Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 94 Maraþonið er hafið Maraþontónleikar SATT hóf- ust í gær kl. 14 í Tónabæ meö leik hljómsveitarinnar Þeyr. Ætluöu þeir aö leika eitthvaö frameftir degi, en stöan tóku aörir við. Ekki er víst aö allir hafi gert sér fulla grein fyrir því hversu mikiö fyrirtæki þessir maraþon- tónleikar eru. Til þess að skýra þaö út í sem stystu máli þurfa 60 hljómsveitir aö leika i 6 klukkutíma hver til þess aö heimsmetiö náist. Er þá miðað víö aö hver hljómsveit leiki aö- eins einu sinni. Eins og fram hefur komiö koma allar hljómsveitir fram þarna endurgjaldslaust. Aö tónleikunum loknum, sem væntanlega verður ekki fyrr en 19. des., veröur dregiö úr nöfn- um þeírra hljómsveita, sem luku viö 6 klukkustunda skammtinn. Sú heppna fær 6000 króna verðlaun. Þá verður einnig dregiö úr nöfnum þeirra, sem komast yfir hámarks- skammtinn, en þaö eru heilir 12 tímar. Þar eru verðlaunin 20 tímar í hljóöveri. Aö því er Járnsíöan hefur hermt hefur ein hljómsveit boö- ist til þess aö leika samfleytt í heilan sólarhring. Var ekki búið aö ákveða hvort þvi boöi yröi tekiö eður ei. Tekiö skal fram, aö þótt leikiö veröi allan sól- arhringinn veröur Tónabær ekki opinn á nóttúnni. Hins vegar munu eftirlitsmenn, m.a. frá Heimsmetabók Guinness, veröa á staönum og sjá um aö öllum reglum sé framfylgt. Stuðmenn vakna á ný Stuömenn eru ekki dauöir úr öllum æöum og hafa ákveó- ið að vakna til lífsins á ný á milli jóla og nýárs. í tilefni sýninga á kvikmynd- inni „Með allt á hreinu" ætla þeir að efna til nokkurra tón- leika, en þeir hafa enn ekki verið auglýstir. Hitt er víst aö margur bíöur spenntur eftir þeim félögum. Toppurinn austan hafs og vestan Bretland. 1. I don't wanna dance/ EDDY GRANT 2. Heartbreaker/ DIONNE WARWICK 3. Mad world/ TEARS FOR FEARS 4. (Sexual) healing/ MARVIN GAYE 5. Theme trom Harry's game/ CLANNAD 6. Mirror man/ HUMAN LEAGUE 7. The girl Is mine/ MICHAEL JACK- SON OG PAUL MCCARTNEY 8. Young guns/ WHAM! 9. Maneater/ HALL AND OATES 10. Do you really want to hurt me/ CULTURE CLUB Bandaríkin: 1. Truly/ LIONEL RICHIE 2. Gloria/ LAURA BRANIGAN 3. Maneater/ HALL AND OATES 4. Up where we belong/ JOE COCKER OG JENNIFER WARN- ES 5. The Girl is mine/ MICHAEL JACKSON OG PAUL McCARTNEY 6 Steppin’ out/ JOE JACKSON 7. Mickey/ TONI BASIL 8. Dirty laundry/ DON HENLEY 9. Muscles/ DIANA ROSS 10. It's raining again/ SUPERTRAMP Grýlurnar í hlutverkum sínum sem Gærurnar í myndinni „Með allt á hreinu". „Með allt á hreinu“: Platan komin og myndin væntanleg Þá er biöinni lokiö. Platan úr myndinni „Meö allt á hreinu", sem þeir Stuömenn (Þursar?) tóku upp í sumar meö dyggilegri aöstoö Grýlanna er komin á markaö. Plat- an er aöeins forsmekkurinn aö því sem koma skal því sjálf kvikmynd- in veröur frumsýnd þann 18. des. í Háskólabíói. Á þessari umræddu plötu er aö finna ein 13 lög úr myndinni. Þaö eru Stuðmenn og Grýlurnar, sem flytja tónlistina meö hjálp nokkurra aöstoðarmanna. Plata þessi hefur aö geyma meginhluta þeirra laga, sem hljómsveitirnar léku á feröalagi sínu um landiö í sumar og þá var ekki annaö aö heyra en þau féllu aldeilis í kramið. Þau ættu