Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 37 Björn Björnsson í London — Minning í dag er gerð frá St. Savior Church í London útför Björns Björnssonar, en hann lést h-nn 22. nóvember sl. af völdum umferðar- slyss skammt frá heimili sínu, þar í borg. Björn var kominn nokkuð á fimmtugsaldur, er fundum okkar bar fyrst saman. í þau fjörutíu ár, sem ég naut vináttu hans, var það mér stöðugt og vaxandi undrunar- efni hve firnamiklum lífskrafti hann var hlaðinn og hvílíkur þrótt- ur stafaði frá honum, sem vart virt- ist réna, þótt áratugir liðu. Foreldrar Björns voru þau Krist- ín Björnsdóttir bónda Tómassonar í Hjaltastaðahvammi, Skagafirði, og seinni maður hennar, Björn Símon- arson Bjarnasonar bónda Laugar- dælum í Flóa, og Guðnýjar Jóns- dóttur Illugasonar, húsasmiðs í Reykjavík. Attu þau hjón tvo sonu, báða fædda á Sauðárkróki, Árna Björn, fæddan 11. mars 1896 og Björn, fæddan 6. apríl 1898. Fyrri eiginmaður Kristínar var Árni Björnsson og þeirra sonur var Haraldur Árnason, fæddur 4. nóv- ember 1886. Ekki varð dvöl Björns löng á Sauðárkróki því að foreldrar hans fluttu með drengina þrjá til Reykjavíkur aldamótaárið. Hafði Björn Símonarson numið gull- og silfursmíði í Reykjavík og úrsmíði í Kaupmannahöfn og síðan lagt stund á iðn sína bæði í Reykjavík, á Akureyri og Sauðárkróki. Tók hann nú upp þráðinn á ný í Reykjavík og þau hjónin stofnuðu ennfremur brauðgerðarhúsið Björnsbakarí. Bræðurnir þrír réðust til náms í fræðum, sem tengd voru störfum hjónanna, Haraldur í verzlunar- fræði, Árni Björn í gullsmíði og Björn í bakaraiðn og allir sigldu þeir til framhaldsnáms. Haraldur í Englandi, Árni Björn í Sviss og Þýskalandi og Björn í Frakklandi. Voru þeir bræður alla tíð mjög samrýndir og verður eins vart minnst svo að hinir komi ekki jafn- skjótt í hug. Ráku þeir um langt árabil starfsemi sína hlið við hlið, hér í borg, Björn brauða- og köku- gerð í Vallarstræti og Hress- ingarskálanum, fyrst í Nathan og Olsen-húsinu og síðan í Austur- stræti 20, Haraldur fataiðn og verslun í Austurstræti 22 og Árni Björn gullsmíði og verslun í Lækj- argötu 2. Hinn 27. júní 1922 gekk Björn að eiga eftirlifandi konu sína, Huldu, sem fædd var 13. júlí 1901, dóttir hjónanna Karls Bjarnasen, verslun- armanns í Reykjavík og Ingunnar Jakobínu Jónsdóttur, sem fædd var 13. júlí 1901. Eignuðust þau tvær dætur, Ing- unni og Kristínu, og bjuggu lengst af á Harrastöðum í Skerjafirði. Um miðjan 4. áratuginn fluttu þau hjónin búferlum og dvöldu nokkur ár í Danmörku og Svíþjóð en árið 1939 lá ieiðin til Englands og varð það framtíðarheimili þeirra og Elínborgar, mágkonu Björns, sem þá var nýlega búin að missa eiginmann sinn og dvaldi upp frá því með fjölskyldu systur sinnar. Snemma á stríðsárunum keypti Björn fallegt tvílyft einbýlishús „Allerford", í Purley, skammt fyrir sunnan London. Hafði húsið orðið fyrir nokkrum skemmdum í hinum mikla hildarleik. Lét Björn gera við þær allar og komu þau hjónin sér þar upp glæsilegu heimili, sem margir íslendingar þekktu, því að þau voru með afbrigðum gestrisin og ljúf heim að sækja. Þaðan gift- ust báðar dæturnar og stofnuðu heimili sín, einnig í Purley. Eldri dóttirin, Ingunn, er gift John Crocker, lögfræðingi og fram- kvæmdastjóra og meðeiganda i stóru vátryggingafélagi í London, en sú yngri, Kristín, er gift Ian Daniel, deildarstjóra hjá Unilever, sem