Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Og hvert fórstu í fríið? höfuðfat! HÖGNI HREKKVlSI pETTA £C EICKÍ HEPpn-EGUe 57APUR. pK5/ Öllum þjóðum til góðs að eiga vel menntaða og sjálfstæða borgara Margrét Guðmundsdóttir skrif- ar: „Velvakandi. Mig langar til að svara Þorleifi Kr. Guðlaugssyni, sem átti pistil hér í dálkunum fyrir nokkru og fjallaði um áróður gegn körlum, konur og kvenréttindi. Ekki man ég nú eftir að hafa séð neina þætti í sjónvarpi, sem ættu að ofbjóða viðkvæmum karlmönnum. Þessi auglýsing sem hann minnist á er sennilega „Ajax-auglýsingin“. Mér sýnist hún ósköp meinleysisleg og ætti varla að særa neinn. Það eru áreiðanlega til sóðar af báðum kynjum og ég sé ekki að verra sé að sýna karlsóðann en’hinn. Hins vegar má kannski kenna konum fyrri kynslóða um van- kunnáttu margra karla í heimil- isstörfum. Þær hefðu átt að kenna sonum sínum það sama og dætrunum, en auðvitað getur verið að þær hafi ekki fengið það fyrir mönnum sínum eða al- menningsálitinu. Því miður finnst mér margar nútíma mæð- ur gera greinarmun á börnum sínum eftir kynferði. Mér finnst tónninn í bréfi Þorleifs örlítið einkennilegur. Ekki veit ég hvaða virðingu hann er að tala um, sem konur hafa notið hjá meirihluta karlmanna. Hann kallar það kannski virðingu að konur fengu kosningarétt og fleiri réttindi, sem þeim hefur auðvitað alltaf borið að hafa. Það gerðist nú reyndar ekki fyrr en á þessari öld og ekki nema í hluta heimsins og sennilega hefur það verið vegna þess að karlmenn fengu sam- viskubit. Þeir vita að við eigum þennan heim ekki síður en þeir. Svo vill nú til, að konur eru mæður, eiginkonur, dætur og systur karlmanna. Karlmenn eru feður, eiginmenn, synir og bræð- ur kvenna. Við erum því sama fólkið, ekki tveir kynþættir. Þessi tvö kyn eru bara til þess að viðhalda stofninum. Þau eru í sjálfu sér jafngóð og eiga ekki að drottna hvort yfir öðru. Þau ættu að starfa saman í fullu jafnrétti. Ég held að flestir karlmenn hafi fulla ástæðu til að bera virðingu fyrir konum. Meirihluti karl- manna hefur notið ástar og um- hyggju móður sinnar og margir þeirra hafa átt góðar eiginkonur. Hversu margar konur fyrri kynslóða ætli hafi ekki komið sonum sínum til mennta með því að vinna fyrir þeim með erfiðis- vinnu, t.d. fiskvinnu, gólfskúr- ingum, þvotti fyrir aðra o.fl.? Þessum konum hafði verið haldið frá menntun og þær áttu ekki annarra kosta völ en að vinna verstu störfin. Ja, hvort synir þeirra og samfélagið hefðu ekki mátt sýna virðingu. Þorleifur talar um, að konur séu ef til vill búnar að fá of mikið frelsi. Hvað meinar hann? Held- ur hann að karlmaðurinn sé ein- hver guð, sem eigi að skammta fólki frelsi eftir eigin geðþótta? Og hann talar um að hann óttist að konur vilji völd til þess að geta kúgað karlmenn. Hvað skyldu nú konur gera við karla ef þær næðu völdum? Skyldu þær fara með þá eins og karlar fóru með konur á liðnum öldum? Skyldu þær taka af þeim kosningaréttinn, loka þá inni á heimilunum, skammta þeim pen- inga og segja þeim að þegja af því að þeir séu svo vitlausir að enginn taki mark á þeim? Senda þá kannski í