Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 65 Hann fer burt, staðráðinn í að gleyma henni og innritast í ann- an skóla. Þar kynnist hann nýj- um vini, Louie (Reed Birney), sem þjáist af vöðvahrörnun. Danilo segir Louie sögu sína og hann kynnist systur hans, Adri- enne. Brátt byrja þau saman, þó honum takist aldrei að gleyma Georgíu. Þau ákveða að giftast. Á sama tíma verður Georgia ófrísk af völdum Toms. En Tom gengur í herinn og er sendui til Víetnam. Vinur hans, David, giftist Georgíu og Danilo og Louie eru boðnir til giftingarinn- ar. Danilo reiðist þegar hann kemst að því að Georgía giftist David, þótt hún sé ófrísk eftir Tom. Danilo lýkur námi og giftist Adrienne, en í brúðkaupsveizl- unni er Adrienne drepin af föður sínum og Danilo særður. Meðan Danilo jafnar sig á sjúkrahúsi, skilur Georgía við David. Louie deyr og Danilo syrgir hann. Georgía heimsækir Danilo og þau rífast heiftarlega, en samt geta þau ekki slitið sig frá hvort öðru. Foreldrar Danilo ákveða að flytja aftur til heimalandsins og Danilo hittir gömlu vini sína Tom og David. David hefur gifst aftur og fitnað eins og faðir hans. Tom hefur gifst víet- namskri konu og á 2 börn með henni. Öll hafa þau lifað storma- sömu lífi. En Danilo getur ekki losnað við Georgíu úr huga sér ... og fyrir þennan unga júgóslavneska innflytjendason er draumurinn innan seilingar Þekktur leikstjóri vel- ur óþekkta leikara Eins og áður sagði hafði Penn ekki gert neina mynd í sex ár, þegar hann komst yfir handritið að „Fjórum vinum". Handritið samdi hinn júgóslavnesk-ættaði Steve Tesich, en hann er þekktur fyrir handritin „Breaking Away“ (sem hann hlaut Óskarsverðlaun fyrir), The Jaintor (með William Hurt) og nú síðast skrifaði hann handritið eftir hinni frumlegu bók John Irvings, „The World According to Garp“. Tesich byggir handrit sitt að miklu leyti á raunverulegum viðburðum úr eigin lífi, sérstak- lega skólaárunum. Það tók Penn langan tíma að finna réttu leik- arana í hlutverkin, en takmark hans var að nota einvörðungu óþekkt nöfn. Craig Wasson (Danilo) hefur áður leikið í nokkrum leikritum, svo sem „Sölumaður deyr“ og að- alhlutverkið í „Godspell". Þá lék hann minniháttar hlutverk í myndunum „Go Tell the Spart- ans“ með Burt Lancaster, „The Boys in Company C“ og „Ghost Story“. James Metzler hefur minnsta reynslu af þeim fjórum. Eftir að hann útskrifaðist frá Dart- mouth-háskólanum hefur hann unnið sem blaðamaður og verið atvinnumaður í hornabolta. Hlutverk hans í Fjórum vinum er hans fyrsta. Michael Huddleston er sonur þekkts leikara, David Huddl- eston, og hefur áður leikið lítil hlutverk í mynd Gene Wilders „The World’s Greatest Lover“ og mynd Mel Brooks „The History of the World." Jodi Thelen leikur í fyrsta sinn í kvikmynd í Fjórum vinum, stúlkuna Georgíu, sem ætlar að verða mikill dansari og heldur því fram að hún hafi fæðst á sama augnabliki og Isadora Duncan dó. Jodi lék á sviði að- eins 11 ára gömul, en það var ekki fyrr en Penn sá hana, að hún fékk mikilvægt hlutverk. Látum höfundinn, Arthur Penn, hafa lokaorðið: „Megin- þema myndarinnar er hvernig við þroskumst frá unglingsaldri til fullorðinsára. Það er sjald- gæft viðfangsefni nú til dags, að minnsta kosti hefur mér fundist það ekki hafa verið gert á nógu raunsæjan hátt, og þess vegna vildi ég gera mynd um þessa fjóra vini.“ Besta verð á skíðaskóm í bænum skíöaskór á alla fjölskylduna. Mest seldu skíöaskór í heimi. Stærðir: Verð: M 24—29 478,- Jg 30—35 540,- 36—39 605 M Barna- og unglingaskór. Litir: Blár og rauður GALAXY Stærðir: 41—46. 1.018.- Herraskór. Litur: grár/ljósgrár. SLALOM Stærðir: 35—42. Verö 923,- Unglingasvigskór. Lit- r. grár/svartur. VENUS Stærðir: 35—42. Verð 828,- Kvenskór (byrjanda). ♦ur: grár/svartur. JUNIOR COMPETITION Stærðir: 36—42. Verð 1.145,- Unglingakeppnis skór. Litur: grár/rauður. VFX Stærðir: 41—45. Verð 1.625.- Herraskór m/stillan- legri frampressu. Lit- ur: Orange. SIRIUS —AIR fyrir dömur og herra. Stærðir: 37—45. Verð: 2.068,- Nýjung: með loftút- búnaði um mjóa- legginn. Litur: Ijósgrár. POSEIUON fyrir dömur og herra. Stærðir: 37—46. Verð 1.719. Opnast að aft- an — stillanleg rist- hæð. Litur: rauður. NOVA Stæröir: 36—42. Verö 1240,- Kvenskór. Litur: Ijósgrár/grár. PULSAR Stærðir: 37—44. Verð 765,- Herraskór (byrjanda). Litur: blár/grár. TRIDENT fyrir dömur og herra. Stærðir: 38—46. Verð 2.196.- Nýjung: loftbúnaöur yfir ristina. Litir: hvítur og svartur. COMPETIHON dömu- og herra keppnisskór. Stærðir: 36—46. Verð 2.356,- Topp keppnisskór. Litur svartur. Póstsendum. úthJf Glæsibæ, sími 82922. A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.