Morgunblaðið - 05.12.1982, Side 32

Morgunblaðið - 05.12.1982, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Gene Hackman Glefsur úr viðtali Mike Bygrave Gene Hackman hefur notið töluverðrar sérstöðu í stétt kvikmyndaleikara síðan hann lék í hinni frægu mynd „The French Connection" og fékk raunar Óskar fyrir. Áður hafði hann verið í mynd Warren Beatty, Bonnie og Clyde, en það var síðan í næstu mynd sem hann skóp sér þetta orð. Gene Hackman er í sjálfu sér kannski upphaf þeirrar manngerðar kvikmyndaleikara sem síðan hafa verið ráðandi í Bandaríkjunum að minnsta kosti; ekki var hann ægifagur ásýndum, hvorki var hann snareygður né dökk- hærður, í raun og veru var hann þegar grannt er skoðað heldur ófríður. Samt vann hann hugi og hjörtu kvikmynda- hússgesta, hann varð einn af „stjörnum stjarna", virtur og metinn ekki síður fyrir list sína en hversu mjög myndir hans drógu að sér áhorfendur. Hackman er mikill vinnumaður í bezta skilningi orðsins, að sögn vina hans. Á árunum 1971 og til 1978 lék hann í fimmtán kvikmyndum. En það reyndist meira að • segja honifm ofviða. Hann skildi við konu sína — sem hann hefur nú að vísu tekið aftur saman við — hætti að leika í kvikmyndum og hvarf sjónum manna lengi. Úr „einangruninni" hefur hann nú nýlega snúið aftur. Sjálfur gerir hann sér grein fyrir hvað fór úrskeiðis. „Ég lék í fjórum slæmum kvikmyndum í rykk: Lucky Lady, The Domino Principle, A Bridge Too Far og March or Die. Eg hefði átt að láta staðar numið eftir Lucky Lady og snúa mér að því að gera kröfur á ný — kröfur um hlutverk og ekki um peninga. En ég gerði það ekki fyrr en of seint. Ég man sér- staklega eftir þegar við vorum að vinna March or Die. Ég vissi að þetta var vond mynd, vissi að ég var sjálfur óboðlegur. Samt lét ég mig hafa j>að til enda. En þá var mér nóg boðið. Ég ákvað að hætta áður en ég yrði neyddur til að gera það.“ Um þessar mundir er langt komið töku á fyrstu myndinni sem hann leikur í eftir fjögurra ára hlé, Eureka. Með önnur stór hlutverk fara Rutger Hauer og Theresa Russel og Bretinn Nicholas Roeg stjórn- ar. Þann dag sem blaðamaður „You“ hitti Hackman að máli í heitri Jamaicasól- inni, hafði hann verið myrtur. Síðar þann dag horfðum við á þegar nákvæm eftirlíking af honum var brennd til bana. Hackman sagðist telja sig vita, hvernig brúðunni væri „innanbrjósts". „Skrýtin tilfinning" sagði hann. Mér finnst óþægi- legt að horfa á „mig“ svona. Annars þyk- ir mér alltaf óþægilegt að horfa á sjálfan mig á kvikmynd. Ég geng út frá því að ég sé tvítugur, svo að það er býsna óþægi- legt að fá staðreyndir reknar upp að nef- inu.“ Á þeim tíma sem Gene Hackman lék í mörgum kvikmyndum á ári, fékk hann einnig orð á sig fyrir að vera hinn mesti ófriðarseggur og uppátektir hans þóttu ekki alltaf við hæfi. Félagar hans í grín- inu voru þeir Robert Duvall og Dustin Hoffmann. Hackman segist minnast þessara daga en hins vegar sé þetta liðin tíð og eigi ekki við lengur. Hackman er þekktur að því að vera ekki mikil félagsvera i gieði og glaumi Hollywood. Hann telur sig hafa ýmislegt skemmtilegra við tímann að gera og hann hefur öðlast áhuga á að kynnast kvikmyndagerðinni ekki aðeins sem leik- ari, hann hefur fengið þá bakteríu sem ýmsir kvikmyndaleikarar hafa fengið og spreytt sig á með misjöfnum árangri — þ.e. kvikmyndaleikstjórn. En auk þess hefur hann mikinn áhuga á alls konar tækninýjungum og tæknibrellum, sem hann sér að hægt er að framkvæma með myndavélinni. Gene Hackman er nú 51 árs, mjög rík- ur, áhrifamikill þar sem hann beitir sér, óumdeilanlega einhver sérstæðasti leik- ari Bandaríkjanna, að minnsta kosti í kvikmyndunum. En brautin hefur stund- um verið þyrnum stráð. Hann rifjar upp þegar hann var rekinn úr myndinni The Ur frægustu myndum hans: Reds, The French Connection og Bonnie and Clyde. í hlutverki sínu í Eureka. Graduate, en Dustin Hoffmann hafði tryggt honum hlutverk hr. Róbinson. „Það var erfið reynsla. Ég var rekinn eftir nokkrar æfingar. Ég gat ekki gefið það sem leikstjórinr. ætlaðist til af mér. Auðvitað var þetta mér að kenna. Það tekur að minnsta kosti tíu ár að verða almennilegur leikari. Þess vegna skiptir út af fyrir sig engu hvenær menn byrja. Það er ekkert sem kemur í stað reynsl- unnar. Sjálfur er hann talandi dæmi um leikara sem kemur býsna seint fram á sjónarsviðið. Hann var á fertugsaldri og hafði unnið ýms ígripastörf í kvik- myndaverum og farið með minniháttar hlutverk í nokkrum kúrekamyndum. Hann hafði hætt í skóla ungur og lagði fyrir sig leiklist en varð ekkert ágengt lengi vel. Sjálfur segir hann:„Ég veit ekki hvort ég vaknaði einn góðan veðurdag og sagði við sjálfan mig, ég ætla að verða kvik- myndastjarna. Það var fjarskalega auð- velt fyrir mig að gera mér grein fyrir því að ég var ákaflega lítið líkur Errol Flynn. Þegar ég hafði gert mér grein fyrir þessu reyndi ég að stappa í mig stálinu: Þó að þú sért ekki beinlínis eftir- mynd Errol Flynn er ekki þar með sagt að þú getir ekki orðið leikari ...“. Eg hugsaði svo sem aldrei út í hvort ég yrði frægur eða hvort mér myndi mistakast. Ég held að fyrir mig hafi meginmálið verið að leggja mig fram. Nú — það tók sinn tíma. Svo lánaðist mér allt og það steig mér til höfuðs. Sem betur fer áttaði ég mig. Hin raunverulega ástæða fyrir því að ég hætti að vinna um hríð er að mér skildist líka að leikari er dæmdur eftir þeim kvikmyndum sem hann velur að leika í. Og eftir hverju ætti annars að dæma þá. Ef maður er nafn er maður hundskammaður fyrir vonda mynd og að hafa valið að leika í henni. Því að sé maður nafn hefur maður efni á að vera kostbær. Það var ég ekki á tímabili. Það er öðruvísi að leika á sviði. Og nú langar mig að spreyta mig á leiksviðinu. Mig langar að leika í verkum höfunda eins og O’Neill, Williams, Inge. Ég er fyrst og fremst afar feginn að niðurstaða mín eftir hvíldarárin skuli vera, að enn lang- ar mig ...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.