Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 71 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Þeir sem á annaö borð baka til jóla, taka ekki sízt til höndum við smákökubakstur. Og þeir eru eflaust margir sem aldrei eða næstum aldrei baka smákökur nema til jóla. Smákökur eru hentugar kökur til að eiga í lang- an tíma. Nú þegar margir vilja aldrei eiga köku í húsinu, til að komast hjá að vera alltaf að fá sér bita, og baka heldur þegar eitthvað kemur uppá, hefur þessari tegund kökugerðar að miklu leyti verið ýtt til hliðar eða öllu heldur ýtt í áttina að jólamánuðinum. Þegar frystikistuöld gekk í garð hér, var það m.a. talið frystikistum til gildis, að hægt væri að baka jólasmákökurnar síðla sumars eða að hausti og frysta þær síðan til jóla. Aðrir voru efins um að gæðin yrðu sambærileg. Sitt sýnist hverjum, en það er nú einhvern veginn svo, að jólakökubakstur hefur allt annað inntak í desember en í september. Það er skemmtilegur liður í jólaundirbúningnum að fylla húsið kökuilmi, ekki sízt kryddkökuilmi. Ilmurinn er in- dæll og bragðið eftir því ... Nú og ekki þarf endilega að standa við baksturinn síðustu dagana fyrir jól, það er gott að ljúka honum af snemma í desember. Kökuuppskriftirnar sem fylgja eru einmitt uppskriftir af kök- um sem þola vel geymslu og batna jafnvel við geymslu. Það er ekki laust við, að ýms- um finnist nóg um allt stússið vegna jólanna og þá ekki sízt bökunar- og matarstússið. En jólin eru flestum kærkomin til- breyting í vetrarrökkrinu og til- hald í mat og drykk hefur löng- um þótt hæfa við hátíðleg tæki- færi. Og við skulum ekkert vera að láta jólafár annarra setja okkur úr jafnvægi. Spurningin er bara hvernig hver og einn vill halda jólin hátíðleg og halda svo sínu jólastriki. Ef einn hlykkur- inn á ykkar jólastriki er smá- kökugerð, þá getið þið kannski notað ykkur uppskriftirnar hér á eftir. Góða skemmtun! Skornar hunangskökur Ég hef áður verið með upp- skrift að svipuðum kökum. Þetta eru þýzkættaðar kökur, sem er reyndar víða að finna á stór- þýzka menningarsvæðinu og kallast Lebkuchen á þýzku. Þetta eru svolítið seigar kökur, bragðmiklar og ilmandi. Þær verða helzt að geymast í viku, gjarnan lengur, í þéttu íláti eða plastpoka. Þið getið smurt bráðnu súkk- ulaði á kökurnar, þegar þær eru bakaðar. Einfaldast er að dreifa súkkulaðibitum yfir óskornar, heitar kökurnar, láta bitana bráðna og smyrja þeim síðan á. Þegar kakan er ylvolg er hún skorin í bita. I súkkulaðistað er hægt að nota glassúr eða syk- urbráð sem uppskrift er að hér á eftir. Og reyndar þarf ekki að setja neitt á kökurnar, þær standa fyllilega fyrir sínu. Það hvort þið hafið kökurnar litlar eða stórar ákveður auðvit- að fjölda þeirra. Það er einkar elskulegt og hlýlegt að gefa vin- um og kunningjum eitthvað matarkyns í jólagjöf, og það er ekki úr vegi að nota kökurnar til gjafa. Þið getið þá skorið þær í væna bita og skreytt þær á ein- hvern hátt. í kökunum er heilmikið hun- ang. Athugið að verð á hunangi er ótrúlega misjafnt eftir teg- undum og búðum, t.d. eftir því hversu gamlar sendingarnar eru. Hafið því augun hjá ykkur og kannið hunangsverð í nokkr- um búðum, þar sem þið eigið leið um, áður en þið festið kaup á hunangi. Þið getið notað hvernig hunang sem er, þykkt eða fljót- andi, bara að það sé ekta hun- ang. Bragðið af hunanginu ræðst af því hvaða blóm flug- urnar sugu, og bragðið áf kökun- um ræðst af því hvaða hunang þið notið ... blandað saman um 1—2 msk af appelsínusafa og 2—4 msk af sigtuðum flórsykri. Sykurinn á alveg að leysast upp í safanum. Ef þið eigið áfengislögg sem fer vel við appelsínubragðið, þá not- ið ögn af því og heldur minna af safanum. Penslið kökurnar með þessari sykurbráð þegar þær koma úr ofninum, gjarnan eftir að þið skerið kökurnar en áður en þið takið þær í sundur. Þá drýpur eitthvað af sykurleginum niður í rifurnar. Látið svo löginn þorna vel og mynda húð á kök- unum, áður en þið gangið frá þeim. Þessi sykurbráð gerir kök- urnar svolítið klístraðar við- komu. Sveskjukbkur Hér kemur uppskrift að smjörríkum kökum, með púður- sykri og döðlum. í stað daðlanna SMAKÖKUBAKSTUR 500 g hunang 300 g púðursykur 200 g gróft hakkaðar möndlur 100 g orangeat (sultaður appel- sínubörkur) eða súkkat 100 g súkkat 2 tsk kanell Vt tsk kardimommur Vi tsk allrahanda 11 tsk múskat eða masi (á ensku mace) 2 tsk pottaska um 500 g hveiti 1. Sjóðið saman hunang og púðursykur, látið suðuna koma upp tvisvar, þ.e. takið pottinn af á milli. 