Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 47 Stjarnan nálgast nú toppinn Stjarnan úr Garöabænum bt nú aöeins tveimur stigum frá toppnum í 1. deildinni í handbolta eftir sigur á FH í Hafnarfirði í gærkvöldi. Stjarnan vann 24:20 f geysilegum baráttuleik og var sigurinn fyllilega sanngjarn. Leikurinn var mjög jafn mestallan tímann en Stjarnan var yfir, 12:10, í hálfleik. Stjarnan skoraöi tvö fyrstu mörk leiksins en FH-ingar náðu fljótlega aö jafna, og komast yfir. Þeir gáfu tón- inn mestallan fyrri hálfleikinn og þaö var ekki fyrr en alveg í lokin aö Stjarnan komst yfir á ný. Mikill hraöi var í fyrri hálfleiknum og réöu leik- menn alls ekki viö hann á stundum. FH náöi að jafna strax í upphafi síðari hálfleiksins og komust síöan tvö mörk yfir, 16:14. En þá komu þrjú Stjörnu-mörk í röö og staðan oröin 16:17. Kristján laumaöi inn einu víti fyrir FH, en aftur komu þrjú mörk í röö frá Garðbæingum, 17:19. Er hér var komið sögu voru lætin og hamagangurinn á vellinum meö endemum, og áhorfendur lótu sitt ekki eftir liggja. Ekkert var skoraö í heilar þrjár mínútur, en loksins náöi Kristján að skora úr víti og minnka muninn niður í tvö mörk. Hans minnkar muninn niður í eitt mark í næstu sókn FH og allt í járnum. En þá tók Guðmundur Þóröarson, sem átti stórleik aö þessu sinni, til sinna ráöa og skoraöi tvö mörk af miklu haröfylgi á stuttum tíma. Munurinn kominn í þrjú mörk og rúmar tvær mínútur eftir. Pálmi skorar síöan fyrir FH en tvö mörk Eyjólfs í lokin gull- tryggðu sigur Stjörnunnar. Eins og fyrst kom fram var hér um sann- gjarnan sigur aö ræöa, þar sem leik- menn liösins böröust af krafti og gáfu aldrei þumlung eftir. Voru þeir ákveönari en FH-ingarnir, sem virk- uöu ekki nógu agaöir. Kristján Ara- son var langt frá sinu besta og munar um minna fyrir liöið. Hjá Stjörnunni var Guömundur Þóröarson mjög góöur bæði í sókn og vörn og einnig varði Brynjar Kvaran vel. f STUTTtJ MÁLl: fslandsmótiA I. deild. KH — Stjarnan 20:24 (10:12). MÖKK KH: Kristján Arason 7 (5 v), llans Cuómundsson 6, Pálmi Jónsson .1, borgils ÖUar Mathiesen 2, GuAmund- ur Majjnússon 1 og Sveinn Hragason I. MÖKK Stjörnunnar: (.uAmundur l*óröarson 7, (.uömundur Oskarsson 5, Olafur laárusson 4 (1 v), Kyjólfur Bragason 4 (2 v), Magnús Teitsson 2, (iunnlaugur Jónsson 1 og Sigurjón (iuómunds- son I. ou HK-sigur EINN leikur fór fram í 2. deild ia- landsmótsins í handknattleik. HK sigraöi UMFA í Garðabæ með 24 mörkum gegn 21. í hálfleik var staðan 13—12. Leikur liðanna var nokkuö vel leikinn og oft skemmtilegur á aö horfa. Sigur HK var öruggur. Íben/ÞR Forest og Man. Utd. unnu í gær GORDON McQueen skoraði sitt fyrsta mark í 19 mánuói í gær- kvöldi er Man. Utd. vann South- ampton 2—0 í deildarbikarnum á Old Trafford. Norman Whiteside skoraði síöara markið. Notting- ham Forest sigraöí 3. deildar liöió Brentford 2—0. Mörk Forest skoruöu þeir lan Wallace og John Robertson. Ricky Villa skoraöi eina mark Tottenham er liöiö sigraöi Watford 1—0 á White Hart Lane. e/wvtn rótnur 1. Vélarþvottur. 2. Hreinsun og feiti á geymis- sambönd. 3. Mæling á rafgeymi. 4. Mæling á rafhleöslu. 5. Hreinsun á blöndungi. 6. Hreinsun á bensíndælu. 7. Skipt um kerti. 8. Skipt um platínur. 9. Stilling á viftureim. 10. Skipt um olíu og olíusíu. 11. Mæling á frostlegi. 12. Vélarstilling. ) ? 13. Ljósastilling. verð með söluskatti: 4 cyl: kr. 1407.20 6 cyl: kr. 1490.25 ^^XjXjTIR. innlfallð í veröi: Piatínur.olíusía.vélarolía.ísvari.kerti.vinna. Hafið samband við næsta Volvoþjónustuverkstæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.