Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 5. desember - Bls. 49-96 Marsibil Hjálmarsmóðir „Misskipt er manna láni" nefnist ný bók sem Iðunn gefur út og er hófundur hennar Hannes Pétursson, skáld. Bókin hefur að geyma fimm heimildaþætti, sem allir fjalla um fólk, sem bjó í Skagafirði lengur eða skemur á síðustu öld og fram á þessa. Morgunblaðið hefur fengið heimild til birtingar á þætti úr bókinni. Sá, sem fyrir valinu varð, nefnist Marsibil Hjálmarsmóðir og segir þar frá móður Bólu-Hjálmars. Hér er þó aðeins birt upphaf þáttarins. I Sú kona sem faeddi Hjálmar Jónsson stend- ur óglöggt fyrir hug- skotsaugum manna, hún, 'hverfur' jafnsnemma óg saga hans byrjar. Þó lifði hún fram að þeim tíma er Hjálmar fluttist frá Bólu í Blönduhlíð út að Minni-Ökrum í sömu sveit, meira en hálffimmtugur að aldri. Vitan- lega getur þessarar konu nokkuð í æviágripum Hjálmars, en lítið er hún þar annað en kvenmaður sem víða fer norðanlands og hlýtur stuttaralega dóma hinna prest- lærðu. Nafn hennar þykir óvenju- legt: Marsibil Semingsdóttir; það er að sama skapi auðþekkt í kirkjubókum og öðrum færslum. Einhver mun segja að á litlu ríði að dvelja frekar en aðrir hafa gert við þessa löngu liðnu persónu, hún hafi aðeins lagzt á barnsæng og alið Hjáimar, síðan borizt úr ein- um stað í annan án þess hún kæmi honum hið minnsta við, og „lagð- ist lítt orð á hana" stendur í Húnvetningasögu, jafnvel kölluð „ógerðarkind" í ættarbókum Espólíns. Hvað um þetta, hún er altént Marsibil Hjáimarsmóðir um leið og hún er Marsibil Sem- ingsdóttir. Hjálmar minnist henn- ar í vísum, og flest hefur hann vitað sem á daga hennar dreif, það var brot hinnar tilfinningalegu aðbúðar hans, þótt hann léti sjaldnast sjást bein merki þess í kveðskap. Með þeim hætti kom Marsibil Semingsdóttir syni sín- um við hvert sem hana bar, með þeim hætti var hún Hjálmarsmóð- ir allt til loka. Fyrir því er ómaks- ins vert að rekja á ný ævispor hennar og nánar en gert hefur verið hingað til. Þessari konu verður samt ekki lýst nema úr nokkurri fjarsýn, þótt tjaldað sé heimildum áður ónotuðum, því tíminn „leifði skörðu" hér eins og víðar. II Marsibil Semingsdóttir var bor- in og barnfædd í Suður-Þingeyj- arsýslu. Þegar hún kom í heiminn, 1769 eða því sem næst, bjuggu for- eldrar hennar, Semingur Jónsson og Guðrún Jónsdóttir, að Hólkoti í Reykjadal og voru lítilsmegandi. Ættir þeirra beggja lágu til Mý- vatnssveitar. Semingur dó 1784, en Guðrún 1807, brauðbítur hjá Jóni syni sínum, bónda þá og lengi síðan í Stórutungu á Tjörnesi. Jón Espólín nafngreinir níu systkin Marsibilar, en dr. Jón Þorkelsson fjögur. Eitt var Guðbjörg, síðar á Uppsölum í Blönduhlíð, tengda- móðir Hjálmars í Bólu. Ekki segir af bernskudögum Marsibilar Semingsdóttur, en í það má ráða af vitnisburðum guðsmanna eftir að hún komst upp, að hún hafði lært illa biblíu- sagnir, vers og bænir, kristin- dómsþekking hennar, kunnáttan, reiknaðist fárra fiska virði. Marsibil tók ung að vinna fyrir sér úti um sveitir. Krossmessuárið 1789—90 var hún vistum á Skriðu- landi í Aðaldal, „les nokkuð, þjón- ar sæmilega, fákunnandi", því næst tvö ár á Sílalæk. Þar kom á hana barnsþykkt. Hún 61 dreng árið 1791, og gekkst við honum maður á Sílalæk, Kjartan Jónsson. Drengur þessi var skírður Ingjald- ur og bjó seinna í Núpasveit. Marsibil braut af sér í augum guðs og manna þegar hún féll með Kjartani á Sílalæk, og sálnatal Hannes Pétursson, skáld. í vinnustofu sinni. Nesprestakalls bergmálar það: „Ei skikkanleg". Þar er hún ennfrem- ur sögð „skrafin" og „ekki marg- kunnandi". Marsibil vinnukona er í stuttu máli heldur léttvæg fund- in. Nú líða önnur tvö ár, og fara engar nýjar spurnir af Marsibil Semingsdóttur. En haustið 1795 er hún talin til heimilis í Miðvík, syðsta bæ í Grýtubakkahreppi. Húsráðendur þar bjuggu fyrr í Rauðuskriðu í Aðaldal. Má eiga víst að Marsibil hafi þekkt til þeirra síðan, einnig hafði Guð- björg systir hennar þjónað þeim í Miðvík. Marsibil var nú komin all- langt frá gómlum stöðvum, vestur á sjávarsíðu í Eyjafirði. En óx hún í áliti sem því nam? Ónei, enn rauk úr sömu kolunum: „Hefir ekki svo sérlegt orð; í lakara lagi að sér" stendur við nafn hennar í Laufáskirkjubók. Trérista eftir Bólu-Hjálmar í Miðvík átti heima vinnumaður sem hét Jón Benediktsson, fátæk- ur