Morgunblaðið - 02.12.1982, Side 45

Morgunblaðið - 02.12.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 45 SPÓNL eik, fur tnahogl 40, 50 d og 244$ to, brtiikeik, r tefikspteni :m yi'-þreidd PLASTHÚ&AÐ. með hvítu, 30, i og 60tcm 4 brd og 244 cm le{ breidi BJORNINN HF Skúlatúni 4 - Simi 25150- Reykjavik mgm '1 JAFNWITÍ wM. H'é ^ kaíu& dC a Jgí? f iþ fm éZ/s. K v£NNB Inn á þing skulum við og stofna öflugan banka Bóndakona skrifar: „Velvakandi. Hvað á að þýða að flokka mæð- ur í þrjá flokka að því er varðar fæðingarorlof? Erum við ekki að því allar saman, mæðurnar, að ala upp nýja skattborgara fyrir þjóð- félagið? Hvers vegna erum við þá ekki allar settar undir sama hatt að því er varðar upphæð fæðingar- orlofs? Er það ekki einfaldara og um leið réttara? Hafið þið nokk- urn tíma hugsað út í það, þing- menn, að einmitt börnin sem njóta móður sinnar (þeirrar sem Al- þingi mat minnst) kunna að verða bestu skattgreiðendur framtíðar- innar? Þið ættuð að sjá sóma ykk- ar í að leiðrétta þessi lög um fæð- ingarorlof og það strax (ég á von á mér í febrúar). Og svo langar mig að spyrja fólk sem telur fóstureyðingar til sjálf- sagðra mannréttinda: Finnst ykk- ur nokkuð athugavert við að bera barnið sitt nýfætt út í öskutunnu eins og ég heyrði að gerst hefði utanlands fyrir stuttu? Er þetta ekki einmitt það sem gert er við fóstureyðingu, ef þeim mun al- varlegri ástæður standa ekki í vegi fyrir því að kona ali barn sitt? Hitt er svo annað mál, að karlmenn eiga ekki að vera þarna í dómarasæti, heldur konur, sem skilja mun betur hvað það er að standa frammi fyrir þessari erfiðu ákvörðun. Þetta er alvörumál og enginn öfundsverður af að taka þar ákvörðun. En nú eru til nægar getnaðarvarnir og við verðum að sjá alvöruna áður en lífið er kviknað og á meðan við mæður höfum á þessu alla ábyrgð og þunginn lendir á okkur get ég ekki Er kirkjan að hverfa aftur 1 miðaldir? A. Baldvins skrifar: „Velvakandi. Það gladdi mig að sjá loksins grein um það mál, sem ég hef ver- ið að hugsa um að skrifa um, en ekki komið í verk. Á ég þar við grein eftir Lilju Ólafsdóttur sem birtist í Morgunblaðinu 17. nóv. sl. I framhaldi af því sem Lilja seg- ir og ég er sammála langar mig til að spyrja háttvirtan alþing- ismann, þann er lagði fram frum- varp til laga um breytingar á fóst- ureyðingarlögunum, hvort það hafi ekki hvarflað að honum að leggja þetta mál fyrir alþjóð, svo að konur, sem eru u.þ.b. helming- ur þjóðarinnar, gætu látið í ljós skoðanir sínar. Eða kemur þetta þeim kannski ekkert við? Eins varð ég fyrir vonbrigðum, þegar ég heyrði biskupinn okkar segja í útvarpinu, að kirkjuþing væri fylgjandi breytingu á lögun- um. Er ekki furðulegt að tvær samkundur, Alþingi og kirkju^,- þing, sem að mestu leyti eru skip- aðar körlum, skuli vilja ráða mál- efnum sem aðallega snerta konur? Ég spyr: Er kirkjan okkar að hverfa aftur í miðaldir með hugs- anagang, þar sem karlaveldið réð alfarið ríkjum? Ef svo er, held ég að mörgum fari að förlast í trúnni og varla á bætandi. Svo er það annað mál sem mig langar til að minnast á, en aldrei er talað um nema sem sjálfsagðan hlut. Það er að við erum farin að búa til börn í glösum og meira að segja búið að framkalla barn frá sæðisbanka úti í heimi. Hefur engum dottið í hug í þessu sambandi, að við værum með þessu að taka fram fyrir hendurnar á náttúrunni? Hvernig stendur á því að þeim sem eru á móti fóstureyðingum finnst ekkert athugavert við að framleiða börn eftir pöntunum?" samþykkt jafnan rétt föður og móður. Nei, móðurrétturinn á að vera sterkari. En þar sömdu þing- menn ranglega í nýjum barnalög- um. Bráðum geta karlmenn líka tekið af okkur börnin sem við bár- um undir belti og fæddum í þenn- an heim. Við skilnað geta þeir sagt frammi fyrir körlunum í dómara- sætunum: Við höfum betri mennt- un og hærri tekjur og meiri mögu- leika á að láta börnunum líða vel. Öll vitum við að bil tekna og menntunar milli karla og kvenna er enn stórt, og valdið á öllum sviðum, það er allt í karla hönd- um. Aðeins þetta eina vald, sem fólst í móðurréttinum, var sterkara okkar megin lengi vel, en nú er búið að setja föðurréttinn til jafns við móðurréttinn. Munið það sem máltækið segir: „Fár er sem faðir, en enginn sem móðir.“ Hvað erum við konur annars að hugsa? Inn á þing skulum við og eiga þar helming þingmanna. Svo eigum við að stofna sparisjóð, öfl- ugan banka, svo að við höfum líka peningavald í okkar höndum. Með nógum áhrifum á þessum tveimur sviðum, og aukinni menntun, þok- ast okkar mál í rétta átt. Ekki fyrr. Og að síðustu: Kæru mæður, Gleymum ekki að hvetja dætur okkar til mennta, svo að þeim vegni betur á lífsleiðinni, um leið og þær fá meira út úr lífinu sjálfu. Með kveðju til Alþingis og allra góðra mæðra og annarra Islend- inga.“ GÆTUM TUNGUNNAR Hvorugkynsorðið prósent merkir: hundraðasti hluti; áhersla er að sjálfsögðu á fyrra atkvæði: þrjú prósent. Kvenkynsorðið prósenta merkir: fjöldi hundraðs- hluta. (T.d.: þrjú prósent eru ekki há prósenta, þegar um fólksfjölgun er að ræða.) S\GGA V/GGA 8 Geröu þaö sjálfur tormhnnnun sf mm w LOCxtí

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.