Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 „Nótt hinna löngu hnífa“ Fyrri hluti leiksins gerist daginn eftir hina svokölluðu „Nótt hinna löngu hnífa“ í júní árið 1934, en umrædda nótt var Ernst Röhm, foringi SA-sveita nasista yfirlýstur hómósexúal, myrtur og ennfremur 200 aðrir yfirmenn í sveitunum. Síðari hlutinn gerist í Dach- au-fangabúðunum nokkru síðar. Hómósexúal fólk var um þær mundir sent í fangabúðir sem síðar var breytt í útrýmingar- búðir eins og svo margir aðrir, sem áiitnir voru vera ógnun við hinn aríska kynstofn á einhvern hátt. I leikritinu eru hlutirnir málaðir sterkum litum og per- sónurnar lifa við öfgafullar að- stæður, því í því stéttskipta víti sem Dachau og aðrar útrýming- arbúðir voru, þá urðu allir að gerast hluti af ofbeldis- og niðurlægingarkerfi þessa voða- staðar, til þess að eygja minnstu von um að komast af. Samúð með náunganum kostaði marga lífið. Og í þessu lagskipta samfélagi þeirra kúguðu, út- skúfuðu og réttdræpu voru hómósexúalar neðstir allra. „Verra en dauðinn“ I viðtali við leikstjórann, Ingu Bjarnason, sem birt er í leikskrá, segir hún m.a.: „Ef leikritið fjallaði um karl og konu svipaði því til margra annarra. En það er óvanalegt að fjalla um ástir hómósexúal fólks. Þetta er því ósköp hefð- bundið verð að mörgu leyti, en fjallar um hlutina frá öðru sjónarhorni en við eigum að venjast... Það sem heillaði mig í þessu leikriti er hvernig gam- alkunn þemu, ástin og misbeit- ing valdsins, eru tekin fyrir og varpað á þau óvenjulegu ljósi. Grimmdin og tortímingin sem fylgir misbeitingu valds og kúg- un minnihlutans, þeirra sem eru „öðruvísi". Ástin sem getur jafnvel kviknað í helvíti eins og Dachau og gefið mönnum von. Mér finnst ekki felast tóm svartsýni á mennina og mann- eðlið í leikritinu, þrátt fyrir að dauði sé upphaf þess og endir. Það er til margt verra en dauð- inn. Mér finnst vera ákveðin von í lokin sem ég reyni að und- irstrika í uppsetningunni, en það er að sjálfsögðu áhorfenda að dæma um hvort það hefur tekist. Dachau var sannkallað hel- víti og djöfullinn má vera býsna uppáfinningasamur ef honum hefur tekist að hanna öllu kvalafyllra víti en þar var. Þetta er hrikalegt og leikritið byggir á sögulegum staðreynd- um og er þannig sögulegt, en skírskotar til okkar og allra tíma eins og öll góð verk ... Mér finnst leikritið vera varnarorð og sú er ástæðan til að ég valdi það. Það sýnir hve mikla vonsku er hægt að leysa úr læðingi en einnig að hið góða getur sigrað það illa. Vonin er bundin við manninn sjálfan. Það er bæði gott og illt í honum." „Arískur stofn ríkir einn .. Við erum stríAsmenn og vösk er þesNÍ sveit, vígreifir strengjum við þess aó nýju heit, honum að fylgja sem frægd einum ber, forinjjja vorum, heil Hitler, þér!“ Þessi söngur er úr sýning- unni, en hann nefnist á frum- málinu, „Deutschland Erwache" og er einn af söngvum nasista. Má gerla lesa úr þessum texta afstöðu þeirra til allra sem á einhvern hátt voru „öðruvísi". Það er mikið af tónlist í „Bent“, en það er Kjartan Ólafsson sem hefur umsjón með þeirri hlið mála í Stúdenta- leikhúsinu. í fyrri hluta verks- ins er einkum um að ræða ýmsa nasista-söngva, sem sungnir eru af fólki úr Háskólanum, en í síðari hlutanum er tónlistin einskorðuð við flautuleik. Það er Kolbeinn Bjarnason flautu- leikari sem leysir það verk af hendi, en umsjón með hljóði í sýningunni hefur Sveinn Olafsson. Annar söngur sem sunginn er í leikritinu er hinn svokallaði Horst Wessel-söngur. Hann hefst á þessu erindi: „Með fána á loft’ og fram í þéttum röðum vor frækna stormsveit marsérar um völl. Afturhald og kommúnista við í blóði böðum og brjótum niður þeirra vígi öll.