hefir viðskipti og útibú víða um heim. Eru börn þeirra og barnabörn orðin 8 talsins, þar af helmingur nafnar Björns. Björn var mjög félagslyndur. Á stríðsárunum gekkst hann fyrir stofnun Islendingafélagsins í Lond- on og var hann formaður þess í rúman áratug. Hann var með af- brigðum hjálpfús og úrræðagóður enda leituðu margir aðstoðar hans og fyrirgreiðslu. Var þeim málum vel borgið, sem hann tók að sér, enda var hann gæddur persúnutöfr- um, bjartsýni og ráðsnilld, sem vel dugði til að sigrast á erfiðleikum, sem upp koma í mannlegum skipt- um. Á viðskiptasviðinu vegnaði Birni fremur vel. Hann seldi vörur til ís- lands og sá um sölu á fisk- og land- búnaðarafurðum í Englandi. Mér fannst löngum, að Björn stundaði ekki viðskipti með hagnað fyrst og fremst að markmiði. Hugur hans hneigðist ekki til fjár og oft var honum laust það fé, er hann aflaði. Best fannst mér honum líka, þegar við erfiðleika var að etja, sem hann gat beitt framangreindum kostum sínum til að sigrast á. Tókst honum iðuiega að koma á samningum, er aðrir höfðu þurft frá að hverfa. Á unglingsárum sínum lagði Björn stund á íþróttir og þá mest á glímu, sem mjög var iðkuð á þeim arum. Jafnframt stundaði hann daglega Möller-æfingarnar sínar fram á hið síðasta og var hann því alla tíð stæltur og kvikur á fæti. Sannaðist spakmæiið latneska vel á honum: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Datt mér síst í hug, er hann kom hingað í júní sl., að það yrði hið síðasta skipti, er fundum okkar bæri saman. En það var eins um hann og bræður hans, að allir létust þeir snögglega, Arni Björn árið 1947 og Haraldur árið 1949. Mjög gaman var að blanda geði við Björn. Hann var frjálslegur í fasi, glaðlyndur og oft spaugsamur. Hann hafði mörg áhugamál, var vel að sér og hugmyndaríkur í viðræð- um. Margt hafði drifið á daga hans og hann hafði frá mörgu að segja. Þótt Björn dveldi langdvölum er- lendis og kynni sérstaklega vel við sig í Englandi, duldist engum, að Island átti fyrst og fremst hug hans. Kom hann hingað árlega og dvaldi hér nokkurn tíma, stundum einn en oftast með konu sinni, enda voru þau mjög samrýnd. Við hjónin sendum Huldu, dætr- um þeirra hjóna og fjölskyldum innilegar kveðjur. Jón Bjarnason icpp-iýh í tilefni 55 ára afmælis verslunar okkar veitum viö 10% afmælisafslátt af öllum erlendum bókum á föstudag og laugardag. Sntrbj ömUótissoníl Cb.h.f - Brautryöjandi í sölu og kynningu erlendra bóka á íslandi. JjCauddL OLIULAMPAR OLÍUOFNAR OLÍUHANDLUGTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA ARINSETT FÍSBELGIR VIDARKÖRFUR v^alor Offuofnar STJORNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR fjölbreytt úrval • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SPISSSKÓFLUR • KULDAFATNAÐUR KULDAÚLPUR ULLARPEYSUR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DOKKBLA FYRIR BÖRN OG FULLORONA ULLARLEISTAR VINNUFATNAÐUR LEÐURHANSKAR GÚMMÍHANSKAR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR • KL0SSAR SVARTIR OG BRÚNIR MEÐ OG ÁN HÆLKAPPA GUMMISTIGVEL POLYCELL: Polyfilla-plastfyllir — úti og inni — Einnig lagad í túbum og dósum Polycell-veggtóourslím Polypeel-veggfóöursleysir Polyclens-penslahreinsir Polystrippa-lakk og málningaruppleysir Alabastine-fyllir •<«k v ö Ánanaustum Simi 28855 Opið laugardaga 9—12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.