Morgunblaðið - 05.12.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 05.12.1982, Síða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 64 Arthur Penn er mjög sérstakur listamað- ur innan kvik- myndaheimsins. Kemur þar margt til; hann er óvenjulega hæglátur og aldrei heyrist hann gorta af afrekum sínum; hann velur óvenjuleg efni, sem mörg hver stinga mjög í stúf við ríkjandi tísku; þá er hann undarlega naskur á nýja leikara og á senni- lega metið í að gera áður óþekkta leikara að vel þekktum, ef ekki stjörnum. Enn eitt atriði er hve langur tími líður milli mynda hans. Um síðustu áramót var frumsýnd hans fyrsta mynd í sex ár, en hún verður sýnd í Bíóhöllinni innan skamms. „Upphaflega langaði mig ekki til að vinna við kvikmyndir,“ segir Penn. „Eftir mína fyrstu mynd var ég óánægður. Þetta getur virkað asnalega, en satt er að ég veit óttalega lítið um kvikmyndir. Þegar ég fór í bíó í fyrsta skipti sem strákur, hélt ég að allar kvikmyndir kæmu frá sama fyrirtækinu. Ég hafði litla hugmynd um leikstjóra, þar til ég sá Citizen Kane hans Orson Welles og ég heillaðist. Þá vissi ég að Orson Welles byrjaði feril sinn sem leikhúsmaður. Eftir þetta fór ég að horfa á kvik- myndir með breyttu hugarfari. Ætli John Ford, Elia Kazan og Jean Renoir hafi ekki haft mest áhrif á mig.“ Arthur Penn hóf feril sinn í sjónvarpinu, rétt eins og Sidney Lumet og George Roy Hill og fleiri góðir. Hann var aðstoðar- leikstjóri við sjónvarpsþætti Jerry Lewis og Dean Martins ár- ið 1952. „Það voru uppbyggjandi ár, ég lærði margt," segir Penn. Penn leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd árið 1957, „The Left Handed Gun“, með Paul New- man, sem þá var einnig að hefja feril sinn. Sú mynd opnaði dyr fyrir hann, svo og Paul. Meðal annars er myndin fræg fyrir að vera ein af fyrstu sem i var not- að „slow motion“ í dauðaatrið- um. En Penn viðurkennir fús- lega að hann hafi fengið hug- myndina hjá japanska leikstjór- anum Akira Kurosawa. „En þar sem ég vissi svo lítið um kvikmyndir, tók ég hana bara blátt áfram. En framleið- endurnir (Warner) sögðu bless og ráku mig af svæðinu. Þá fór ég til New York og setti leikrit á svið.“ Fullur vonbrigða yfirgaf Penn nafla kvikmyndaiðnaðarins. Hann leikstýrði Henry Fonda og Anne Bancroft í „Two For The See-Saw“, svo og fjórum öðrum leikritum sem öll urðu vinsæl. Þar sem leikritin þóttu góð og vinsæl, vildu Hollywood-menn- irnir kvikmynda þau. „See-Saw“ var filmuð án Penns og að hans dómi er myndin vægast sagt hræðileg. „Svo þegar United Artists vildi kvikmynda „The Miracle Worker" leið mér ömur- lega. Þeir vildu fá Audrey Hep- burn eða Liz Taylor í aðalhlut- verkin. En ég sagði nei takk: við kvikmyndum leikritið með sömu leikurum og voru á leiksviðinu, ég vil stjórna, annars ekkert. Hollywood-mennirnir voru óánægðir, enda ekki vanir slíku andstreymi." Árangurinn varð sá að Penn gerði myndina með sömu leikur- um, Anne Bancroft og Patty Duke og báðar hlutu þær vin- konur Oskarsverðlaun fyrir leik sinn. Bonnie og CJyde Tvö ár liðu þar til Penn gerði sína næstu mynd, „Micky One“, með óþekktum Warren Beatty. Síðan gerði hann „The Chase" með Marlon Brando og Robert Redford, sem þá var að hefja fer- il sinn. En aðalpúðrið átti eftir að springa. Árið 1967 gerði Penn myndina „Bonnie og Clyde" með óþekktum leikurum, Warren Beatty í hlutverki Clyde, Faye Dunaway í hlutverki Bonnie, Gepe Hackman í hlutverki bróð- Leikstjórinn Arthur Penn. Af Ieikstjóranum ur Clydes, Estelle Parsons í hlut- verki konu hans og Michael Poll- ard í hlutverki CW. Warren Beatty varð að stórstjörnu (hann framleiddi einnig myndina). En enn þann dag í dag skilur Penn ekki allt bramboltið sem varð í kringum myndina. Að vísu fór hún hægt af stað og fáir tóku eftir henni í Bandaríkjunum. En þegar hún var sýnd í Englandi, fór allt um koll. „Ég meina það, við urðum öll snarhissa, Warren, Hackman og ég. Að vísu töldum við okkur hafa gert góða mynd, en samt töldu engir hana líklega til stórræða." En myndin halaði inn milljón- ir og myndin var nefnd til 8 Óskarsverðlauna. En í myndinni er einu atriði breytt frá raunveruleikanum. Penn segir „Já, það var kyn- ferðislegt samband milli Clyde og unga mannsins CW, bæði í raun og veru svo og í upphaflega handritinu. En ég breytti því, hvorki Warren né framleiðand- inn. Mér fannst vera nógu flókið kynferðislegt samband milli Bonnie og Clyde, svo ég ákvað að gera CW sakleysislegan." Alice’s Kestaurant Þó Penn skilji ekki vinsældir Bonnie og Clyde, þá skilur hann mætavel hinar miklu vinsældir næstu myndar hans, Veitinga- staður Alice, sem byggð var á plötum tónlistarmannsins Arlo Guthrie. „Ég hef séð myndina mörgum sinnum og hún er ein af mínum uppáhaldsmyndum. í mínum augum er hún eina kvikmyndin sem lifði amerísku kvikmynda- gerð sjöunda áratugarins. Éngin önnur kvikmynd, sem fjallaði um hippa-tímabilið, tókst að lifa þá tíma af, auk þess er Veitinga- staður Alice sannsögulegasta ameríska myndin mín.