því ekki aö vera óvelkomin sisona rétt fyrir jólin. Á meöal laga má nefna: „Is- lenskir karlmenn", „Maó gling“, „Viö viljum franskar", „Úti í Eyj- um“, „Ekkert mál" og „Reykingar", auk fleiri laga. Það er útgáfufyrirtækiö Bjarma- land, sem gefur plötuna út. Bjarmaland? kunna einhverjir aö spyrja. Nei, þetta er ekki nýr ís- lenskur plöturisi, heldur útgáfufyr- irtækiö aö baki myndinni og plöt- unni. nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur Michael Schenker Gropu/Assault attack: Heilsteyptasta platan frá Schenker til þessa ★ ★★★ Já, Michael Schenker er svo sannarlega í essinu sínu á nýjustu plötu MSG, Michael Schenker Group, sem ber nafniö „Assault Attack“. Aö vanda fer gítarleikar- inn glóhæröi á kostum þótt stund- um hafi öflugri tilþrif heyrst af hans hálfu, en þaö sem nú gerir útslagiö er aö þeir, sem leika meö honum á plötunni, mynda saman afbragös- góöa sveit. Ted McKenna hefur vart í annan tíma barið húöirnar betur. Graham Bonnett syngur eins og bárujárns- rokkurum er einum lagiö og Chris Glen plokkar bassann af innlifun og öryggi og oft á mjög óvenju- legan hátt frá því sem maöur á aö venjast úr þessari tegund rokks. McKenna tók viö af Cozy Powell og skilar sínu mjög vel. Bonnet geröi eiginlega ekkert annaö meö sveitinni en aö syngja inn á þessa plötu, svo stutt var vera hans í henni, en nærvera hans gerir það m.a. aö verkum aö „Assault Att- ack“ er besta plata MSG. Glen er bassaleikari, sem aldrei hefur hlot- iö þaö hrós, sem hann á skiliö. Um tima var ég farinn aö óttast aö Schenker ætlaöi að staöna í sinni tónlist, en þessi plata tekur af öll tvímæli. Lög hans eru ferskari og um leiö kröftugri en áöur. Platan hefst á hörkukröftugu lagi, „Assault Attack", og á eftir fylgir öflugur blúsari, sem einkenn- ist mjög af rífandi söng Bonnet. „Dancer“ er dálítiö „commerciar lag, en gott sem slíkt og lokalag fyrri hliöarinnar hefur aö geyma eina „ekta" Schenker-lag plötunn- ar, „Samurai", sem sett var saman á tónleikaferö MSG um Japan. Síðari hliöin er enn hressari. Hún hefst á tveimur lögum, sem ekki geta á neinn hátt svariö sig í ætt viö Schenker og síöan kemur lagiö „Searching for a Reason", sem er dulitiö poppaö fyrir minn smekk. Öllu popphjali er hins veg- ar rutt úr vegi í lokalagi skífunnar, „Ulcer". Þar er allt á útopnu frá fyrstu sekúndu til hinnar síöustu. Kórónan á góöri plötu. Þaö skapar Michael Schenker ætíö verulega sérstööu á meöal gítarleikara bárujárnsrokksins, aö hann er ákaflega melódiskur þegar hann vill þaö viö hafa. Þegar fít- onskraftur eins og á „Assault Att- ack“ bætist ofan á verður útkoman vægast sagt töfrandi. Sonus Futurae/Þeir sletta skyrinu Fyrsta flokks tölvupopp ★ ★★★ Sannast sagna var ég farinn aö gefa þær vonir upp á bátinn, aö íslendingar eignuöust nokkru sinni almennilega tölvupoppsveit. Son- us Futurae hefur látiö vonirnar rætast. Tölvupopp þeira þremenn- inga úr því ævaforna (og landsins besta) menntasetri er í stuttu máli afbragösgott. Eins og fram hefur komiö á Járnsíöunni er Sonus Futurae skipuð þremenningunum Jóni Gústafssyni, Kristni R. Þórissyni og Þorsteini Jónssyni. Hljóöfæra- leikur er í höndum þeirra