einhverja leiðinlega vinnu? T.d. láta þá skúra skrif- stofur kvennanna? Þeir væru lík- lega ekki í ætt við forfeðurna ef þeir risu ekki upp með barsmíð- um og ofbeldi. Nei, ekki held ég að konur vildu neitt slíkt. Ég held að konur séu yfirleitt lítið fyrir að kúga aðra. Ég veit ekki til að konur hafi nein fríð- indi umfram karla. Það er ein- ungis jafnrétti hér lagalega, en margar konur segjast hafa aðra sögu að segja. Það sé oft farið í kringum lögin, t.d. í sambandi við launagreiðslur. Stundum vinna karl og kona hlið við hlið sömu störf, en hafa ekki sama starfsheiti. Karlinn fær ef til vill drjúgum meiri laun. Er nú ekki von að konum sárni slíkt? í sambandi við kvikindisskap kvenna vil ég benda Þorleifi á að lesa mannkynssöguna. Þar getur hann fundið nóg af karlkvikind- um. Finnst honum ekki meðferð- in á meyjunni frá Orleans kvik- indisleg? Hvað finnst honum um Hitler? Voru það konur sem komu af stað tveimur heims- styrjöldum á þessari öld? Er til nokkuð kvikindislegra, hræði- legra eða meira ógnvekjandi en að murka lífið úr saklausu fólki? Eru það ekki kvikindislegir karlmenn sem taka unga drengi og senda þá í stríð til þess að myrða og vera myrtir? Getur karlmaðurinn ekki stillt skap sitt og samið í staðinn fyrir að verða hamslaus eins og trylltur tuddi sem æðir um froðufellandi og hnoðar hvað sem fyrir honum verður? En sterkari karlmaðurinn kúg- ar þann veikari. Flestir karl- menn sem fyrir kúgun verða eru kúgaðir af sínu eigin kyni. Hvernig var á miðöldum þegar aðalsmenn heimtuðu skatta af almenningi og tóku jafnvel síð- asta bitann af fátæklingum? Þetta held ég að Þorleifur ætti að hugsa um þegar hann fyllist þessum kvennaótta. Sumum finnst að aðalsmenn og stríðsgarpar hafi verið miklar hetjur. Það finnst mér ekki, en hins vegar eigum við margar karlkynshetjur hér á landi og þar meina ég þá menn sem lagt hafa líf í sölurnar til að bjarga fólki úr lífsháska. Mér verður líka alltaf hlýtt um hjartaræturnar, þegar ég heyri karlmenn leggja sanngjörnum kvenréttindamál- um lið og ég held að þeir stuðli að eigin velferð með því. Það er öll- um þjóðum til góðs að eiga vel- menntaða sjálfstæða borgara. Á þáttinn „Á tali“ hlusta ég ekki oft, en þegar ég hlusta velt- ist ég um af hlátri. Mér finnst hann gamansamur, en ef til vill fær hann fólk til að hugsa um ýmsa fordóma sem við erum haldin. Vel gæti verið að karl- menn hafi átt hlut að máli við gerð þáttanna. í kvikmyndinni „Ferðin til tunglsins" eftir sögu H.G. Wells, var ekki sérlega mik- ið gert úr konunni. Það lá við að hún eyðilegði tilraunina. Mér þótti gaman að henni samt og dytti ekki í hug að móðgast. Ég held að konur geti sjálfar bætt hlut sinn í dag með meiri þátttöku í stjórnmálum og betri menntun. Ég held að karlmenn geti ekki hindrað það nema með kvikindislegri kúgun. Við konur kjósum áreiðanlega ekki menn með skoðanir Þorleifs. En við kjósum heilbrigða karlmenn og konur ekki síður, þó að stundum hafi verið reynt að blekkja okkur með slagorðum eins og „konur kjósa ekki konur" en það á sér ekki stoð í veruleikanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.