Morgunblaðið - 05.12.1982, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.12.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 53 Eftirlíking Sjónvarpskvikmynd BBC er tek- in í Dorest, þar sem gerð hefur verið eftirlíking af eyðimerkur- virki, sem mun kosta 600.000 pund. Með hlutverk Beau fer Benedict Taylor, 22 ára lítt þekktur leikari, en Anthony Calf og Jonathan Morris leika bræður hans. Taylor verður hlíft við einni pyntingarað- ferð Leajunes í sjónvarpsgerðinni: hann verður ekki grafinn upp að hálsi í eyðimerkursandi og steikj- andi sólskini eins og Coleman, Cooper og Stockwell á undan hon- um. Ástæðan er sú að þltturinn er fyrir alla fjölskylduna og slíkt atriði er ekki talið hollt ungum áhorfendum. Að öðru leyti verður gaumgæfi- lega farið eftir söguþræðinum. Leikstjóri er Douglas Camfield, sem las bókina fyrst þegar hann var skóladrengur og hefur síðan haft mikinn áhuga á Útlendinga- hersveitinni. Þegar hann kynnti sér efni bókarinnar fór hann á safn Útlendingahersveitarinnar í Marseilles, en safnverðirnir neit- uðu að hjálpa honum. „Þeir virðast hafa óbeit á skáldsögu Wrens, jafnvel þótt hún sé áreiðanlega frægasta bókin, sem nokkurn tíma hefur verið skrifuð um Útlend- Jonathan Morrte f hkrtvorki John Goste Bonodict Taytor loikur Michaol Anthony Calf aom Digby ingahersveitina," segir hann. „Þeir neita því að Wren sjálfur hafi nokkurn tíma verið í Útlendinga- hersveitinni og segja að sú mynd, sem hann dragi upp af hersveit- inni, lýsi alltof mikilli grimmd. En jafnvel þótt þeir neituðu að hjálpa okkur gættum við þess að öll smá- atriði í þáttaröðinni væru rétt, allt frá hnöppunum á jökkum her- mannanna til vopnaburðarins á hersýningarsvæðinu." I hlutverkum Tuareg-stríðs- manna eru aðallega arabískir verkfræðinemar. Einn þeirra sem fylgdust með því þegar kvikmynd- uð var árás stríðsmanna á virki Útlendingahersveitarinnar var Richard Graham-Smith, fóstur- sonur Wrens. „Ég held að fóstur- faðir minn hefði verið hrifinn af þessu. Ég er viss um að brugðið verði upp miklu sannari mynd af verki hans í þáttunum en í kvik- myndunum. Þetta er alveg eins og Sahara...“ (Radio Times, Daily Mail o.fl.) ÆTLUM VIÐ AÐ LEGGJA OKKUR ALLA FRAM „Júkkarnir“ komu í gær og vonandi komiö þiö í kvöld meö ykkar frábæra keppnis- skap og styöjiö viö bakið á okkur þegar KR leikur fyrri leik sinn í Evrópu-keppninni gegn Zelseznicar Nis frá Júgóslavíu. Leikurinn hefst kl. 20.00 í Laugardalshöll. Miðasala frá kl. 5. Nú verður hart barist í höllinni!! Alltaf í leiöinni lllilWUBBII HIUIMUtl SMI 37737 II M737 Haföu samband viö EIMSKIP SÍMI 27100 Saltsalan hf. Vtö aoljum tdhrupappír FORMPRENT Hvorfiogðfu 71, símsr 25960 — 2S566. TRVGGMGAMIÐSTOÐIN t AOALSTRÆTI • * REVKJAVlK A. Karlsson In. f. P.O.BOX 167, GROFIN 1,121 REYKJAVÍK. ICELAND Bmuðbær Garri hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.