Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 „BEAU GESTE" heitir nýr framhaldsmyndaflokkur í átta þáttum, sem sýningar hófust á fyrir skömmu í brezka sjónvarpinu og er byggður á samnefndri og víðfrægri skáldsögu eftir P.C. Wren um horfinn gim- stein, ógoidna þakkarskuld og hrottaskap í frönsku Útlendingahersveitinni. Beau Geste er ein af mörgum lífsseigum söguhetjum úr rómantískum ævintýra- skáldskap. Hann er eina minnisstæða sögupersóna P.C. Wrens sem var þó mjög afkastamikiH rithöfundur, en það er ekkert einsdæmi. Sömu sögu er að segja um Sir Percy Blakeny, söguhetjur d'Orczy barónessu, Raffles, söguhetju E.W. Hornungs, og Bulldog Drummond, söguhetju „Sappers". P.C. Wrwi, MMundur -Bmu G«»t»". Wren, sem hét fullu nafni Percival Christopher Wren, var einn fyrrver- andi brezkra liðs- foringja, eins og „Sapper" og Dornford Yates, sem lögðu fyrir sig skáldsagnagerð að lokinni her- mennsku, náðu miklum vinsældum og auðguðust vel. Hann hafði bar- izt í brezka hernum á Indlandi og frönsku Útlendingahersveitinni, en veiktist þráfaldlega af malaríu og drí sig í hlé, settist að í Bourne- mouth og gerðist rithöfundur. Fyrsta bók hans, „Dew and Mildew", kom út 1912 þegar hann var 37 ára gamall. Síðan sendi hann frá sér eina bók á ári að með- altali þar til hann lézt 1941. En hann varð Uangfrægastur fyrir „Beau Geste", sem kom út 1924. Bókin fékk strax geysigóðar við- tökur ritdómara jafnt sem al- mennings. Gagnrýnendur líktu honum við Dumas og Kipling. Blaðið „The Daily Telegraph" sagði um bókina: „Hún kemur blóðinu á hreyfingu og ýtir við ímyndunaraflinu." Wren var maður snyrtilegur og hermannlegur með yfirskegg og að mörgu leyti steyptur í sama mót og söguhetjur hans. Hann vissi ná- kvæmlega hvernig bækur hann ætlaði að skrifa og handa hverjum. Hann lýsti skoðunum sínum í fáum orðum 1932: „Þótt ég græði nú allmargar þúsundir (punda) á ári er ég ekki „atvinnurithöfund- ur", hvað þá síðhærður bók- menntafræðingur. Lesendur mínir eru upp til hópa hreinlynt mann- dóms- og útivistarfólk af báðum kynjum ..." Æsispennandi „Beau Geste" er sígilt dæmi um æsispennandi ævintýraskáldsögu og fáar vinsælar skáldsögur grípa athygli lesandans eins sterkum tökum strax frá byrjun. Björgun- arsveit kemur til afskekktrar stöðvar Útlendingahersveitarinn- ar, Zinderneuf-virkisins, sem stríðsmenn úr Tuareg-ættflokkn- um hafa haldið í umsátri. Bókin lýsir síðan einkennilegum atburð- um, sem hermenn Útlendinga- hersveitarinnar komast að raun um aö þar hafa átt sér stað. Atburðarásin er hröð og Wren skrifar af þekkingu og á þrótt- miklu, ljósu og skýru máli. Hann kryddar frásögn sína lifandi lýs- ingum á eyðimörkinni, hljóðum hennar og lykt, þannig að lesend- unum finnst þeir þekkja staðinn. Hann notar óspart heiti á frönsku og arabísku og lesandanum finnst að höfundurinn búi yfir sérþekk- ingu og leyfi þeim að eiga aðild að henni. Það hefur líka kitlandi áhrif á lesendur að þeim finnst höfundurinn telja að þeir viti hvað hann er að tala um. Wren víkkar út og fullkomnar hina rómantísku þjóðsögu um frönsku Utlendingahersveitina í bókum sínum, en þjóðsagan var upphaflega verk skáldkonunnar Ouida, sem var af frönskum ætt- um. Hún var frumherji litríkrar hefðar ævintýraskáldsagna, sem Wren lýsti á þann veg að þær fjöll- uðu um „eyðimerkurhernað, BBC gerir framhaldsmyndaþátt eftir frægri sögu P.C. Wren um „syni