Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Skóglendi Svíþjóðar fer stöðugt vaxandi Stefnt er að því að fella 70—75 milljón- ir rúmmetra á ári SÆNSKIR sérfræöingar segja, að skóglendi landsins fari stööugt vax- andi og hafi aldrei verið meira en í dag, aö því er segir í fréttabréfi Sam- taka sænskra timbur- og pappirs- framleiðenda. I fréttabréfinu segir, að á árun- um upp úr 1920 hafi heildarmagn skóglendis verið um 1.800 milljónir rúmmetra, en í dag sé það í nám- unda við 2.500 milljónir rúmmetra. Aukningin er því um 39% á þessu tímabili. A síðasta áratug er talið, að birgðir hafi aukizt um í námunda við 12 milljónir rúmmetra á ári, sem er mesta aukning sem sögur fara af. Ástæðan fyrir þessari birgða- aukningu er fyrst og fremst sú, að minna hefur verið fellt af trjám undanfarið en áður fyrr. Má í því sambandi nefna, að á árabilinu 1970—1975 voru felldir um 70 milljón rúmmetrar á ári að meðal- tali, en á árabilinu 1976—1981 voru felldir að meðaltali um 60 milljónir rúmmetra á ári. Hugmyndir sænskra stjórnvalda eru þær, að ekki verði fellt meira af trjám á ári í framtíðinni, en á bil- inu 70—75 milljónir rúmmetra. Framleiðendur hafa lýst sig sam- mála þessum hugmyndum, a.m.k. hvað varðar tímabilið fram til 1985. Vöruskiptajöfnuður Norðmanna jákvæður um 1.325 milljónir dollara: V erðmætasamdráttur í olíuútflutningi 2% í ár HEILDARVERÐMÆTI innflutnings í Noregi fyrstu níu mánuði ársins voru 10.378 milljónir dollara, en til sam- anburðar voru þessar tölur 9.124 millj- ónir dollara á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin milli ára er því 13,74%. ÚTFLUTNINGUR Útflutningsverðmæti Norðmanna fyrstu níu mánuðina í ár var hins vegar um 11.703 milljónir dollara, en var á sama tíma í fyrra 10.849 milljónir dollara. Aukningin milli ára er því 7,87%. Vöruskiptajöfnuð- ur Norðmanna er því jákvæður um 1.325 milljónir dollara á fyrstu níu mánuöum þessa árs. Um 12% meiri bílasala fyrstu 9 mánuði ársins SKIP Verðmæti innfluttra skipa jókst um tæplega 61% á þessu ári, eða úr 381 milljón dollara í 613 milljónir dollara. Verðmæti nýrra skipa, sem flutt voru út á tímabilinu janúar- september í ár er hins vegar um 88 milljónir dollara. Verðmæti notaðra skipa, sem seld voru úr landi á tíma- bilinu er hins vegar 494 milljónir dollara. Verðmæti innfluttra olíu- Spáð í efnahags- málin árið 1983 Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir spástefnu um þróun efnahags- mála árið 1983 að Hótel Loftleiðum á morgun, fimmtudag, en hún hefst klukkan 14.00 með setningarávarpi Harðar Sigurgestssonar, formanns Stjórnunarfélagsins. Þá mun Ólafur Davíðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, flytja er- indi er nefnist „Spá um þróun efna- hagsmála 1983“. Tryggvi Pálsson, forstöðumaður hagfræði- og áætl- anadeildar Landsbanka Islands flytur erindi er nefnist „Álit á þróun peningamála árið 1983“. Þrá- inn Eggertsson, prófessor, flytur erindi er nefnist „Álit á þróun efna- hagsmála árið 1983“ og síðan verð- ur Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, með hugleiðingu um efnahagsstefnu stjórnvalda árið 1983. Eftir kaffihlé verður fjallað um Nýjungar hjá Sindra-Stáli FYRIRTÆKIÐ Sindra-Stál hefur á þessu ári bætt við sig töluverðu af nýj- um vörum, m.a. gerðist fyrirtækið á miðju ári umboðsaðili fyrir brezka stórfyrirtækið BOÍ’, British Oxygen ('ompany, en helztu vörur, sem verða á boðstólum frá þeim eru rafsuðuvélar af ýmsum gerðum, ásamt rafsuðuvír á rúllum. Ennfremur mun Sindra-Stál verða með gassuðu og brennslutæki, ásamt logsuðuvír, og mæla og ýmsa hluti þeim tengdum. Fyrr á þessu ári gerðist Sindra- Stál umboðsaðili fyrir sænska fyrir- tækið Weland, en frá því verður Sindra-Stál m.a. með ristarplötur, palla og þrep. efnahagslegar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1983 og undir þeim lið munu flytja erindi þau Valgerður Bjarnadóttir, for- stöðumaður hagdeildar Flugleiða, Karl Kristjánsson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogskaupstað- ar, Eggert Ágúst Sverrisson, full- trúi hjá SÍS, og Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri. Loks verða almennar umræð- palla var um 462 milljónir dollara fyrstu níu mánuðina í ár, en útflutt- ir pallar voru að verðmæti um 237 milljónir dollara. NORÐURSJÁVAROLÍA Verðmæti útfluttrar Norðursjáv- arolíu fyrstu níu mánuðina í ár var 3.319 milljónir dollara, en var til samanburðar fyrstu níu mánuðina í fyrra 3.384 milljónir dollara. Það hefur því orðið um 2% verðmæta- samdráttur milli ára. Gasútflutn- ingur Norðmanna fyrstu níu mán- uðina var hins vegar að verðmæti 2.183 milljónir dollara, en var til samanburðar upp á 1.663 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. Aukn- ingin milli ára er því tæplega 31,3%. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR Eins og áður sagði var vöru- skiptajöfnuður Norðmanna jákvæð- ur um 1.325 milljónir dollara fyrstu níu mánuðina í ár, en var til saman- burðar jákvæður um 1.724 milljónir dollara á sama tíma í fyrra. BÍLASALA Sala nýrra bíla hefur verið mjög mikil í Noregi á þessu ári, en í sept- emberlok höfðu verið skráðir 89.143 nýir bilar, sem er um 12% fleiri en á sama tíma í fyrra. Allt stefnir í, að alls verði skráðir 115.000 nýir bílar á þessu ári, en á síðasta ári voru þeir 104.670 talsins. Markaðshlutdeild japanskra bíla er um 40,6% í ár, en hlutdeild þeirra vestur-þýzku um 40,4%. Mest seldi bíllinn í ár er Opel Ascona. Haukur Haraldsson Örvar Sigurðsson Nýir menn til Arnarflugs HAUKUR Haraldsson tók við starfi markaösfulltrúa hjá Arnarflugi 1. desember sl. Hann mun m.a. annast ýmis samskipti félagsins við ferða- skrifstofur, fyrirtæki og viðskiptaað- ila innanlands og vinna á þeim vett- vangi að uppbyggingu og eflingu viðskiptasambanda, jafnt vegna vöru- og farþegaflugs, segir m.a. í frétt frá Arnarflugi. Haukur Haraldsson hefur síð- ustu fjögur árin veitt ráðningar- þjónustu Hagvangs forstöðu, en hann starfaði áður á Hótel Esju við gestamóttöku og veitingasali. í frétt Arnarflugs segir enn- fremur, að 18. nóvember sl. hafi Örvar Sigurðsson tekið við starfi forstöðumanns farskrárdeildar Arnarflugs. Örvar mun m.a. undir- búa tölvuvæðingu farskrárdeildar- innar, sem innan tíðar fer í beint samband við farskrártölvuna Corda í Amsterdam, en hún er ein fullkomnasta farskrármiðstöð heims og tengist beint við flugfé- lög um allan heim. Örvar Sigurðsson hefur sl. 16 ár starfað í farskrárdeild Flugleiða og m.a. undirbúið þar IBM spjalda- kerfið og síðan bókunarkerfin Gabríel og Alex. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn: Verðbólga fer hjaðnandi í iðnríkjum heimsins í ár Verðbólga 7,1% á 3. ársfjórðungi, en var 7,9% á 2. ársfjórðungi og 10,1% á 3. ársfjórðungi sl. árs VERÐBÓLGA hélt enn áfram að lækka í iðnaðarríkjum heimsins á 3. ársfjórðungi í ár, samkvæmt upplýs- ingum í mánaðarriti Alþjóða gjaldeyr- issjóðsins, en hún var að meðaltali 7,1% á 3. ársfjórðungi í ár, borið sam- an við 3. ársfjórðung 1981. Til samanburðar var verðbólga á 2. ársfjórðungi í ár um 7,9% og á 3. árs- fjórðungi 1981 var hún liðlega 10,1%. VAXANDI VERÐBÓLGA í JAPAN OG ÁSTRALÍU Verðbólga minnkaði ekki í öllum löndunum, því í Ástralíu fór verð- bólga á 2. ársfjórðungi úr 10,7% í um 12,3% á 3. ársfjórðungi. í Japan var verðbólga um 2,7% á 3. ársfjórð- ungi. Hafði vaxið úr 2,4% á 2. árs- fjórðungi og er verðbólga lægst í Japan af öllum löndum. Framfærslukostnaður hækkaði í Sviss um 6,1% í október, um 5,5% í september og um 5,2% í ágústmán- uði. Framfærslukostnaður hækkaði um 7,3% í september í Bretlandi, um 8,0% í ágúst og um 8,7% í júlí- mánuði. Framfærslukostnaður hækkaði í Svíþjóð um 7,5% í sept- ember, um 7,7% í ágúst og um 8,3% í júlímánuði sl. Tölur frá Noregi sýna síðan um 11,3% hækkun í október, um 10,8% hækkun í sept- ember og um 11% í ágústmánuði sl. í Hollandi hækkaði framfærslu- kostnaður um 4,9% í október um 5,4% í september, um 5,9% í ágúst og 6,2% í júlí. Hækkun framfærslu- kostnaðar í Vestur-Þýzkalandi var um 4,9% í október, um 4,9% í sept- ember, um 5,1% í ágúst og um 5,6% í júlímánuði sl. Framfærslukostnað- ur hækkaði um 10,1% í Frakklandi í september, um 10,9% í ágúst og um 11,4% í júlímánuði. Hækkunin var um 3,2% í Japan í október, um 3,1% í september, 2,1% í ágúst og 1,7% í júlímánuði. í Bandaríkjunum hækk- aði framfærslukostnaður um 5,0% í september, 5,9% í ágúst og um 6,5% í júlímánuði. UM 3,35% SAMDRÁTTUR ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTIS I ritinu segir ennfremur að áætl- að útflutningsverðmæti iðnríkjanna á fyrstu níu mánuðum ársins sé um 868,7 milljarðar dollara, samanborið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.