“ Litli risinn Það var Dustin Hoffmann að þakka að næsta mynd Penns var gerð, en í sex ár hafði Penn árangurslaust reynt að hrinda þeirri áætlun í framkvæmd. „Dustin Hoffmann kom óvænt inn í myndina. Skyndilega hafði ég stórstjörnu til að leika Jack Crabb. Hann hafði rétt lokið við „Mrs. Robinson". Áður en Dustin birtist, var gersamlega ómögu- legt að finna stórleikara til að leika litla risann. En eftir að Leikstjórinn Arthur Penn við myndavélina. Vinirnir fjórir á glaðri stund. hann kom inn í myndina, feng- um við frjálsar hendur til að gera hann eftir okkar höfði." Árangurinn lét ekki á sér standa og fyrir leikstjórn sína var Penn nefndur til Óskars- verðlauna í þriðja sinn. Brando og Nicholson Síðasta myndin sem Arthur Penn gerði, þangað til í fyrra, var „Missouri Breaks", árið 1976. Að vísu gerði hann „Night Moves“ árið áður með Gene Hackman, en hún féll. Hver vildi ekki sjá stórstjörnurnar Marlon Brando og Jack Nicholson leiða saman hesta sína! Brando hafði síðast leikið í Guðföðurnum og Síðasta tangó í París og Nichol- son hafði lokið við Gaukshreiðr- ið, en hún hafði þá ekki verið frumsýnd. En árangurinn olli gífurlegum vonbrigðum og myndin hlaut enga aðsókn og féll brátt í gleymskunnar dá. En hvað segir Penn um þessa mynd: „Myndina gerðum við án nokk- urs handrits og þess vegna varð hún ekki sú púðurmynd, sem annars hefði getað orðið. Það var framleiðandinn, Elliott Kastner, sem sá um samningana. Hann gæti hafa náð í mig og Brando og síðan farið til Jacks og sagt: Langar þig til að gera mynd með Brando og Penn, og Jack svarað: Svo sannarlega. Eða hann gæti hafa náð í mig og sagt: Viltu gera mynd með Brando og Nicholson og ég segði: Svo sannarlega. Þannig var þessum Iistamönnum smalað. En er ekki ótrúlegt að slíkar aðferðir skuli vera notaðar á svo stóra leikara — stór nöfn sem beitur?" Penn heldur áfram: „Síðan gerðu þeir kostulegustu samn- inga í sögu Hollywood. Það var í fyrsta skipti sem leikurum var borgað yfir eina milljón dollara fyrir leik í einni mynd. í dag er það ekkert (Brando fékk 2—3 milljónir dollara fyrir að leika í Superman auk 10% af innkom- unni og Dustin Hoffman fær 4 milljónir dollara fyrir Tootsie, sem verður frumsýnd um nk. jól, innskot HJÓ) en þá var það mik- ið. Það tók svo marga mánuði að semja um öll atriðin að við höfð- um aðeins sex vikur til að undir- búa handritið og síðan átti aftur að finna tökustaði. Þegar tökur loks hófust var hver dagur sár- asta kvöl fyrir mig, því deginum eyddi ég í að undirbúa þann næsta. Hræðilegt." Penn segir hinsvegar að gott samkomulag hafi verið milli sín og stórleikaranna tveggja, sem er harla sjaldgæft. „Trúðu mér. Ég man ekki eftir því að nokk- urn tíma hafi verið rifist allan þann tíma sem tók að gera myndina. Einu áhyggjurnar voru hvernig ég í andskotanum átti að klára hana.“ Fjórir vinir Svo liðu sex ár án þess að nokkuð heyrðist frá Arthur Penn. Að vísu átti hann að kvikmynda „Altered States" en Penn hætti við hana og Ken „Tommy" Russell lauk henni. Eins og áður sagði á bráðum að sýna nýjustu mynd hans, Fjóra vini, í Bíóhöllinni. Lítum aðeins á efni hennar. Myndin fjallar um fjóra vini, þrjá pilta og einn kvenmann, sem kynnast í menntaskóla, samskipti þeirra og hvernig þeim reiðir af í skóla lífsins. 1959. Danilo (Craig Wasson) er sonur júgóslavneskra inn- flytjenda. Hans bestu vinir í skólanum eru Tom (James Metzler) og David (Michael Huddleston). Allir eru þeir skotnir í fallegustu stúlku skól- ans, Georgíu (Jodi Thelen). Hún hefur nýlega uppgötvað eigin kyntöfra og er mjög áfjáð í að nota þá. Hún nálgast Danilo en hann er feiminn, svo hún snýr sér að Tom. Nóttina fyrir út- skriftina halda þau partí á ströndinni og Danilo kemur að Tom og Georgíu í áköfum faðm- lögum. Danilo bregður mjög, því hann er hrifinn af Georgíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.