eyðimerkurinnar" grimmd og drenglyndi Araba, bardaga í 'návígi, með sverðum eins og á fyrri tímum, hetjudáðir, Tuareg-stríðsmenn, konur sveipað- ar blæjum, leyniborgir Mára, vinj- ar, hillingar, sandrok og undur Afríku." Bræður Munurinn á Wren og Ouida var sá að konur gegndu mikilvægu hiutverki í bókum Onida, t.d. í „Undir tveimur fánum", þar sem meðaumkunarverð kona er fylgir hermönnum á ferðum þeirra, Cig- arette, verður ástfangin af enskri hetju og deyr þegar hún reynir að bjarga lífi hans. í „Beau Geste" beinist athyglin hins vegar að gagnkvæmri tryggð Geste-bræðr- anna, Michaels, sem er kallaður „Beau" vegna glæsimennsku sinn- ar, gáfna og almennra yfirburða, Digbys og Johns. Þeir eru gamlir skólabræður úr Eton-menntaskól- anum, pípureykingamenn (öruggt einkenni áreiðanleika) og heið- ursmenn, sem alltaf breyta eftir ströngum, enskum siðareglum, sem leggja m.a. áherzlu á tryggð, ráðvendni, skyldu og heiður. Wren tekur skýrt fram að það sé menntun þeirra og einkenni sem heiðursmanna, sem geri þeim kleift að þola harðræði og þreng- ingar lífsins í Útlendingaher- sveitinni. En það sem skiptir jafn- vel meira máli til þess að þeir geti þraukað er gagnkvæm tryggð þeirra. Þannig geta þeir lifað af bardaga og uppreisnir, hita og eyðimerkurbrjálsemi, sem hlýzt af endalausum leiðindum og hrotta- skap Leajune yfirliðþjálfa. Fram til þessa hafa verið gerðar þrjár Hollywood-kvikmyndir eftir „Beau Geste", allar teknar í Yuma, Arizona, og ein skopútgáfa eftir Marty Feldman. Árið 1929 færði Basil Dean upp leikrit byggt á sögunni, en það var algerlega misheppnað. Mikið var lagt í sýninguna og notuð voru fimm leiksvið og leikendur voru 120 talsins, þar á meðal Laurence Olivier, Robin Irvine og Jack Hawkins, sem léku hina þrjá bræður. Sýningin stóð í rúma fjóra tíma, leikritið var illa gert og tæknilegir erfiðleikar háðu sýn- ingunni. Sýningum var hætt eftir aðeins fjórar vikur. Hins vegar lá í augum uppi að bókin var kjörin til þess að kvikmynd væri gerð eftir henni. Sólumynd Leikstjórinn Herbert Brenon varði meira en einni milljón doll- ara í gerð þögullar kvikmyndar eftir sögunni 1926 og fáar þöglar kvikmyndir gáfu eins mikið í aðra hönd. Söguþræðinum var fylgt samvizkusamlega, Wren lét í ljós ánægju með val Ronald Colemans, Neil Hamiltons og Ralph Forbes í hlutverk fóstbræðranna og margir kvikmyndasagnfræðingar telja þessa kvikmynd endalega útgáfu sögunnar á hvíta tjaldinu. En sú útgáfa hennar, sem flestir kannast við, var gerð 1939 undir frábærri stjórn Williams Well- mans, en sviðsetningu annaðist Al- fred Newman. Þetta var sígild ævintýrakvikmynd frá Hollywood með Gary Cooper, Robert Preston og Ray Milland í hlutverkum bræðranna og þótt val aðalleikar- anna kunni að virðast undarlegt gafst það vel, en Brian Donlevy stal senunni með túlkun sinni á sadistanum Leajune. I Iitmyndinni sem Feldman ger- ði eftir sögunni 1965 var Beau breytt í bandarískan verðbréfasala og Digby og mestöllum söguþræð- inum sleppt. Michael York lék Beau og Guy Stockwell og Telly Savalas bræðurna. Þetta var ómurleg mynd, sem bezt væri að gleyma. Þar skorti allt sem skýrir stöðugar vinsældir bókarinnar og hinnar endanlegu kvikmyndaútg- áfu „Beau Geste„ — það sígilda og magnþrungna aðdráttarafl sem riddaramennska, rómantík og ævintýri hafa. Zindemeuf-virkio Árés Tuarag-strföMnaniM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.