Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 37 VC-8300 1) Örtölvustýrt aö öllu leyti. 2) Rafstýrðir snertirofar. 3) Hraðspólun á mynd í báöar áttir á 10 földum hraða. 4) Kasetta hlaðin að framan, sem varnar ryki inngöngu í verkið og sparar fyrirferö. 5) Sjálfvirk spólun til baka/Stopp. 6) Kyrrmynd. 7) Fáanlegt í silfur- og brúnni áferð. ,ERD28.400.- STGR. HLJOMBÆR HLJOM'HEIMIUS-SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 BHARP Sími 25999 17244 Segja má að í sögunni togist andstæðurnar á, annars vegar sveitalífið og hins vegar borgarlíf- ið. Dvöl Unnars i sveitinni hafði mjög markandi áhrif á hann. Segja má að kynni hans af sveita- lífinu, heimi Aðalsteins Stein- grímssonar, sem er óvenjulegur maður á margan hátt og lætur engar stefnur hafa áhrif á sig en ræktar sinn reit, hafi að ýmsu leyti bjargað honum seinna á lífs- leiðinni," sagði Ólafur. Þegar Ólafur var að lokum spurður um heiti bókarinnar, „Boðið upp í dans“, sagði hann að marxisminn byði upp í dans. „Ég vil þó taka það fram að bókin er - hreint engin pólitísk skýrslugerð. Þvert á móti má segja að Reykja- víkurstemmningin á árunum frá ’49 til ’75 komi þar vel fram, hin gáskafulla stemmning eftirstríðs- áranna," sagði Ólafur. — *g«s- Nafnið er e.t.v. sláandi en bókin er bók- menntaafrek og hefur verið gefin út aftur og aftur víða um lönd. Höfundurinn C. S. Lewis, var þekktur rithöfundur og bók- menntafræðingur við Oxford háskóla Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup segir m.a. í formála sínum að bókinni: „Hann lætur ímyndunarafl skáldsins og djúpvísi trúmannsins svipta hulunni af mannlegu sálarlífi og birta nokkuð af þeim heimum myrkurs og ljóss, sem takas* á um manninn og berjast. til úrslita um hann. Hann leyfir sér að „skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut“, eins og meistari Jón kemst að orði, til þess að vekja til umhugsunar og andvara. Með glettnum glampa í augum flytur hann hinn alvarleg- asta boðskap." kr. 296,40 Teikn. eftir gríska listamanninn PAPAS. }>&LZ Freyjugötu 27 Sími 18188 „Gáskafull Reykjavíkur- stemmning eftirstríðsáranna“ VIDEO VHS MED KVEÐJU FRÁ KÖLSKA — segir Ólafur Ormsson um nýja skáldsögu sína, „Boðið upp í dans“ ÚT ER komin hjá Almenna bókafé- laginu skáldverkið „Boðið upp í dans“ eftir Ólaf Ormsson. Er það fjórða bók höfundar. Hann gaf út skáldsöguna „Stútungspungar" árið 1979, og tvö Ijóðakver, „Fáfniskver“ árið 1973 og „Skóhljóð aldanna" 1976. Einnig hefur Olafur skrifað smásögur fyrir blöð og tímarit. Þá er hann að fást við nýja skáldsögu sem á að fjalla um þjóð sem lifir um efni fram. Blaðamaður átti samtal við Ólaf og spurði hann um hvað hin nýja skáldsaga fjallaði. „Þessi saga gerist á árunum 1949 til 1975. Þetta er þroskasaga ungs pilts, Unnars Samúels Steingrímssonar, sem elst upp í Reykjavík," sagði Ólafur. Olafur var að því spurður hvort þetta væri að einhverju leyti sögu- leg skáldsaga. Hann tók ekki und- ir það, en sagði: „Rithöfundar eiga sér að vísu oft ákveðnar fyrir- myndir. Ég vil ekki neita því að ég sé kannski sjálfur að einhverju leyti í þessari persónu. Það getur hugsanlega líka verið að þar sé annar maður. Fyrsti kafli sögunnar hefst þann örlagaríka dag 30. marz 1949 þegar drengurinn verður vitni að átökum fyrir framan Alþingishús- ið. Þar var verið að mótmæla því Ólafur Ormsson mikið á ferðinni, og faðir drengs- ins trúir á Stalín sem Guð og það eru myndir uppi á veggjum af þessu goði á heimili drengsins. að Island gengi í Atlantshafs- bandalagið. Þá er hann átta ára gamall og þessir atburðir hafa markandi áhrif á líf hans. Faðir hans, Steingrímur Kjartan Stein- grímsson, sem er leigubílstjóri og flokksbundinn sósíalisti, er þátt- takandi í þessum átökum og kem- ur verulega við sögu. Hann er lam- inn með kylfu í höfuðið, en beið þó ekki tjón af því, nema ef væri and- iegt. Síðan líða árin og drengurinn vex upp og er sendur í sveit austur að Látalátum í Suður-Múlasýslu til föðurbróður síns, Aðalsteins Steingrímssonar. Þar var hann á sumrin fram undir unglingsár og hefur vistin eystra sömuleiðis mótandi áhrif á hann. Árið 1958 er Unnar Steingríms- son síðan kominn í menntaskóla og þá fer hann að vinna við höfn- ina í Reykjavík og kemst þar í kynni við djöflagengið. Hann vinnur þarna ofan í lest, með flokki manna, sem eru argir út í allt og alla, og því kallaðir djöfla- gengið. Þeir eru últrasósíalistar og hatast ekki aðeins út í sína eig- in menn, heldur ýmsa aðra líka. í þennan skóla gengur drengur- inn ásamt föður sínum, sem hætt- ir akstri leigubíla skömmu eftir að Stalín deyr. Siðan þróast þetta þannig að menntaskólaárum Unn- ars Steingrímssonar er lýst nokk- uð ítarlega og þar kynnist hann stúlku, sem síðar verður eiginkona hans. í bókinni er ekki eintóm pólitík, heldur er hún á köflum rómantísk. Undir bókarlok gerir Unnar Steingrímsson hins vegar upp við sína lífsskoðun. Hann áttar sig á því þegar hann er orðinn miðaldra maður, að allt það sem hann hafði trúað á áður, reyndist blekking ein. Þó má segja að hann sé nokk- uð sáttur við sitt hlutskipti. Hann hafði fengið vissa lífsreynslu. Þetta er góður drengur og skyn- samur, og hann er af þeirri kyn- slóð sem frekar getur gert upp reikningana en þeir sem eldri eru. Það er ýmislegt tekið fyrir í þessari sögu, meðal annars það mikla áfall sem sósíalistar urðu fyrir þegar Jósep Stalín gaf upp öndina. Persónudýrkunin er þarna muuertes Oild HIÐ VINSÆLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.