Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 59 skipulagður. Um sumarið eru fyrstu SS-sveitirnar stofnaðar. Ernst Rðhm, hómósexúal og helsti ráðgjafi Hitlers, ber fram ákæru á hendur 17 ára gömlum hjásveini sínum, er hafði rænt hann „morguninn eftir." 1928 Þann 4. maí birtir Nas- istaflokkurinn stefnu sína í málefnum hómósexúala: „Það er nauðsyn að þýska þjóðin lifi. Og hún lifir ef hún berst, því lífið er barátta. Og hún getur aðeins barist ef hún heldur karlmennsku sinni. Hún heldur aðeins karlmennsku sinni svo fremi hún sé öguð, sér í lagi hvað varðar ástamál. Frjálsar ástir og öfuguggahátterni eru óöguð. Þess vegna afneitum við ykkur á sama hátt og við afneit- um hverju því er gæti skaðað þjóðina. Hver sem þó ekki nema leiðir hugann að hómósexúal ást er óvinur okkar." Sama ár samþykkir þingnefnd með 15 atkvæðum gegn 13, frumvarp um endurbætur á refsilöggjöf. I því felst m.a. að hómósexúal at- ferli telst ekki lengur refsivert. 1929 Heimskreppan mikla hefst með verðhruni á verð- bréfamörkuðum um allan heim. Endurbótum á refsilöggjöf er frestað. Nasistar ná völdum. 1930 Ernst Röhm verður for- ingi SA-sveitanna. 1933 í janúar verður Hitler ríkiskanslari. I mars eru fanga; búðir stofnsettar í Dachau. í apríl er Gestapó (leynileg ríkis- lögregla) mynduð. Nasistar láta gera leit í stofnun Hirschfeld fyrir kynferðislegar rannsóknir. 1934 í júní á „Nótt hinna löngu hnífa" er Röhm myrtur og 200 yfirmönnum SA-sveit- anna safnað saman og þeim slátrað. Hitler gefur út tilskip- un um að allir hómósexúal verði reknir úr hernum. í júlí er Kurt Hiller, einn helsti baráttumað- ur fyrir réttindum hómósexú- ala, handtekinn og sendur í fangabúðir í Cranienburg. Lög eru samþykkt, sem fyrirskipa ófrjósemisaðgerðir á öllum hómósexúölum, kleyfhugum, flogaveikum, eiturlyfjasjúkling- um, móðursjúkum og fólki sem hefur fæðst blint eða vanskap- að. Árið 1935 höfðu 56000 manns undirgengist þannig meðferð. Hómósexúalar voru venjulega vanaðir, en ekki ein- ungis gerðir ófrjóir. Öll starf- semi mannréttindahreyfingar Hirschfelds er bönnuð og hreyf- ing hómósexúala er barin niður. 1935 Ári eftir „Nótt hinna löngu hnífa" er grein 175 breytt: Nú eru skilgreind 10 atriði hómósexúal hegðunar sem telj- ast refsiverð, þar á meðal koss- ar, faðmlög og hómósexúal draumórar. 1936 Úrdráttur úr ræðu eftir Himmler. „í mati okkar á hómósexúal hegðun, — einkenni úrkynjunar er eytt gæti þjóð vorri, — verðum við að styðjast við hina fornu norrænu siði í sambandi við eyðingu úrkynj- aðra." Vist í fangabúðum er tek- in upp á borgaralegum afbrota- mönnum, þar með töldum hómósexúölum. I upphafi voru fangabúðirnar gæslustöðvar, en var breytt í útrýmingarstöðvar eftir 1940." Þægileg drykkjarskál fyrir ungbarnið Ný sérhönnuð drykkjarskál fyrir ungbörn, kjörin til notkunar fyrst eftir pelann. Þolir suðu og er óbrjótandi. örugg og þægileg i notkun. Strik við 50 cl. Notið aðeins það besta fyrir ungbörnin. Fæst í apótekum. EINKAUMBOO: GYLCOHF BOX 4370 REYKJAVÍK Staða höfundar (rithöfundar, dansahöfundar, tónskálds) viö Þjóðleik- húsiö, er laus til umsóknar. Staöan er veitt til 6 mánaöa í senn og laun eru sam- kvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Ætlast er til aö höfundur leggi fram greinargóöa lýsingu eöa handrit að því leikverki, sem hann hyggst vinna aö. Æskilegt er aö umsækjandi hafi áður skrifaö fyrir leik- hús eða hafi nokkra þekkingu á leikhússtarfi. Umsóknum sé skilað á skrifstofu Þjóðleikhússins, Hverfisgotu 19, fyrir 23. desember 1982. Þjóöleikhússtjóri. HUSGAGNA- SÝNING í dag kl. 2—6 I dag sýnum við gullfalleg húsgögn sem voru að koma til landsins húsgögn Armúla 44 - Simar 65153 og 32035

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.