Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 GOOD?ÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ ttteé ÚRVALSDEILDIN ídag sunnudag kl. 19.00 ÍÞRÓTTAHÚS HAGASKÓLA Njarðvík Stafkirkjur þau Brun og Kielland styðja ein- dregið niðurstöður RÍM hvað þekkinguna varðar, enda þótt slíkt sé af skiljanlegum orsökum ekki tekið fram — hvorugt þekkti at- huganirnar. En hvernig sem menn velta dæminu nú fyrir sér, snúast fyrri líkur við: Enginngetur fram- ar sagt, að það sé ÓLIKLEGT að landnámsmenn Islands hafi þekkt ofangreind hugtök. Þvert á móti bendir allt til þess, að Iand- námsmenn Islands hafi kunnað þessi hugtök — og beitt þeim. Það skrýtnasta í því sambandi er, að þegar ég var sjálfur að reikna út formin og tölvísina af allegóríu og goðsögnum hafði ég ekki hugmynd um tilvist Algorismusar Hauks Erlendssonar. Enginn norrænu- maður hefur nokkurn tíma bent mér á þá mikilvægu heimild; er beinlínis svo að sjá sem nánast enginn nútíma fræðimaður ís- lenzkur hafi veitt þessum lykli að miðaldaþekkingunni athygli — hvað þá heldur að hann hafi botn- að nokkurn skapaðan hlut í tengslum tölvísinnar við Land- námu. Hauksbók sem heild hef ég aldrei haft milli handa (aðeins Landnámu og einstök rit; Algor- ismus hefur farið fram hjá mér m.a. vegna þess að Jakob Bene- diktsson nefnir hann ekki í efn- isskrá Hauksbókar í KLNM, talar aðeins um „encyclopædisk stof". Útgáfa Finns og E.J. frá 1892—96 er ófáanleg). Nú hefur að vísu enginn íslenzk- ur fræðimaður tekið vísindalega afstöðu til hinna sex binda RÍM á prenti, svo að ekki er unnt að vitna í rök gegn niðurstöðum rit- safnsins. En ef dæma má af líkum, er svo að sjá sem flestir norrænu- menn og sagnfræðingar hafi gefið sér að FORSENDU, að land- námsmenn íslands hafi EKKI GETAÐ KUNNAÐ neitt af þeim klassísku lærdómum sem hér um ræðir, af þeirri einföldu ástæðu, að slíkir lærdómar hafi ekki þekkzt á Norðurlöndum þá er ís- land var numið. Nú fjúka allar slíkar viðbárur út í veður og vind. Þarna er um að ræða sjálf megin- atriði þeirrar hugmyndafræði sem helztu fræðimenn greina af forn- leifum! Sú staðreynd, að íslenzku niður- stöðurnar byggðust á greiningu merkingar í goðsögnum og alleg- óríu gerir efnið með eindæmum forvitnilegt, eigi aðeins fyrir ís- lendinga, heldur og fyrir aðra. Má segja, að unnt sé nú að líta yfir menningarsögu Evrópu af sjón- arhóli hvers tilvist engan grunaði áður. Eftirfarandi málsgrein Kielland er þó e.t.v. mikilvægust alls, þegar borin er við niðurstöður RÍM: „But my studies in Egyptian and Greek art, conducted over many years, have led me to see another vital aspect: the basic di- mension does not belong to one plane only but, as already shown, jointly to two planes perpendicul- ar to each other, thus producing three-dimensional space. This is fundamental." (s. 20.) Það er með ólíkindum að sjá þetta. Ég komst að nákvæmlega sömu niðurstöðu fyrir um 15 árum — þeirri, að goðaveldið íslenzka hefði grundvallazt á þeim horn- steini er nútímamenn nefna þrí- víd(L En það var einmitt sú niður- staða sem gerði það að verkum, að unnt var að setja fram nákvæmar afdráttarlausar tilgátur um það sem finnast mundi í Flórenz Endurfæðingarinnar. Nú vitum við, að niðurstöðunum ber saman. Það athyglisverðasta fyrir Islendinga er, að Kielland skilgreinir ekki hugtak þrívíddar- innar nánar og rannsakar ekki, hvernig það tengist hugmynda- vefnum að öðru leyti. Það er hér sem íslendingar hafa sérstöðu: til- gátur hafa verið settar fram um gjörvalla heimsbyggingu þá sem þarna um ræðir — um afstöðu hvers einstaks hluta efniviðarins