Morgunblaðið - 02.12.1982, Síða 34

Morgunblaðið - 02.12.1982, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 „Smíðið sverð úr plógjárn um og lensur úr sigðum“ LAUGARDAGINN 4. desember n.k. flytur háskólakórinn ásamt kór Dómkirkjunnar, verk eftir stjórn- anda sinn Hjálmar Ragnarsson í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut. l>að sem heyrir einkum til nýjunga á þessum tónleikum er að textinn við eitt verkanna er fenginn að láni úr Gamla testamentinu og hefur I>órir Kr. Uórðarson, prófess- or í guðfræði við háskólann séð um að velja textann í samráði við hof- und tónlistarinnar, jafnframt því sem hann hefur samið hugleiðingar út frá efninu og tónlistinni. Af þessu tilefni var höfundur tónlistarinnar, Hjálmar Ragnars- son, tekinn tali. „Það hafa verið í æfingu nokkur verk eftir mig, þannig að það þótti upplagt að flytja þau saman á ein- um tónleikum. Það eru þrjú verk sem flutt verða á tónleikunum. CANTO er búið að vera í burðar- liðnum síðan í vor, en ég setti það til hliðar um tíma til að geta unnið að öðru verki fyrir kór Dómkirkj- unnar og tók svo til við það aftur i byrjun síðasta mánaðar, þannig að ef eitthvað verk er ekki þornað á pappírnum, þá er það þetta verk. GLORIA er lofsöngur við hinn hefðbundna latneska kirkjutexta, „Dýrð sé guði í upphæðum." í því verki legg ég sérstaka áherslu á miskunnarbænina. Má segja aö þessi lofsöngur sé sérkennilegur Frumflutt tónverk eftir Hjálmar Ragn- arsson viö texta úr Gamla testament- inu í búningi Þór- is Kr. Þórðarson- ar, prófessors að því leyti að hann er dapurlegur, ekki hávaðasamur eins og lof- söngvar eru yfirleitt. Það kemur til af því, að ég tel ekki að nútíma- maðurinn hafi efni á því að vera með hávaðasaman lofsöng. Það er kór Dómkirkjunnar sem flytur þetta verk undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, en verkið var sérstaklega pantað af kórnum tii flutnings á tónlistardögum Dóm- kirkjunnar í haust. ROMANZA er verk fyrir þrjú hljóðfæri, flautu, klarinett og píanó. Þetta verk var upphaflega flutt í Stokkhólmi á vegum sænska útvarpsins. Síðan hefur það bæði verið flutt hér á íslandi og víðar. Eins og titillinn bendir til er þetta rómantískt verk, en kannski á óvenjulegan máta. Flytjendur eru, á flautu Martial Nardeau, á klarínett, Óskar Ing- ólfsson og á píanó Snorri Sigfús Birgisson." „CANTO þýðir söngur og text- inn er verk Þóris Kr. Þórðarsonar, prófessors í guðfræði við Háskóla Islands," segir Hjálmar spurður nánar um CANTO. „Það var ákaf- lega ánægjulegt að vinna með Þóri að þessu verkefni, hann var mjög opinn og lifandi fyrir þessari hugmynd. Það má segja að hug- myndin að verkinu fæðist vegna þess að mig langar til að skrifa verk sem hefði víðtækari merk- ingu en eingöngu tónlistarlega og þar sem að undanförnu hafa dunið yfir okkur hörmuleg tíðindi er- lendis frá, bæði frá Líbanon og annars staðar, þá langaði mig að gera eitthvað í því sambandi og þó maður geti ekki gert eitthvað áþreifanlegt, langaði mig til að nota tónlistina til að tjá hug minn um þetta. Nærtækast fyrir texta að þessu verki fannst mér vera Bibtían og ég fékk Þóri til að hjálpa mér að finna texta sem samræmdist mínum hugmyndum í tónlistinni. Þessa texta fundum við í Gamla testamentinu, alla í Spámannabókunum, einkum í Jes- aja. Þá hafði mig langað til að semja tónverk sem bryti í bága við hefðbundinn kórsöng, sem oft hættir til að staðna. Það geri ég meðal annars með því að skipta kórnum upp í þrjá kóra, sem hver um sig er átta raddir. Hver söngv- ari fær ákveðið hlutverk, sem hon- Hjálmar Ragnarsson, tónskáld. Morgunblaðið/KAX. um einum er ætlað og það geri ég til að virkja hvern einasta mann. Þá nota ég annars vegar gífurlega