Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 1
»ggimWtoftift Miðvikudagur 8. desember - Bls. 33-56. Björnstjerne Björnson íbúðarhúsið sem Björnson lét byggja að Aulestad. 150 ár frá fæö- ingu skáldsins Björnstjerne Björnson á svölunum í Aulestad í ár er hálf önnur öld frá fæðingu Björns- tjerne Björnson; var fæddur 10. desember 1832. í tilefni af því rit- ar norski rithöfundur- inn Knut Ödegárd með- fylgjandi grein. Það er skrýtið með háþrýsting og lágþrýsting, úrkomuna og hræringar í loftvoginni: í nítján stiga frosti er ég á leið til skrif- borðsins í upplýstu húsi, sem stendur handan víðs frosins vall- ar. Ég ætla að fara að leysa af hendi yerk, sem er því nær óvinn- andi: Ég á að skrifa um Björnson, eins og allt hafi ekki verið áður sagt um hann. Minningu skýtur allt í einu upp í huga mér. Þá var líka kalt kvöld. Nýbakaður stúdent, í andlegu svelti, er ég á gangi yfir frosna jörð, það hljóta að vera ein fimm- tán ár síðan. Baksandi kem ég með tóbaksböggul, sem ég keypti á uppboði fyrir fimm krónur. Bækur að óséðu, þér þarna! Gerið boð! Sjálfsagt eitthvert rusl. Mér er sleginn böggullinn á augabragði. Og allt til þessa dags hef ég aldrei fest fé mitt betur. Ánægjan lætur ekki á sér standa, þegar ég hef komizt leiðina á enda, þrútinn í andliti og blárauður í framan við umskiptin að koma utan úr kuld- anum og inn í hlýja íbúð: Lars safnaði, Aasen safnaði, stórkost- legt. Og nú: bók illa heft, gul af elli og með daufri áletrun: „Björn- stjerne Björnson. Hátíðarrit vegna sjötugsafmælis hans. Kaup- mannahöfn MDCCCCir. Sem Raumsdælingur var ég að sjálfsögðu svo að segja fæddur til að vera aðdáandi Björnson, ómeð- vitað, og með sönglistina í kvæð- um hans sem heimanfylgju. Ég leyfi mér að halda því fram: Sú gleði er ekki til sem jafnað verður við þá reynslu að finna þau orð sem skýra það sem þig grunar. Af því að ég þekkti Björnson einungis sem persónulegt mál (og ég tel að það sé vanalegt meðal tilfinn- inganæmra unglinga, sem ég var einn af, að finnast skapaðar verur bókmennta ekki síður nálægar en svokallaðir verulegir menn). Af því að mér fannst svo vera, fann ég lika sjálfskýringu í gulnaða heftinu frá 1902 (ég trúði því að minnsta kosti). Einkum var það „Björnsons-goðsögnin" eftir Vil- helm Andersen, sem veitti fiðring af uppgötvunargleði. Fæddur og alinn upp í nokkuð síðkomnu grundtvigsku umhverfi, þar sem bæjar- og bændamenning áttu hvor sinn hlut, en Snorra að miðpunkti (ég ræði um árin eftir seinni heimsstyrjöldina!) og með Óðin og Þór sem áþreifanlegan veruleika í skuggum bernskuheim- ilisins og Jesúm sem undirstöðu- atriði mildinnar og þar að auki bráðþroska — þá hafði ég einkar góð skilyrði til að skynja „skýr- ingarfyrirmynd" Vilhelm Ander- sens að könnun á Björnson. Mér verður hugsað til þess, að hjá Vilhelm stóð, að minnsta kosti var meiningin sú, að þar sem Ibsen er af anda óðins, þá er Björnson öllum öðrum fremur eftir Knut Odegard rithöfund Um langt skeið var Björnstjerne Björnson einn kunnasti erlendur rithöfundur á íslandi. Ófáum verkum hans hefur verið snúið á íslenzka tungu. Þýðandi hefur þá helzt í huga sveitalífssögur hans: Sigrúnu á Sunnuhvoli og Kátur piltur (En glad gut), sem Jón Olafsson þýddi, og Arna í þýðingu Þorsteins Gíslasonar. Einni af viðamestu sögum hans, Á Guðs vegum (Pá Guds veje), sneri Bjarni frá Vogi á íslenzku. — Hvað kvæðaþýðingar snertir hefur Matthías Jochumsson mest og bezt fram að færa. Þar ber að telja kvæði eins og þjóðsönginn: (Ja, vi elsker...), Ólaf Tryggvason, Bergljótu og Lýðhvöt. Af leikritum Björnsons, sem hér hafa m.a. verið leikin á íslenzku, eru: Landafræði og ást (Geografi og kærlighed) og Paul Lange og Tora Parsberg. Björnstjerne Björnson var'einkar hliðhollur íslendingum og studdi mjög málstað þeirra um aukið frelsi. I'ýðandi. (Sigurjón Guðjónsson.) (jafnvel í ríkara mæli en Ohlenschláger) fulltrúi anda Þórs í norrænu andlegu lífi. Síðan hef ég ekki getað fundið neinn betri lykil en þann sem V.A. gaf mér. Það er norrænn andi, eins og hann birtist í norsk-íslenzkri arfleifð goðsögunnar, þar sem upprunans er að leita. Óðinn/ Ibsen er full- trúi hinnar óalþýðlegu vizku og „einmanalegur strangleiki". Þór/ Björnson, aftur á móti, brýtur ekki heilann. Hann vinnur. Hann hefur alls ekki hneigð .til þess sem Óðinn að geta gátur. Á sama tíma og hann brýtur heilann um Miðgarðsorm, lýstur Þór Orminn hamri sínum. Sérkenni guðsins Þórs verða að Björnsons-mynd: Þór sækir oft bændabýli heim á ferðum sínum og bændaborn eru oft í slagtogi með honum. Oðinn, aftur á móti, gistir einungis höfðingjabýli. Hann er tiginn, Þór er alþýðlegur. Það er ekki aðeins stéttamunur á þeim, það er andlegur skilnaður „milli varkárrar örvandi glettni Oðins og styrkrar hreinskilni Þórs". Þórshugurinn er samger- manskur, sálin í verund hans er þegar allt kemur til alls germönsk tilfinning gagnvart heiminum: „Börn og bústaði kenndu menn heldur við nafn Þórs en nokkurs annars guðs. í höllinni stóð mynd hans skorin út í sjálft hásætið. Sjálfur er hann fjölskyldumaður; hann hættir sér ekki í ástarævin- týri með hörundsdökkum tröll- konum, en leggst til hvíldar að loknu góðu dagsverki við hliðina á sinni gullhærðu eiginkonu, sem er fegruð bóndakona. Við þetta hjónaband, við þetta kornmóðu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.