til heildarinnar. Engan mun væntanlega hafa grunað, að nokk- ur möguleiki væri á þessu — sízt að unnt mundi að greina slíkt efni af Allegóríu og goðsögnum. En nú blasir þetta við — stutt nýjustu fornleifarannsóknum Norðmanna. Samkvæmt tilgátum RÍM lá þrívíddin að baki landnámi Ketils hængs og mörkun Alþingis (sjá t.d. Rammislagur 1978, s. 19). Það sem áður þótti ótrúlegt er nú eðlilegt. Nafnið sem fornmenn notuðu yfir hugtak þrívíddar var Tening- ur. Merkti það hugtak „jörð“ í fræðunum, þ.e. EFNIÐ Jörð, eitt af fimm grundvallarformum ver- aldar. Þar sem unnt reyndist að setja fram ákveðna tilgátu um staðsetningu þess hugtaks hér- lendis — að Hofi á Rangárvöllum, landnámsbæ Ketils hængs — reyndist kleift að setja upp allan þann vef er fylgdi. Það var einmitt sú tilgáta — um þrívíddarhugtak- ið sem hornstein ríkisstofnunar á miðöldum — er lögð var fram í Flórenz. Kielland sýnir, að hún skilur þetta atriði — þótt hún rannsaki það ekki nánar — þrívíddin var grundvallar hugsun- in — sá hornsteinn sem við var miðað. Og nú kemur allt í einu í ljós, að þetta hugtak er MEGINATRIÐI í kafla þeim er Algorismus nefnist eftir Hauk Erlendsson lögmann! Augljóslega var það engin til- viljun, að Hrafn, sonur Hængs, skyldi verða fyrsti lögsögumaður- inn eftir stofnun Alþingis. Allt bendir til, að hann hafi kunnað þessa fornu speki. Samkvæmt grundvallarrannsóknum RÍM var gjörvallt mælikerfi Alþingis mið- að við hugtak þrívíddarinnar að Hofi. En samkvæmt niðurstöðum Paolo Alberto Rossi, þess arki- tekts sem mest er nú talinn vita um hugmyndafræði Endurfæð- ingarinnar, var sjálf mörkun borgríkisins Flórenz miðuð við — þrívíddina. Stendur sú þrívídd enn, eitt af frægustu meistara- verkum Ítalíu, Babtistero S. Gio- vanni — talið reist á hofi guðsins Marz. Er með afbrigðum fróðlegt að sjá, hversu vel Kielland gerir sér grein fyrir mikilvægi hugsun- ar þessarar, enda þótt hún þekki hvorki rannsóknir þær er að þrí- víddinni lúta hér né í Flórenz. Stutt grein í Morgunblaðinu leyfir ekki, að bók Kielland séu gerð frekari skil að sinni. Það skal aðeins endurtekið í lokin, að það voru ekki einasta kirkjur sem féllu undir lögmál geómetríunnar í Noregi, heldur og skipasmíðin og skreytilistin. Þannig hafa mörg víkingaskip verið mæld, og sýna þau flest frábæra geómetríska þekkingu. Má þeirra á meðal nefna þekktustu skip þau sem varðveitzt hafa og kennd eru við Gokstad og Oseberg. Hefur tekizt að rekja þróun skipasmíðanna allt aftur til 1. aldar f. Kr. og er ekki vafi talinn leika á því, að vík- ingaskipin frægu hafi átt sér eg- ypzka ættfeður (sjá t.d. s. 58). En skip það sem „karfi" nefndist er álitinn eiga sér frummynd í Bys- ans, í skipi því er Grikkir nefndu „karabos". Skrautmunir þeir frá víkingaöld sem sýna mikla þekkingu á geó- metríu eru fjölmargir, og rekur Kielland speki forma og hlutfalla í djásnum og vopnum allt aftur til bronz- og steinaldar. Gefur sú niðurstaða möguleika á alls kyns samanburði við elztu menningar- samfélög Grikkja og Egypta, að ekki sé talað um fornminjar á Bretlandseyjum. Neyðumst við til að láta staðar numið hér, en nóg ætti að vera að gert: Kenningin um hugmyndafræðilega vankunn- áttu Norðurlandabúa á landnáms- öld íslands fær ekki staðist. Mun það mál enn skýrast í Morgun- blaðinu á sunnudaginn kemur. Þeir landnámsmenn sem sigldu út hingað ýttu úr vör frá samfélagi sem átti sér aldalanga hefð í land- mælingum og geómetríu. Slíkrar þekkingar var því að vænta af þeim mönnum er hér tóku land. Svo sögðu tilgátur RÍM fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.