Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 69 B Þverskurður af Gaukstaðaskipinu. G Guilinsniðið. við svonefnd „húmanísk fræði". Hefðu ýmsir betur hlustað á Guð- mund; sú staðreynd, að íslenzkir fræðimenn gerðu sér náuast enga grein fyrir vægi fornra vísinda í hugsun fornaldar og mlðalda virð- ist bein ástæða þess að norræn- unni hefur svo lítt miðað í rann- sóknum á uppruna íslenzkrar menningar undanfarna hálfa öld. Svo skýrir Guðmundur Finnbogason Gullinsniðið: „En hlutfallið 21/34 er merkilegt. Það er hið svo nefnda gullinsnið, en gullinsnið er það, ef heild, t.d. línu, er þann veg skipt í tvo parta, að sama hlutfall er milli minna hlutans (m) og stærra hlutans (M), eins og milli stærra hlutans og heildarinnar: m M —— = ■ . M m+M eða sama hlutfall er milli breiddar og lengdar fiatar eins og milli lengdarinnar og samanlagðrar breiddar og lengdar." (Huganir, s. 2%.) Formúlur þessarar tegundar eru tormeltar, en formið sjálft virðist hafa verið uppgötvað snemma enda „hefur verið sýnt fram á, að gullinsnið er á mörgu því, sem oss þykir fagurt, jafnt í ríki náttúrunnar sem mannaverk- um. Gullinsnið hafa menn þekkt síðan á dögum Pýþagórasar og Fr. Macody Lund virðist hafa sannað það átakanlega i hinu merkilega riti sínu um dómkirkjuna í Þrándheimi ... að gullinsnið var það lögmál, er meistararnir létu stjórnast af, er þeir gerðu feg- urstu hof fornaldarinnar og kirkj- ur miðaldanna." (Hu. s. 297.) Þegar ég las þessa síðustu setn- ingu Guðmundar rak ég upp stór augu. Ég minntist þess ekki að hafa séð því haldið að íslending- um, að Gullinsniðið hefði verið svo mikilvægt á Norðurlöndum forð- um. Að vísu ræðir Guðmundur ekki um NORRÆN hof — en af orðalaginu mætti ætla, að hann grunaði tengslin. Gullinsniðið var einmitt ráðið af íslenzku HOFI hérlendis. Það sem er algerlega nýtt og óvænt í þeirri ráðningu er, að Gullinsniðið var ekki ráðið af BYGGINGU heldur af STAÐ- SETNINGU helgiseturs. Það var sú niðurstaða sem olli því, að unnt reyndist að bera saman menning- arhætti íslenzka goðaveldisins og Fíórentínsku Endurfæðingarinn- ar. Dómkirkjan í Þrándheimi er reist eftir Ólaf helga — og það sem okkur varðar hér er ekki kristin þekking á 11. og 12. öld heldur eldri kunnátta heiðinna Norðurlandabúa. En hver maður getur sagt sér sjálfur, að hafi vík- ingar þekkt Gullinsniðið, hljótum við að gera ráð fyrir því, að þeir hafi þekkt önnur helztu atriði sömu hugmyndafræði. Að svo hafi verið er nú væntanlega augljóst af rökleiðslu RÍM; má nefna notkun töiunnar 27 í rótum konungaætta Ynglinga, Skjöldunga og Háleygja svo og þá staðreynd, að á víkinga- öld var stórbaugur himins talinn 216 þvermál sólar. Þessi tala var grundvallarhugmynd í speki Pýþ- agórea og í föstum tengslum við Gullinsnið. Þar sem einn hlekkur slíkra hugmynda finnst má búast við allri keðjunni að baki. (Sjá t.d. Arfur Kelta k. 12—14.) Það er á þessum stað, sem breiðspjót Kielland rekst um ríkj- andi viðhorf: Gullinsniðið var eigi einasta þekkt í kristni heldur og norrænni HEIÐNI. Finnur Kiel- land ekki aðeins Gullinsnið í mörgum stafkirkjum, heldur einn- ig í víkingaskipum og skrautmun- um sem virðast áður hafa verið rannsakaðir án þess fornleifa- fræðingar gerðu sér grein fyrir tengslum þeirra við form og hlut- föll fornra vísinda. Staðfestir Kielland nú það sem forveri hennar, Lorenz Dietrich- son, hélt fram í bók sinni um staf- kirkjurnar þegar árið 1892: þessar fögru norsku smíðar áttu sér fyrirmyndir víða í Evrópu (s. 9). Ætla má þannig, að byggingar þessarar tegundar hafi verið til frá því um 400 e. Kr. — um fimm öldum fyrir landnám Islands. Engin líkindi eru til þess, að nor- rænir menn hafi EKKI kynnzt svo mikilvægri þekkingu á svo löngu tímaskeiði; bein tengsl eru stað- fest milli þeirra og annarra Evr- ópubúa öll þau ár. En af einhverj- um ástæðum hafa niðurstöður manna einsog Lorenz