2. Blandið saman orangeatinu og súkkatinu og möndlunum í skál og hellið hunangsleginum yfir. Bætið kryddinu í og látið þetta kólna svolítið. 3. Hrærið pottöskunni og 2 msk af hveitinu saman og bland- ið þessu í hunangsmöndlublönd- una. Hrærið um 400 g af hveit- inu út í og afganginum hnoðið þið í deigið eftir því sem þarf. Deigið er nokkuð klístrað fyrst í stað. Látið deigið jafna sig í um 2 klst, ef þið hafið tíma til. 4. Fletjið deigið út, það er bezt að gera það milli tveggja smjörpappírsarka. Deigið á að vera um 1 cm á þykkt. Hafið það á smjörpappír á bökunarplöt- unni. Látið nú deigið standa í um M sólarhring, eða yfir nótt. Hafið ekki áhyggjur þó þið kom- izt ekki til að baka það strax að þessum tíma liðnum. Það þolir vel um 1 sólarhring í viðbót. 5. Setjið ofninn á 175°. 6. Bakið deigið í um 20 mín, eða þar til það virðist vera bak- að. Takið plötuna út og skerið kökuna í litlar kökur, eða eins og ykkur hentar. Ef ykkur sýnist svo, getið þið getið þið notað aðra þurrkaða ávexti, eina eða fleiri tegund. Og ef ykkur sýnist svo, getið þið notað súkkulaðibita í deigið, einnig möndlur. En haldið ykkur við 400 g af þessu. Ef þið viljið, getið þið kryddað kökurnar. Þessar kökur er bezt að geyma í þéttu íláti, gjarnan í kæli. Það er áríðandi að láta kök- urnar kólna vel, áður en þeim er pakkað, því annars festast þær saman í nokkuð þéttan kökk sem er erfitt að ná í sundur þannig að kökurnar sleppi heillegar úr kösinni. Kókurnar eru fremur mjúkar. Bragðgóðar og fljótleg- ar kökur. 300 g smjör 300 g púðursykur 3egg 400 g döðlur eða adrir hurrkað- ir ávextir 500 g hveiti 1 tsk matarsódi 1. Setjið ofninn á 200° 2. Smjörið á að vera mjúkt. Þeytið það með púðursykrinum, svo það verði kremkennt. Eggin eru þeytt saman við, eitt og eitt í einu. 3. Saxið ávextina og bætið þeim í ásamt þurrefnunum. Hrærið deigið, svo það samlagist vel. Setjið það í toppa á smurða plötu og bakið í um 10 mín. Þetta verður um 100 kökur. Það er til þæginda að nota smjörpappír á plöturnar, til þess að þið þurfið ekki að þvo þær á milli, ekki sízt ef þið hafið í naumara lagi af plötunum. Og ef þið eruð í stór-smákökubakstri, er smjörpappírinn alveg til stórkostlegra þæginda. Auk þess ætti vandamálið með smákökur sem hafa samlagazt bökunar- plötunni að vera úr sögunni. Samtíningur I haust nefndi ég að það væri engin ástæða að hætta til að glóðarsteikja úti pó veður kóln- aði, og þetta er enn í fullu gildi. En alvön og þrautreynd útiglóð- unarkona benti mér á, að eftir því sem kólnaði þyrfti meira af kolum. Þetta liggur í augum uppi og sér hver maður — þegar manni hefur verið bent á það. Ég hafði ekki hugsað út í þetta og kannski er líkt á komið fyrir öðrum. Það er reyndar ekki nauðsynlegt að steikja kjötið al- veg úti, það er hægt að láta sér nægja að láta það stikna úti um stund, bara rétt til að fá þetta eina sanna grillbragð. Verðlagsstofnun, eða öllu heldur starfsmenn hennar, hafa rétt neytendum hjálparhönd upp á síðkastið með verðkönnunum sínum. Slíkar verðkannanir ættu bæði að geta sýnt okkur verðmun einstakra vörumerkja, en ekki sízt minna þær okkur á að huga vel að verði þessarar og annarrar vöru og svo verðmis- mun milli búða. Það veitir svo sannarlega ekki af að huga ögn að þessum málum. Ef okkur finnst við hafa lítinn tíma til að standa í slíku stússi, þá sakar ekki að hafa í huga, að eiginlega erum við á kaupi hjá okkur sjálfum meðan við leitum eftir hagstæðustu kaupunum, því vafalaust finnum við oft ódýrari vörur, ef við gefum okkur tíma til að líta í kringum okkur. Vissulega