Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 43 Volvo hefur tvöfaldað rekstrarhagnað á árinu Söluaukning fyrir- tækisins fyrstu níu mánuðina er 37% Rekstrarhagnaður Volvo-samsteyp- unnar fyrstu níu mánuði ársins nam 1.930 milljónum sænskra króna, en var til samanburðar um 990 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára er því tæplega 95%, eða hefur nær tvöfaldast. UM 37% SÖLUAUKNING Sala fyrirtækisins jókst um 37% á umræddu tímabili og hefur fyrir- tækið aldrei selt jafn mikið af bílum og á þessu ári, þrátt fyrir þá stað- reynd, að bilasala mun ef að líkum lætur dragast saman um 5% í heim- inum á þessu ári. Heildarsala Volvo fyrstu níu mánuðina var um 51,5 milljarðar sænskra króna. 3. ÁRSFJÓRÐUNGUR Rekstrarhagnaður Volvo á 3. ársfjórðungi var um 408 milljónir sænskra króna, en var til saman- burðar á 3. ársfjórðungi á síðasta ári um 268 milljónir sænskra króna. Aukningin milli ára er því um 52,2%, en þess ber þó að gæta í sam- bandi við 3. ársfjórðung, að hann er sá erfiðasti. Inn í hann koma sumarleyfi starfsmanna og svo það, að með nýjum árgerðum bíla á haustin fylgir ætíð mikill fjár- magnskostnaður. stjóri Volvo, að allt stefndi í met- rekstrarhagnað á 4. ársfjórðungi þessa árs, þannig að afkoma Volvo á þessu ári yrði sú langbezta um langt árabil. Hann sagði þó, að tap sam- steypunnar vegna gengismála og þá aðallega 16% gengisfellingar sænsku krónunnar yrði töluvert. UM 2,82% HAGNAÐUR AF VELTU Eins og áður sagði var rekstrar- hagnaður Volvo 1.930 milljónir sænskra króna fyrstu níu mánuði ársins, en allt árið 1981 var hann 1.420 milljónir sænskra króna. Hins vegar ef 12 mánaða tímabilið frá september 1981 til september í ár er skoðað kemur út rekstrarhagnaður upp á 2.360 milljónir sænskra króna af 68,35 milljarða sænskra króna veltu. Hagnaður sem hlutfall af veltu er því liðlega 2,82%. TEKJUR Á HLUT Tekjur Volvo á hvern hlut í sam- steypunni fyrstu n|u mánuði ársins eru 31,30 sænskar krónur, en allt árið 1981 voru tekjurnar á hlut um 24 sænskar krónur. UM 30% SÖLU- AUKNING BÍLA Bílar er sú framleiðsla, sem Volvo-samsteypan er þekktust fyrir. Heildarsöluaukning bíla fyrstu níu mánuðina er um 30% og nam 12,5 milljörðum sænskra króna, en alls höfðu um 235.000 bílar verið afhent- ir í septemberlok, þar af um 3.000 af hinum nýja 760-bíl fyrirtækisins. Alls höfðu verið afhentir um 165.000 bílar af 240-gerðinni, sem er um 10.000 bílum meira, en á sama tíma í fyrra. Söluaukningin í vörubílum var um 26% fyrstu níu mánuðina og nam heildarsalan 9,6 milljörðum sænskra króna. MEST SÖLUAUKNING í ORKUFRAMLEIÐSLU Mest varð söluaukning Volvo- samsteypunnar þó hjá orkusölufyr- irtækjum hennar, eða upp á 68% og nam heildarsala þeirra 22,5 millj- örðum króna. VIÐSKIPTI STEFNIR í METÁR Á blaðamannafundi á dögunum sagði Pehr Gyllenhammar, aðalfor- VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF SIGHVATUR BLÖNDAHL við 898,8 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn í út- flutningsverðmæti milli ára er því um 3,35%. NEIKVÆÐUR VÖRU- SKIPTAJÖFNUÐUR Vöruskiptajöfnuður iðnríkjanna var neikvæður um 24,7 milljara dollara á þriðja ársfjórðungi, en var neikvæður um 10,7 milljarða dollara á 2. ársfjórðungi. Fyrstu níu mánuð- ina í ár er vöruskiptajöfnuðurinn neikvæður um 54,5 milljarða doll- ara, borið saman við 67,5 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. UM 4,2% VERÐMÆTASAM- DRÁTTUR í INNFLUTNINGI Innflutningsverðmæti iðnríkj- anna var á fyrstu níu mánuðunum um 923,1 milljarður dollara, borið saman við 963,3 milljarða dollara á sama tíma í fyrra. Verðmætasam- drátturinn milli ára er því um 4,2%. MINNKANDI ÚTFLUTN- INGSVERÐMÆTI Utflutningsverðmæti iðnríkjanna á 3. ársfjórðungi í ár er áætlað um 268 milljarðar dollara, sem er um 10,9% minna en á 2. ársfjórðungi og um 6,0% minna en á 3. ársfjórðungi sl. árs. VERÐBÓLGA MINNKAR MEST í FRAKKLANDI í riti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir ennfremur, að verðbólga hafi minnkað mest í Frakklandi milli ársfjórðunga, en verðbólga var 13,8% á 2. ársfjórðungi og fór í um 11,0% á þeim þriðja. Ennfremur var mikið stökk á Irlandi, þar sem verð- bólga fór úr 21% í 17% milli árs- fjórðunga. LÆGSTA VERÐBÓLGA UM ÁRABIL í BANDARÍKJUNUM í Bandaríkjunum var verðbólga á 3. ársfjórðungi um 5,8%, en hún var um 6,8% á 2. ársfjórðungi. Hefur verðbólga í Bandaríkjunum ekki verið lægri um langt árabil. í Bret- landi var verðbólga á 3. ársfjórðungi um 8,0%, en var til samanburðar um 9,4% á 2. ársfjórðungi. SIRIUS hjúpsúkkulaóió kemst ekki aljtaf alla leió a tertumar! Það vill til að hjúpsúkkulaðið er selt í stórum pökkum, því ending þess í eldhússkápnum er óvenju lítil! Hjúpsúkkulaðið er nefnilega úr hreinu súkkulaði eins og allar aðrar súkkulaðivörur frá Nóa og Síríus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.