Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 VERÐLAUNABÓK NORÐURLANDARÁÐS 1982 Afaráhrifamikið og hrífandi verk eftireinn afkunnustu nútímahöfundum Svía. Sven Delblanc fjaiiarhérum sína eigin ætt, afa slnn og fjölskyldu hans. Afinn var prestlærður maður og dreymdi stóra drauma sem allir tortímdusti svartnætti s fátæktar og sænskrí þröngsýni aldamótaáranna. I En sagan fjallar einnig um ástúð og samheldni fjölskyldu j sem reynirað bjóða byrginnþjáningum, fordómumog neyð. - é Ef óskað er eftir sérstimpluðum merkjum, vinsamlega leggið inn pantanir á varahlutalager okkar sem fyrst, og ekki seinna en 15. janúar n.k. SVÉIADEHD SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 lambamerki ELTEX lambamerkin eru gerð úr þunnri álplötu, með bognum járnpinna, sem stungið er í eyrað og lokað. ELTEX merkin fást áletruð (2X4 stafir) með tölustöfum og/eða bókstöfum. Við höfum selt þessi merki við góðan orðstýr í mörg undanfarin ár, og verðum með á lager merkjaraðir 1—1000. FÁST ÍLIT Fyndnin Bókmenntir Erlendur Jónsson Ólafur Ragnarsson, Axel Ammend- nip: KRYDD f TILVERUNA. 168 bls. Vaka. Reykjavík, 1982. »í bókinni er úrval íslenskra skopsagna sem ganga manna á meðal um þessar mundir, eins kon- ar þjóðsögur samtímans. Sumt er nýtt af nálinni, annað eldra en hef- ur varðveist í munnlegri geymd eins og sagt er um gömlu þjóðsög- urnar. Þetta eru smellnar sögur, hnittileg tilsvör, frásagnir af spaugilegum atvikum á ýmsum vettvangi og annað spé.« Þetta segja þeir félagar, Ólafur Ragnarsson og Axel Ammendrup, í formála fyrir þessari bók sinni. Þjóðsögur samtímans? Líklega nokkuð til í því. ÞJóðsögur segja nær alltaf frá einhverju afbrigði- legu, einstaklingum sem eru að ein- hverju leyti frábrugðnir öðrum, at- vikum sem kalla má söguleg, fyrir- bærum sem í minni festast. Sög- urnar í bók þessari eru einmitt af því taginu sem menn segja hver öð- rum þegar vel liggur á þeim. Þetta eru allt gamansögur. Að mínu viti eru þær ekki meiðandi, ekki ill- kvittnar, ekki rætnar, ekki sagðar til að smækka aðra menn. Slíkar sögur, það er að segja sögur meng- aðar illkvittni og ærumeiðingum, ganga oft manna á meðal. En þær setja ekki svip á þessa bók. Kannski er enga slíka þar að finna. Eðli þessara sagna er fyrst og fremst hið gagnorða sögusnið. Gamansagan verður að vera stutt. Lengist hún úr hófi dofnar húmor- inn að sama skapi. Þrjár sögur á síðu er algengast í þessu Kryddi í tilveruna. Lengstu sögurnar taka yfir vel hálfa síðu og þær eru fáar með því besta í bókinni. Margar eru aðeins fjórar fimm línur. Þær eru sumar hvað smellnastar! Ekki fer hjá að bók þessi (sem er auðkennd tölustafnum 1, svo von er á meira síðar) verði borin saman við íslenska fyndni sem kryddaði á níunda Ólafur Ragnarsson tilveru íslenskra lesenda fyrir fjörutíu til fimmtíu árum. íslensk fyndni Gunnars frá Selalæk var af- ar vinsæl, og víst auðveldaði hún mörgum sem hana höfðu lesið og lært, að lífga upp á annars daufan selskap. Þessi bók Ólafs Ragnars- sonar og Axels Ammendrups er byggð upp með svipuðum hætti, og vel má vera að þeir, félagarnir, hafi haft rit Gunnars að fyrirmynd. Ólík er þessi bók riti Gunnars að því leytinu, fyrst og fremst, að þjóðlífið og — þar með fyndnin — hefur breyst. A tíð Gunnars voru andstæðurnar í þjóðlífinu meiri, menn greindu sig miklu meira hver frá öðrum: pokalegir sveitamenn, teprulegir kaupstaðabúar (að ekki sé talað um höfuðstaðarbúa), reig- ingslegir ríkisbubbar, svartklæddir og alvarlegir prestar, borðalagðir sýslumenn með embættissvip, rit- höfundar með alpahúfur — þannig mætti lengi telja. Sögur Gunnars voru margar hverjar sprottnar upp úr þessum þjóðlífsandstæðum. Líf- ið var hart í þá daga. Og grínið var oft galli blandið. Nú er öldin önnur. Maðurinn, sem við mætum í Austurstræti, getur verið hvort heldur bóndi tugnum norðan úr Húnavatnssýslu eða am- erískur milljónamæringur á hnatt- ferðalagi, þeir þekkjast ekki lengur í sundur. Yfirhöfuð sýnast mér gamansög- ur þeirra, Ólafs og Axels, léttari og einhvern veginn ópersónulegri en kímnisögur Gunnars frá Selalæk. T.d. eru margar smásögurnar í þessari bók byggðar upp á saklaus- um orðaleikjum. Þess konar gam- ansögur eru hinar græskulausustu sem hugsast geta. Þetta er íslensk fyndni í bestu, en sem betur fer ekki verstu merking orðanna. Síðustu sögurnar í bókinni bera yfirskriftina: Vilhjálms þáttur Hjálmarssonar. Vel fer á að skipa honum þannig í heiðurssæti, heið- urskarlinum. Vilhjálmur er maður notalega gamansamur. Mörgum mun hafa þótt hann nokkuð heim- alningslegur þegar hann kom fyrst á þing 1949. En þegar þjóðin fór að kynnast þessum áður óþekkta manni úr Mjóafirði komst hún smám saman að raun um að hann var enginn heimalningur, heldur heimsmaður í eðli sínu. Hann var friðarins maður á þingi. Og minn- ingar hans um samferðamenn sína þar sem annars staðar á lífsleið- inni eru því friðsælar og bjartar og notalegar. Sumar frásagnir hans eru hreinar gamansögur, aðrar lengri en sú hálfa síða er ég gat um sem hámark þeirra, Ólafs og Axels, og nálgast að vera frásöguþættir. Fyrir allmörgum árum heyrði ég sagt frá þekktum manni hér í Reykjavík sem kvað hafa átt heilt brandarasafn er hann hafði sjálfur skráð. Hverju sinni, áður en hann færi í samkvæmi, var sagt að hann lærði utanbókar tíu brandara sem honum þótti hæfilegur skammtur fyrir slíkt tilefni. Vilji einhver, sem er latur að safna og skrásetja, fara að dæmi hans er Krydd í tilveruna tilvalin handbók. Nema hún verði svo almennt lesin að allir viti hvað- an sagan er komin! Allmargar myndir eftir Árna Elfar lífga upp á textann; þær eru góður áhersluauki fyrir sögurnar. Erlendur Jónsson Bankamaðurinn og Bo Derek Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Guðmundur Björgvinsson: Allt meinhægt, skáldsaga. Útg. Lífsmark, 1982. Menn geta auðvitað gert sér ým- islegt til dægrastyttingar einkum í skammdeginu, og kannski ekki nema hollt. Auðvitað er ekki vit- lausara en hvað annað að skrifa bók. Svo er aftur á móti álitamál, hvort alveg er bráðnauðsynlegt að gefa hana út. Allt meinhægt eftir Guðmund Björgvinsson vekur hjá mér slíkar hugsanir, einkum framan af. Hér er lýst fjórum dögum í lífi Sigurðar Bjarnasonar, banka- manns. Boðlegt efni í sjálfu sér. Því gæti ekki verið akkur í því að fá að vita hvernig dagar í lífi bankamanns ganga fyrir sig? Eftir þessari frásögu að dæma Hestamyndir sýndar á Minni-Borg KVIKMYNDIN Landsmótsreiðin eftir Guðlaug Tryggva Karlsson verður sýnd að Minni-Borg í Gríms- nesi Tóstudaginn 10. desember kl. 21. Myndin, sem er 30 mínútna löng, lýsir ferð stærsta hópsins sem fór ríðandi á Landsmót hesta- manna á Vindheimamelum í Skagafirði sl. sumar, og heim aft- ur. Einnig verður þetta sama kvöld sýnd myndin Landmannaleitir eftir sama höfund og nokkrar hestamyndir. Guðmundur Björgvinsson er líf bankamanns afskaplega lítið skemmtilegt og samstarfsmenn Sigurðar í bankanum eru ekki beinlínis upp á marga fiska. Bókin hefst á því hvernig bankamaðurinn fer að því að vakna, (í draumum hans sækir Bo Derek mjög á hann), svo ropar hann, rekur heil ókjör við, lýst er hvernig hann fer á klósettið og hvernig hann potar i nefið á sér o.s.frv. o.s.frv. Eftir æðilanga stund kemst Sig- urður af stað á vinnustaðinn, og öllum athöfnum hans, samtölum hans við samstarfsfólk, svo og að- gerðum hans hina næstu daga er lýst afar skilmerkilega og er þó lítil tilbreytni í lífi hans, að því er virðist. Sigurður er hvorki lukkulegur né teljandi ólukkulegur. Að því er bezt verður séð hefur lífið ákveðið að renna framhjá honum án veru- legrar áreitni né nokkurrar ánægju. Og Sigurður virðist líka hafa sætt sig mæta vel við að lifa þessu iífi; hann er eins konar rób- ót, sem lifir ekki í neinum tengsl- um hvorki við eitt né neitt, nema á yfirborðinu. Spyrja mætti, hvað varð til þess að líf Sigurðar færð- ist í þennan farveg, eða hvort hann er svo litlaus persóna að hann hefur fallið í hann án þess að til tíðinda dragi. Firringin marg- umrædda verður lesandanum þó ekki ógn í þessari bók, klósettferð- ir og aðrar „djarfar" lýsingar ekki hneykslun, stússið í bankanum ekki aumkunarvert. Nema að vissu marki. Vegna þess hve höf- undur er sjálfur lítið tengdur sögupersónu sinni, maður fær á tilfinninguna að hann sé sammála lesandanum um að eiginlega sé þetta efni ekki þess vert að skrifa um það. Aftur á móti bendir ann- að ekki til að sú tilgáta sé rétt: bókin er gefin út. Þá verður þetta að eins konar gátu, sem lausn fæst að sumu leyti á með því að lesa bókina aftr. Eftir allt saman er í henni einhver straumur sem ekki verður skýrður né skilgreindur til fullnustu, en lætur þá eftir allt saman lesanda ekki alveg ósnort- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.