Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 77 líf og ekki í frásögur færandi. Og það var ekki bara brauðstritið. Menn gáfu sér tíma til að sinna félagslífi í sveitinni. Ungmennafé- lag hafði verið stofnað í Gaulverjabæjarhreppi árið 1908, það var töluvert líf í því. Það hélt uppi skemmtunum, sem oft lukk- uðust vel, vom bara góðar. Margir höfðu áhuga á leikstarfssemi. Jú, ég tók þátt í henni. Ætli ég hafi ekki leikið í upp undir tuttugu leikritum. Mér fannst einna skemmtilegast að fara með hlut- verk Jóns gamla í Tengdamömmu eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Við þurftum að leggja á okkur auka- snúninga, frá mér var klukkutíma ferð hvora leið á æfingar. En mér fannst þetta svo skemmtilegt. á árum áður, og höfðu lítinn af- rakstur af. Bærinn í Meðalholti var upphaflega byggður 1895, stofuhús var reist 1907 og dugði vel og ég bætti við baðstofu 1924, sem stendur nú enn. Þetta var reisulegasti bær og hefur þó látið á sjá síðustu árin, eins og gengur. Það kom til mála, að Árbæjarsafn fengi húsið og flytti það, en varð ekki úr því. — Nú, svo fluttum við hingað til Reykjavíkur árið 1969 og konan mín dó fimm árum siðar. Hér bý ég hjá Ásdísi Lárusdóttur fóstur- dóttur okkar og uni hag mínum vel nú orðið og kann eiginlega ágætlega við mig í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að við tókum okkur upp? Ja, ég var orðinn vitleysa, að kippa fólki út úr at- vinnulífinu, ef það treystir sér til að starfa. Ég er ekki að segja að það séu allir jafn lánsamir og ég hvað heilsufarið snertir og þegar þar að kemur verð ég auðvitað að sæta því. Skárra væri það annað. Mér hefur lánazt meira en mörg- um og verið margt gott gefið. Og vinnan við húsgögnin er ekki al- deilis eins erfið og sveitavinnan var — að maður tali nú ekki um skútuvinnuna — maður lifandi og var maöur þó í blóma lífsins. Nú er ég farinn að tapa dálítið sjón, svo að ég á erfitt með að lesa. Hingað til hefur það ekki háð mér við starfið, það er helzt ef ég þarf að rýna í smáletur að ég verð að nota stækkunargler. Afnuelisbarnið bélt raeðu og þakkaði ijrir sig en margir urðu til að hciðra hann i vinnustaonum. Konan mín var nú ekki að ráði í leikstarfseminni, en hún hafði ekkert á móti því að ég vasaðist í þessu. Sjálf söng hún árum saman i kirkjukórnum og söngmennt var þarna bara góð held ég. Aftur á móti hafa þeir ekki þótt sérlega hagmæltir í Flóanum. Eins og ég sagði voru að hefjast fyrir alvöru breytingar á búskap- arháttum í sveitum og ég held, að bændur hafi verið tiltölulega fljót- ir að laga sig að breyttum aðstæð- um og tileinka sér nýjungar, sem mörgum þóttu ævintýralegar nokkuð. En allt var þetta bændum til hagræðingar, auðveldaði störf við búskapinn, menn skildu það og kunnu að meta það. Kannski ekki furða, er það nokkru lagi líkt, hvað menn púluðu og þræluðu hér eitthvað heilsutæpur, átti erfitt með svefn og svo var gigtin farin að angra mig. En allt þetta hefur nú lagazt. Eg byrjaði að vinna í Víði 13. janúar 1965. Ekki held ég að ég hafi nú kunnað mikið. En ég hef haft góðan húsbónda þar sem Guðmundur er og samstarfsfélag- ar mínir mestu prýðismenn. Þótt ég kynni ekki mikið inn á smíða- vinnu, þá er svo sem ekki alveg þar með sagt, að ég hafi ekki snert á henni. Það voru ekki góðir bændur, sem ekki voru búhagir og gátu smíðað svona öll venjuleg áhöld til heimabrúks. Svo að kannski var ég ekki með öllu óvan- ur. Ég hef aðallega verið í því að setja saman stóla. Ég vinn átta tíma á dag og er ánægður með það. Ég held, að það sé voðaleg Á veggnum slær klukkan hálf sex. Hún er meira en hundrað ára og er af heimili foreldra Hannesar og hefur verið í hans nálægð síðan hann man eftir sér. — Verkið í henni er í fínu lagi, strækar aldr- ei, það er svona með margar af þessum gömlu klukkum — góðar þótt gamlar séu. Hannes fylgir mér til dyra, það var verið að undirbúa veizlu. Hann ætlar þó fyrst í vinnu, „skárra væri að fara að skrópa, þótt maður verði níræður." Texti: Jóhanna KristjónsdóUir SLÍPIROKKUR Rafdrifnir 3 stærðir. Þyngd3-8kg. Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 Finnsku skinnkuldahúfurnar Ný sending RAMMAGERDIN HAFNARSTRÆTI19 SIRIUS hjúpsúkkulaóió kemstekki aljtof alla leió a tertumar! Það vill til að hjupsúkkulaðið er selt í stórum pökkum, því ending þess í eldhússkápnum er óvenju lítil! Hjúpsúkkulaðið er nefnilega úr hreinu súkkulaði eins og allar aðrar súkkulaðivörur frá Nóa og Síríus. JMOD «-\>s^/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.