ómstríða hljóma sem andstæðu við hins vegar einraddaðan söng. Staðsetning kóranna er mjög mikilvæg, hljóðin koma úr mis- munandi áttum, en ekki einungis úr einni átt eins og venjulegt er,“ sagði Hjálmar Ragnarsson tón- skáld að lokum. Tónleikar háskólakórsins í Fé- lagsstofnun stúdenta við Hring- braut, laugardaginn 4. desember, verða tvennir. Þeir fyrri hefjast klukkan 17.00 og þeir síðari klukk- an 20.30. Hér fer á eftir sýnishorn af textanum við CANTO úr Gamla textamentinu. „—Hver er þessi sem kemur frá Edóm í hárauðum klæðum frá Bosra? ... Hví er rauð skikkja þín? og klæði þín eins og klæði manns sem treður ber í vínþröng? —Vínlagarþró hefi ég troðið aleinn, af þjóðunum hjálpaði mér enginn ég fótum tróð þá í reiði minni, marði þá sundur í heift minni, og blóð þeirra hraut á klæði mín. [Jes.63.1—3] Og „Dagur reiðinnar" rennur upp! Hrópað er: —Smíðið sverð úr plógjárnum! og lensur úr sigðum! Bregðið sigðinni! Komið og troðið, vínlagaþróin er full! Það flóir út af lagarkerunum því að illska þeirra er mikil!“ [Jóel 3.15,18] Sem dæmi um hugleiðingar doktors Þóris, er þetta tekið. JÞað nefnist endurlausn á máli guð- fræðinnar, að leysa það undan myrkrinu, sem í myrkrum býr, leiða það til ljóssins, leysa það undan kaos sem í kaosnum er (Genesis 1. kap.) og gera það að skapnaði, sem áður var óskapnað- ur. „Yfir þá sem búa í landi nátt- myrkranna skín ljós“ segir í jóla- guðspjalli Jesaja í 9.2a. Sköpun og endurlausn eru tvær hliðar á sama hlut, en því miður hefur mönnum yfirsést þetta um nokkurra alda skeið en er nú að verða ljóst].“ OGAFTUR jryUlH Jólabingó fyrir alla fjölskylduna! fimmtudaginn 2. desember í Sigtúni kl. 20:30 SPILAÐAR VERÐA 18 UMFERÐIR - EFNT VERÐUR TIL HAPPDRÆTTIS EF EIN- HVERJIR VINNINGAR GANGA EKKI ÚT! Enainn aðaanasevrir! (húsið verður opnað kl: 19:30) VINNINGAR M.A.: FERÐAVINNINGAR INNANLANDS OG UTANLANDS GLÆSILEGIR VINNINGAR í FATAÚTTEKT FULLKOMIÐ MYNDSEGULBAND MATARKÖRFUR FYRIR JÓLIN HUGGULEGIR SKARTGRIPIR MYNDBÖND í TUGATALI VEGLEG HEIMILISTÆKI O.FL. O.FL. 4 JOLABINGO I SIGTUNI FIMMTUDAG 2. DES. KL. 20:30 FRAMSÓKNARFÉLAG REYKJAVÍKUR Póstgjöld hækka um 16 prósent NÝ GJALDSKKÁ fyrir póstþjónustu tók gildi 1. desember. Samkvæmt hcnni verður burðargjald bréfa í fyrsta þyngdarflokki (20 g) innan- lands og til Noröurlanda 4,00 kr., til annarra landa 4,50 kr. og flugburð- argjald til landa utan Evrópu 8,00 kr., segir í frétt frá Póst- og síma- málastofnuninni. Gjöldin hækka um 16%. Ennfremur segir: Burðargjald fyrir póstkort og prent í fyrsta þyngdarflokki (20 g) verður 3,50 kr. nema flugburðar- gjald til landa utan Evrópu, sem verður 4,00 kr. Gjald fyrir gíróþjónustu verður 5.50 kr., fyrir almennar póstávís- anir 9,50 kr., símapóstávísanir 42.50 kr. og póstkröfur 17,50 kr. (12.00 kr. ef um innborgun á póstgíróreikning er að ræða). Burðargjald böggla innanlands verður sem hér segir: 1 kg 20,00 kr„ 3 kg 23,00 kr„ 5 kg 36,00 kr„ 10 kg. 56,00 kr„ 15 kg 81,00 kr„ 20 kg 90,00 kr. Ábyrgðargjald verður 8,50 kr. og hraðboðagjald 19,00 kr. Listasafnið gefur út kort LISTASAFN íslands hefur gefið út sex ný litprentuð kort með mál- verkamyndum. Á kortunum eru eftirtalin verk: Hengillinn, 1932, eftir Brynjólf Þórðarson, Fiskibátur, 1958, eftir Gunnlaug Scheving, Gluggar, 1975, eftir Hörð Ágústsson, Súlur, 1929, eftir Jón Þorleifsson, Morg- unn í Stykkishólmi, 1947, eftir Jón Þorleifsson, og í vinnustofunni, 1950, eftir Valtý Pétursson. Einnig hafa verið gefin út þrjú ný litprentuð póstkort: Og skorið og skor, 1976, eftir Sigurð Örlygs- son, Höfuð horfir í fiðrildi II, 1977, eftir Margréti Elíasdóttur, og I þokunni III, 1977, eftir Þórð Hall.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.