tveggja síöastnefndu. Þeir eru báöir há- menntaöir í tónlist og slikt kemur alls staöar aö góöum notum, jafn- vel í tölvupoppi. Á piötunni eru sex lög, hvert ööru betra. Þau eru byggö upp í kringum lítil og snotur stef og loka- lag plötunnar er gullfalleg ballaöa, eitthvaö þaö Ijúfasta sem heyrst hefur í þessari tegund tónlistar. Hljóögervlarnir skemmtilega not- aöir og rokk-gítar og saxófónn gefa tveimur laganna ferskan blæ. Textarnir eru flestir hverjir hinir ágætustu og taka á ýmsum mál- um, sem eru ofarlega á baugi. Þaö eina, sem í raun er hægt að finna aö þessari plötu, er aö söng- urinn heföi á köflum mátt vera ðgn beittari. Söngur er reyndar þaö vandamál, sem flestar sveitir eiga viö aö glíma hér á landi, og söngv- arar í anda tölvupopps eru vand- fundnir í ekki stærra þjóöfélagi. Hvaö sem því líöur er ekki hægt annað en aö lýsa yfir eindreginni ánægju meö þennan grip. Pat Benatar/Get nervous: Skvísan er stöðnuð! ★★★ „Pat Benatar hefur tekiö sig á eftir síöustu plötu" las ég í ein- hverri auglýsingu. Nokkuö er til í því, en átak hennar nægir engan veginn til aö lyfta henni upp á þann stall, sem hún var á í kjölfar tveggja fyrstu platna sinna. Eftir þriöju plötuna hennar lækkaöi frægöarsólin illilega og meö þeirri fjóröu, „Get nervous", gerir hún ekki mikiö betur en aö haida í horf- inu. Þessi plata Benatar á ekki eftir aö afla henni neinna óhemju vin- sælda. Fólk sem þekklr hana kaupir plötuna, en mér þyklr hæp- iö aö aörir veiti henni eftirtekt. Þó eru þarna tvö lög, sem gætu oröiö vinsæl, „Anxiety" og „The victim". Bæöi eru á fyrri hliö plötunnar. Kannski er Benatar einfaldlega oröin stöönuö. Hitt er kannski lík- legra, aö hún reyni aö troöa veg sölumennskunnar fremur en aö rífa sig út úr deyföinni og láti því allar pælingar lönd og leiö. „Only in it for the money" er kannski hennar mottó, hver veit. Ég efast ekki um sönghæfileika Pat Benatar, en meö jafn „flötum" lögum og raun ber vitni er ástand- iö ekki nógu gott. Hlutirnir eru vel geröir á þessari plötu, en þreytu- merki komin fram. Slíkt er aldrei vænlegt í poppinu. Af hverju annað safn? Sveinarnir þrír í Sonus Futurae. ★ ★★ Hljómsveitin Eagles var vafalítiö ein af vinsælli sveitum Bandaríkj- anna á meðan hún var og hét. Plötur hennar seldust heiftarlega og allar tónleikahallir fylltust á svipstundu þar sem hún fór um. Svo hætti Eagles. En það er meö þessa hljómsveit eins og aörar vinsælar, aö nafniö er blóömjólkaö eins lengi og pen- inga er von úr þeirri átt. Þó er Eagles alls ekki versta dæmiö um slíkt. Nokkuö er nú um liöiö frá því samansafn bestu laga sveitarinnar kom út, en nú er búiö aö hnoöa ööru safni saman. Ber þaö nafniö II, rétt eins og Rocky og allar hinar bíómyndirnar, sem sýndar eru endalaust. Á þessari samansafnsplötu er aö finna gullkorn Arnanna frá því á árunum 19761980. Ef einhver man ekki eftir þeim er rétt að minna á lög eins og „Hotel California“, „Heartache Tonight", „Victim of Love“ o.fl. o.fl. Alls eru 10 lög á þessari plötu og hún ágæt sem slík, en ég er á þeirri skoöun aö ein safnplata meö Eagles heföi átt aö nægja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.