farið fram- hjá norrænumönnum — ellegar þeir hafa ekki gert sér neina grein fyrir þeim víðtæku ályktunum sem af fornri hugmyndafræði má draga. Ber allt að sama brunni um furðulega einangrun norrænunn- ar. Til að gefa lesandanum mynd af eindregnum niðurstöðum Kiel- land, skulum við taka orð hennar um Hurum-kirkjuna í Valdres: „The principal dimensions of this church — like those of the other stave churches analysed bel- ow — are analogous with those of the Theseion, which is analysed in Geometry in Greek Art: they are determined by the construction of a golden section (PHI division) of AB, the basic dimension." (s. 12.) Eins og eðlilegt má telja upp- götvar Kielland fleiri hugtök Forn-Grikkja en Gullinsniðið í efniviði sínum. Og þótt hugtakið PÍ sé ekki beint viðfangsefni hennar, má greina það af allri rökleiðslunni, að heiðnir menn ______li_________________1 1/2 1/2 .618 hafi látið sig afstöðu þvermáls til ummáls Hrings miklu varða. Má þannig segja, að bók Kielland árið 1980 staðfesti í smáatriðum 13. til- gátu Steinkross, sem út kom 1976. En fádæma skemmtilegt er að sjá tvær tilvitnanir Kielland; hún vitnar í Rymbeglu, hin íslenzku fræði sem talin eru frá 1187 — 1250—1300, þar sem tvenns konar gildi PÍ er nefnt (s. 18). Að vísu er tilvitnun þessi úr kristni, en hún varðar ÍSLENZKA þekkingu. Og Þeódóríkus munkur, er ritaði í Noregi á 12. öld, kveður íslendinga vita meira um slík fræði en aðra. Þegar við sjáum nú hversu mikið Norðmenn kunnu, vaknar spurn- ingin strax: Hversu mikið kunnu íslendingar — ef Norðmenn töldu þá fremri sér? Og þegar menn gera sér ljósa síðari tilvitnunina, fellur víst jafnvel harðsoðnustu norrænu- mönnum allur ketill í eld. Kielland vitnar nefnilega í sjálfa Hauksbók um þekkingu Islendinga á tölvísi. Á hún þar við þátt þann í bók Hauks Erlendssonar sem nefndur er Algorismus og varðar tölvísi. Hvað geymdi Hauksbók að öðru lejrti? Hún geymdi m.a. LAND- NÁMU — frásagnir af því efni ís- lenzkra fornfræða, sem tengdist sérstaklega notkun Gullinsniðs og landmælinga samkvæmt RÍM. Það mál allt krefst að sjálfsögðu ítar- legrar sjálfstæðrar greinar, en hver maður getur nú spurt sjálfan sig, hvort það sé TILVILJUN að Haukur ritar kafla um tölvísi og frumefni Sköpunar jafnhliða Landnámu. Frumrannsóknir RÍM svara afdráttarlaust NEI — þetta tvennt átti saman. Alúð Hauks við formin, höfuðskepnurnar og töl- urnar verður skiljanleg — þegar tölvísin og geómetrían skjóta upp kollinum í hugmyndafræði land- náms. Viggo Brun prófessor í stærð- fræði, sem Kielland notar sem heimild um þessi efni, telur að Haukur hafi haft vitneskju sína um frumefnin og tengsl þeirra við talnaröð „direkte eller indirekte fra Platons „Timaios““ — en sú ályktun er ekki gefin. Frumrann- sóknir RÍM benda eindregð til, að þessi fræði hafi verið hluti af and- legum farangri landnámsmanna — miðaldarþekking sem þeir beittu við landnámið. Platon og norrænir menn kunna að hafa haft þekkinguna af sömu rót. Hins vegar er Haukur að kenna löndum sínum um 1300 nútímatölur, þ.e. þær tölur sem notaðar eru enn í dag, en Hauki er ljóst að talnaröð- ina arabísku „fundu fyrst ind- verskir menn“ — þegar núllinu er við skeytt. í RÍM er að sjálfsögðu bent á hliðstæðu þess sem hér fannst við fræði Platons og Pýþ- agórasar, og er þannig Ijóst, að SJÁ NÆSTU SÍÐU. Jólaglaðningur Nú geturöu virkilega látiö veröa af því aö fá þér skemmtilega stereo-samstæðu á hagstæöu veröi og fínum kjörum. SILVER Þessi glæsilega samstæða kostar aöeins 11.950,- án hátalara. Meö Dantax WHT 60 40 watta hátölurum kostar hún kr. 13.035.-. — Athugið aö skápurinn fylgir meö. Viö bjóöum þér fín kjör til jóla. Útborgun kr. 4.000.- og eftirstöðar til 5—6 mánaöa. Viö eigum geysilegt úrval samstæöa frá kr. 9.755.-- 45.200,- á úrvalskjörum. — Lítiö viö, þaö borgar sig. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.