækningadeild hafið starfsemi í hluta af húsnæði hand- lækningadeildar og þar sem skurðstofur voru áður. Þar er einn- ig slysastofa í rýmkuðu húsnæði. Halldór Baldursson dr. med. verður yfirlæknir slysastofu og bæklun- arlækningadeildar, sem er nýjung í heilbrigðismálum á Akureyri. Gunnar gat þess, að þrátt fyrir þessa miklu stækkun húsnæðis fjölgaði sjúkrarúmum ekki nema um rúmlega 20, en á þessu ári yrðu legudagar um 50.000. Vægast sagt væru fjármál FSA komin í hnút, og fjárveitingar næsta árs til bygg- ingarframkvæmda færu allar til að greiða framkvæmdir á þessu ári og lán, sem nauðsynlegt var að taka. Viðhald gamla hússins hefði dreg- ist aftur úr, og fjármál sjúkrahúss- ins þyrfti að taka til athugunar í heild nú þegar. Þá tók til máls Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra. Hann skýrði frá því, að árlegur rekstrarkostn- aður FSA væri um eða yfir 120 milljónir króna eða svipaður og all- ur byggingarkostnaður nýja hlut- ans. Enn væri ráðgert að bæta við 50—60 stöðugildum. Ráðherra skýrði frá því, að í samráði við fjárveitingavaldið hefði verið ákveðið að heimila stjórn FSA að auglýsa eftir starfsfólki við hjúkr- unarheimilið fyrir aldraða, Systra- sel, um næstu áramót, þannig að rekstur gæti hafist 1. mars eða svo. Viðbygging Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Morgunblaíií/ Srerrir Pálsson Frá athöfninni. m jk Sjfe y J&lmnmilÆ&Á 1k " ‘'rjÆ é Fjölbreytt skemmtiatridi: Lionsklúbburinn Ægir gengst fyrir jölskyldu- Verd aðgöngumiöa: kr. 100.- fyrir fullorðna og kr. 50.- fyrir börn Eitt bingóspjald og happdrættismiöi er innifalið í miöaveröi. Hvert bingóspjald eftir þaö kr. 40.-. Öllum ágóöa er variö til líknarmála og þá fyrst og fremst til Sólheima, heimili þroskaheftra. Eiríkur Fjalar og Þóröur húsvöröur koma í heim- sókn. Mezzoforte, Helga Möller, Katla María og Pálmi Gunnarsson, Sanus Futurae og Magnús Eiríks- son kynna lög af nýju plöt- unum sínum. Svavar Gests kynnir og stjórnar bingóinu. Fjölskyldu-tískusýning á vegum Modelsamtakanna. Föt frá: Mæðrabúðinni, Vörumarkaönum, Fiber og BB-byggingavörum. Nú er tilvaliö fyrir alla fjölskylduna aö skemmta sér saman meö frábærum skemmtikröftum, spila bingó um mikinn fjölda afbragðs vinninga, svo sem ferða- stereótækis, rúms frá Ingvari og Gylfa, myndavélar og fleira og fleira. Og síðast en ekki síst að styrkja gott málefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.