getur dýrari vara stundum verið betri. Það verður að meta í hvert skipti. Ef við erum tilbúin til að trúa og treysta að uppþvottalögur sem er helmingi dýrari en sá við hlið- ina skili okkur helmingi hreinni diskum, þá við um það. Og ef við trúum að grænu baunirnar sem eru helmingi dýrari en þær ódýrustu séu jafnframt beztu baunirnar og með því að kaupa þær fáum við mest fyrir pen- ingana, þá við um það. En það sakar ekki að staldra við öðru hverju og hugleiða hvort gæði vöru séu í samræmi við verðið. Og það er frábært, að verðlags- stofnunarmenn veki upp þá þanka. Við hljótum að þakka hjartanlega fyrir viðleitnina og fylgjast spennt með ... Kýpurfari hafði samband við mig um daginn og benti mér á kýpverskt vín, sem e.t.v. mætti nota í stað ítalska vínsins, mars- ala, í eggjasósuna zabaglione, en að henni var uppskrift hér fyrir nokkru. Vínið heitir Grand Commandaria, sætlegt heitvín og sómir sér vissulega vel í zab- aglione. Ábendinguna þakka ég og kem henni hér með áleiðis. I næsta þætti ætla ég að víkja örlítið að matarjólagjöfum, hvernig við getum glatt hvert annað á hlýlegan . og einfaldan *^/5\' hátt „Strand" Hólmadrangs: Athugasemd frá skip- stjóranum á Magna Hr. ritstjóri! Vegna f réttar í blaði yðar 3. des- ember á bls. 2, þar sem sagt er frá „strandi" hins nýja togara Strandamanna, Hólmadrangi, við sjósetningu, vil ég biðja Mbl. að birta eftirfarandi: í viðtali við forstjóra Stálvíkur er að því látið liggja að dráttar- báturinn „Magni" sé á einhvern hátt viðriðinn óhappið. Þar eð ég undirritaður er skipstjóri á Magna og var viðstaddur er óhappið varð, og hafði mjög gott útsýni yfir vettvanginn eru mér allar aðstæð- ur ljósar. Helstu atvik eru þessi: Áður en skipið var sjósett var taug komið á milli togarans og „Magna", en hann lá þá inni í sjó- setningarrennunni. Hlutverk Magna var að toga í skipið til þess að koma því af stað af bygg- ingarplaninu. Þegar skipið var laust og rann af stað á miklum hraða niður í sjó, slaknaði á drátt- artauginni milli skipanna. Var „Magni" þá settur á drjúga ferð áfram og átti ég von á því að skip- ið flyti og fylgdi Magna eftir. Skyndilega fær Hólmadrangur mikla slagsíðu til bakborða og stöðvaðist síðan snögglega. Voru þá vélar „Magna" settar á fulla ferð afturábak en það var um seinan. Það rykkti mikið í drátt- artauginni og síðan slitnaði hún. Sat togarinn síðan fastur í miðri sjósetningarrennunni með aftur- endann fastan í botni, en fram- endann á floti. Var nú reynt að draga togarann á flot með Magna og „Þrótti", hafnsögubát frá Hafnarfirði. En það tókst ekki. í umræddri frétt blaðsins er sagt að Hólmadrangur hafi verið 11 til 12 metra út úr sjósetningar- rennunni. Hér er um algjöran misskilning að ræða. Togarinn flaut aldrei og gat því alls ekki hafa rekið undan vindi. Aftur á móti snerist fram- endi togarans, sem flaut eins og fyrr segir, sitt á hvað eftir því sem dráttarbátarnir tóku í skipið. Ég biðst eindregið undan þeim vafasama heiðri að Magna sé blandað í þetta mál, enda slitnaði dráttartaugin eftir og vegna þess að skipið stöðvaðist, en ekki áður, eins og gefið er í skyn í umræddri frétt. A ljósmynd þeirri sem frétt- inni fylgdi í Mbl. má greinilega sjá hve skipið er langt frá grjótgarð- inum að aftan en framendinn hef- ur snúist að garðinum. Þá má einnig sjá á umræddri ljósmynd að dýpkunarskipið Sandey II er að moka upp úr rennunni garðmegin við Hólmadrang. Um ástæður óhappsins geri ég ráð fyrir að bæði ég og forráða- menn skipasmíðastöðvarinnar gerum okkur fulla grein fyrir, en nóg um það. Það gleður mig að togarinn sé kominn í örugga höfn og óska ég eigendum hans og Stálvík hf. til hamingju með þetta fallega og vandaða skip. Ég hef verið við að draga alla fyrri fjóra skuttorgara Stálvíkur á flot og skilað þeim til hafnar án nokkurra óhappa og vona að smá- misskilningur verði ekki „vík milli vina". Með þökk fyrir birtingunaþ Reykjavík, 3. desember, Jóhannes lngólfsson skipstjóri á IVlagna Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.