bóndasonur þingeyskur, fædd- ur 1763 í Fagranesi í Aðaldal. Hann hafði sex ár samfellt unnið þeim húsbændum sem þá bjuggu í Miðvík, fyrst austur í Rauðu- skriðu, en fylgt þeim 1792 að Mið- vík. Jón var vel látinn maður, gáf- um búinn og dyggur í störfum. Hann hafði eins og Marsibil hras- að á siðferðissvellinu, þegar hann eignaðist í ágúst 1791 piltkorn í lausaleik með vinnukonu í Rauðu- skriðu. Þessi legorðsbrot vinnu- hjúanna í Miðvík hömluðu samt ekki því að þau hefðu með sér gaman, og brátt varð Marsibil þunguð eftir Jón. Árið 1796 gengur í garð, ill- viðrasamt, það ár þegar nöfn tveggja fátæklinga í Grýtubakka- hreppi, vinnuhjúa sem sluppu lif- andi undan móðuharðindum, fest- ast um aldur á spjöldum bók- menntasögunnar. f fardögum flytjast hjónin í Miðvík á brottu, en óvíst hvert, og ekki sést heldur hvað þá verður um Marsibil og Jón. Aftur á móti getur hennar minnilega þetta ár. Hún beiðist vanfær húsa um kvöld, segir sag- an, að Hallandi á Svalbarðsströnd innarlega, fæðir þar nóttina eftir sveinbarn sem þegar næsta dag er komið að Neðri-Dálksstöðum nokkru utar á ströndinni og fer ekki þaðan aftur í bráð. Þeim stutta var gefið í skírn nafnið Hjálmar. Um þennan barnsburð á Hal- landi hafa fræðimenn verið með mikinn bollalagnað sem von er til, því kirkjubókin sannar ekki hve- nær ársins Marsibil Semingsdótt- ir varð léttari (dagsetningin var skafin út, sjálfsagt af því að hún reyndist varasöm) og munnmæli þegja um tildrög þess að hún tók sér gistingu á Hallandi. Aðrar heimildir sem stundum koma að gagni þegar kirkjubækur bregð- ast, til að mynda legorðsskýrslur og þess háttar fræði, hjálpa ekki heldur upp á sakirnar í þetta sinn. Bólu-Hjálmarssaga, vandræða- gripur öðrum þræði sem nýtilegt heimildarrit, segir fullum fetum að Hjálmar hafi fæðzt 6. febrúar. Jón Þorkelsson ályktar hins vegar eftir rækilega könnun: „Það mun því varla nokkru sinni annað viss- ara fást en hann sé fæddur á Mikkjálsmessu, 24. fimmtudag í sumri, hinn 29. september 1796." Finnur Sigmundsson, sem tók allt þetta vafamál til nýrrar grand- skoðunar, treystist ekki til að dagsetja fæðinguna: „Það er með öllu óvíst, hvort þessi atburður hefir orðið síðari hluta vetrar 1796, meðan Marsibil var enn í vist hjá Hallgrími í Miðvík, eða ekki fyrr en að hausti sama ár." Hann dregur þó fram ákveðin lík- indi þess að burðardagur Hjálm- ars sé í febrúar 1976.* Þetta óvissuatriði verður nú lagt í lágina, en horfið síðar, undir þáttarlok, að því sem Hjálmari Ljósm.: Stgurgetr Sigurjónsson. sjálfum fannst þóknanlegt að segja um komu sína í þennan heim. •Fært er í kirkjubók Glæsibæjar 1797, aft Hjálmar („frilluborinn") sé skírður þaö ár; dagsetninguna vantar og engin fnjdfeðgin nefnd. Heimili Jóns og Marsibilar er þar saift vera Halland. III Svonefnd konungsverzlun á ís- landi var afnumin árið 1787. Síð- astur kaupmaður á Húsavík sam- kvæmt því skipulagi hét Björn og var sonur Halldórs Brynjólfssonar Hólabiskups og frúar hans, Þóru Björnsdóttur prests Thorlaciuss í Görðum á Álftanesi. Björn kaup- maður bar ættarnafn móður sinn- ar, hafði verið skírður því, og kvað það vera eitt fyrsta dæmi slíkra nafngjafa hérlendis. Björn Thorlacius dvaldist Skagafirði um hríð eftir andlát föður síns 1752, seinast á Mæli- felli. Móðir hans sat þá Reynistað og hélt umboð klausturjarðanna. Espólín segir að Björn væri farinn utan áður en hún lézt 1767. Hann varð forvaltari við brennisteins- verkið í Þingeyjarsýslu árið 1772 og kaupmaður konungs á Húsavík með fylgi Skúla landfógeta, svila Halldórs biskups, og gerðist mjög loðinn um lófa. Björn hefur verið ágætur í marga staði, ef trúa skal dómvísi prestsins þar í sókn: „mætur maður, skynsamur, vel að sér"; „valinn maður, vel skýr af náttúru"; „vitur og aðgætinn, stjórnsamur, siðsamur". Kristjana hét kona Bjarnar (prestur: „lesandi og skrifandi, stjórnsöm, hreinlynd, í meðallagi að sér"); hún var dönsk og eldri en hann, svo munaði tólf árum. Þau áttu saman tvær dætur og einn son, sem kemur mikið við ævisögu Marsibilar Semingsdóttur. Þessi kaupmannssonur fæddist 1777 og hét tveimur nöfnum: Skúli Magn- ús, vafalítið eftir Skúla Magnús- syni fógeta í þakkar- og virð- ingarskyni. Skúli- Thorlacius — stundum var nafnið ritað Skúli M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.