“ Sögulegt yfirlit Hér fer á eftir yfirlit yfir at- burði er tengjast efni leikrits- ins, en þetta yfirlit er að finna í leikskrá: „1871 Wilhelm konungur stofnar Annað ríkið og tekur upp bæversku lögin. Grein nr. 175 í þessum lögum bannar ósiðlegt og óeðlilegt hátterni. Viðurlög við þessu voru fanga- vist allt frá einum degi til fimm ára. 1897 Adolf Brand, Magnus Hirschfeld og Max Spohr stofna fyrstu hreyfingu er berst fyrir réttindum hómósexúala: „Hin vísindalega mannréttinda- nefnd." 1898 Bænaskjal með 900 und- irskriftum er lagt fyrir þýska Ríkisþingið með kröfu um að grein 175 verði lögð niður. Til- raunin reyndist árangurslaus. Fleiri bænaskjöl voru lögð fyrir þingið næstu tíu ár. 1910 Ríkisstjórnin leggur til að lesbísk hegðun verði bönnuð. Frumvarpið nær ekki fram að ganga. 1919 Hirschfeld opnar „Stofnun fyrir kynferðislegar rannsóknir" í Berlín. af öllu lágu Stúdentaleikhúsið tekur til starfa og frumsýnir bandaríska verðlaunaleikritið „Bent“ í kvöld fer fram fyrsta frumsýningin hjá nýju leikhúsi í höfuðborginni. Það er Stúdentaleikhúsið sem frumsýnir verkið „Bent“ eftir bandaríska leikskáldið Martin Shcrman, í þýðingu Rúnars Guðbrandssonar. Leikstjóri er Inga Bjarnason, en með stærstu hlutverkin fara Andrés Sigurvinsson, Árni Pálsson og Magnús Ragnarsson. Alls taka um fimmtíu manns þátt í sýningunni. Leikmynd er eftir Karl Aspelund, en Ijós annast Einar Bergmundsson. Verkið sem hér er um að ræða hefur á undanförnum árum verið sýnt víða í Evrópu og Bandaríkjunum og alls staðar vakið mikla athygli og á sínum tíma var þaö valið besta leikrit ársins á Broadway af bandarískum leiklistargagnrýnendum. „Bent“ fjallar um líf og örlög fólks á þeim árum þegar nasistar voru að komast til valda og eftir að þeim tókst það. Byggir leikritið á sögulegum heimildum. Það sem gerir gcrkið hins vegar sérkennilegt og greinir það frá svo mörgum öðrum verkum sem segja frá hliðstæðum hlutum, er það að aðalpersónur leiksins eru hómósexúal fólk, en hómósexúalar voru í augum nasista hið lægsta af öllu lágu í metorðastiganum, fyrir neðan glæpamenn, gyðinga, slava, sígauna, fávita og róttæklinga. Verkið er ekki hugsað sem innlegg í réttindabaráttu hómósexúala, heldur er hér fyrst og fremst verið að fjalla um manneskjur sem eiga í höggi við grimmasta óvin allra manna, — aðra menn. Sveinbjörn I. Bald- vinsson tók saman Myndir afæfingu: Ivar Brynjólfsson „Vakna þú ættjöró og upp af dvala rís, áfram til dáóa og þér er sigur vís! Arískur stofn ríkir einn þá meó sæmd, aóskotadýr skulu burtu flæmd. 1920 Andgyðinlegir ráðast á Hirschfeld (en hann var gyðing- ur jafnframt því að vera hómó- sexúal) í Múnchen. Seinna sama ár ráðast nasistar á hann og yf- irgefa hann liggjandi í blóði sínu með brákaða höfuðskel. 1921 Bruno Mattusek stofnar Eros-leikhúsið í Berlín. Það var fyrsta hómósexúal leikhúsið. Stofnaðar eru SA-sveitirnar, hinn upprunalegi einkaher nas- ista. 1923 Hirschfeld gerir mynd- ina „Öðruvísi en hinir" til stuðnings baráttu hómósexúala. Á sýningu myndarinnar í Vín- arborg særast nokkrir áhorf- endur í skothríð fasista. 1925 „Hinn þjóðernissinnaði sósíalíski verkamannaflokkur" (Nasistaflokkurinn) er endur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.