Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 33 Jón Kri.stin.ssnn afhendir Gunnari Ragnars lyklana að Systraseli. Að lokum lýsti hann yfir því, að hinn nýi hluti húss FSA væri tek- inn í notkun og bar fram heillaósk- ir til allra landsmanna af því til- efni. Stefán Stefánsson bæjarverk- fræði'ngur, fyrrverandi formaður stjórnar FSA, sagði sögu sjúkra- húsa á Akureyri í stuttu máli, en rakti síðan byggingarsögu þessa nýja húsnæðisáfanga. ¦* Jón Kristinsson, forstjóri dval- arheimila aldraðra á Akureyri, tal- aði næstur og mælti fyrir hönd áhugamannahóps, sem gengist hef- ur fyrir fjársöfnun til Systrasels, þannig að þar gæti tekið til starfa hjúkrunarstofnun fyrir rúmlæg gamalmenni. Hann lýsti búnaði og byggingarsögu í stuttu máli, fjár- framlögum og sjálfboðastarfi. Því næst afhenti hann Gunnari Ragn- ars lykla að húsinu til merkis um, að nú stæði það fullbúið og biði aðeins eftir starfsfólki og sjúkling- Þá talaði Sigríður Hafstað á Tjörn og afhenti FSA að gjöf són- artæki frá öllum kvenfélögum á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu og nokkrum kvenfélögum í Suður- Þingeyjarsýslu. Valgerður Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, flutti ávarp og heillaóskir frá Akureyr- arbæ og bæjarbúum. Loks talaði Gunnar Ragnars, þakkaði hlý orð, hamingjuóskir og stórgjafir. Einnig flutti hann þakk- ir til hönnuða hússins, verktaka, iðnaðarmanna og verkamanna, sem unnið hafa við smíði hússins, en þeir eru fleiri en tölu verði á komið. Að lokinni þessari vígsluathöfn var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju á göngum hins nýja húss, og eftir það gengu menn um og skoðuðu húsakynnin. Sv.P. OMRON <B> OMRON búðarkassar fyrir minni og stærri fyrirtæki fyrirliggjandi. Verðfrá 8.560 kr. (gengi 1.11.'82). £ '* SKRIFSTOFUVELAR H.F. $ Hverfisgötu 33 ^SS^ s,m,2056° (Sartland Ástin blómstrar á ollum aklursskciöum ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISOGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing ton skilið viö starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólikar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að f ullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles viö systurnar Althea er fögur, alvörugef in og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sinu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. 5^ syslurnar 1 Sigge Stark Skógarvörðurinn Anna frá Hlið var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minní sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... trrmMk SIGGE STARK SKOGAR VÖRDURINN ELSE-MARIE NOHR rrVERCRÉQ? Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup sitt og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún só pegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögöu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur... Erik Nerlöe Hvítklædda brúðurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestimir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aidrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru visir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... ®m^m^L<r ^aaA EríkNettee HVÍTKIÆDDA BRUDURIN Francis Durbridge Með kveðju f rá Cregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikia spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory," ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnarlömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.