Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Ráð sem dygðu Síðari grein Dr. Benjamín H.J. Eiríksson skrifar 25. nóv.: Greiðslujöfnuðurinn enn Á undanförnum árum hefir rík- isstjórnin verið gagnrýnd fyrir skort á fyrirhyggju, fyrir ábyrgð- arleysi, fyrir glannalega siglingu undir forystu pólitísks ævintýra- manns, með hóp kommúnista í áhöfninni. Ég fyrir mitt leyti hefi nokkrum sinnum bent á vondar afleiðingar, sem hlytu að fylgja hinni ófyrirleitnu hegðun verka- lýðsforingjanna og léttúð ríkis- stjórnarinnar. Og nú segir Svavar allt í einu, að komið sé neyðar- ástand. Þetta segir hann eftir fjög- urra ára setu í ríkisstjórn. En hann er ekkert að hafa hátt um það, að meginhluti vandamálsins sé heimatilbúinn — af honum og félögum hans. Nú þarf „einskonar neyðaráætlun" segir hann, til þess að þjóðin vinni sig út úr vand- anum, sem er fyrst og fremst skuldafenið og þverrandi láns- traust. Hann bendir á spá um minnkandi þjóðartekjur. En minni þjóðartekjur valda ekki endilega greiðsluhalla við útlönd. Væri svo, þá væru litlu þjóðirnar með greiðsluhallann, en stóru þjóðirnar með greiðsluafganginn. Vogin er í jafnvægi með eitt kg af sykri, ef lóðið hinum megin er eitt kg. Jafnvægið breytist ekki, þótt sykurinn sé aukinn í hálft annað kg., ef lóðið hinum megin er líka haft hálft annað kg. Á sama hátt er greiðslujöfnuðurinn út af fyrir sig ekki háður stærð þjóðar- teknanna. Breyting á þjóðartekj- um getur hinsvegar haft í bili hlutfallslega ójöfn áhrif á þá þætti viðskiptalífsins, sem ráða greiðslujöfnuðinum. Ég bið les- andann afsökunar á því, að vera að fara með hann aftur í barna- skóla. En þetta er því miður nauð- synlegt vegna málflutnings for- ingja Alþýðubandalagsins. Jafnvægi út á við fer ekki eftir stærð þjóðarteknanna, heldur því, hve miklu nema hallastærðirnar í þjóðarbúskapnum, þ.e. fjárfesting og taprekstur, í hlutfalli við af- gangsstærðirnar: sparifjármyndun, gróða í atvinnulífinu og aukningu opinberra sjóða. Skilyrði jafnvæg- is er það, að þessar tvær tegundir stærðar séu jafnar. Orð Svavars í útvarpsviðtali nú fyrir helgina (20.11.), um andúð sína á gróða- myndandi starfsemi í atvinnulíf- inu er því ein fávizkan enn úr hans munni, því að gróðinn miðar að efnahagslegu jafnvægi, auk þess sem hann fjármagnar framfarirn- ar. Þessi orð lét Svavar falla um atvinnurekstur, þar sem víðast vantar heilbrigðar afskriftir, hvað þá gróða. Það er ekkert gamanmál að hafa kommúnista í ríkisstjórn. Ráð sem dygði Til þess að koma skuldamálum þjóðarinnar í heilbrigt horf og bægja frá aðsteðjandi hættu, er ráðið því það, að rétta við rekstur á öllum sviðum atvinnulífsins. Þetta er kjarni málsins. Eg undanskil ekki landbúnaðinn, þar sem verið er að burðast við að halda uppi framleiðslugreinum, sem reknar eru með gífurlegu tapi, sem greitt er úr ríkissjóði. Það verður að gera þær ráðstafanir sem óhjá- kvæmilegar eru, til þess að atvinnulífið endurheimti heil- brigði sitt. Það verður að binda endi á hinn almenna taprekstur, sem ríkisstjórnin hefir fóstrað í orði og verki. Tapreksturinn er sjúkdómseinkenni, sömuleiðis hinn óeðlilegi greiðsluhalli. Stefn- an, sem Svavar boðar, miðar að því að viðhalda sjúkdómnum. Flestar hömlur, einkum hinar ýmsu tegundir verðlagshafta, auka vandann, þar sem þau búa í haginn fyrir tapreksturinn og efla hann. Verkalýðsforystan Alþýðan í landinu, í rauninni öll þjóðin, á að leggjast á eitt um það, að koma vitinu fyrir verkalýðsfor- ingjana. Hinn hættulegi leikur þeirra með ábyrgðarlaus völd, verður að hætta. Það verður að binda endi á hina ófyrirleitnu og þjóðhættulegu meðferð þeirra á launamálunum. Með aðferðum, sem eru hreinar hernaðaraðgerð- ir, kúga þeir atvinnurekendur — oftast með hjálp ráðþrota ríkis- stjórnar — til þess að skrifa undir samninga sem allir vita að eru hrein fásinna, jafnvel Guðmundur J. Launamálin eru önnur hliðin á peningamálunum, hreint út sagt: gengismál. Kaupgjaldið ákveður kaupmátt krónunnar vegna áhrifa sinna á framleiðslukostnaðinn. Gengið fylgir því í kjölfar kaup- gjaldsins. Kaupgjaldið ákveður gengið, kaupgjaldið í krónum. Hin raunverulega kaupgjald ákveðst af afurð verkamannsins, ekki krón- utölunni. Launamálin eru höfuð- þáttur taprekstrarins í atvinnulíf- /'WWÍ * ; „Til þess að koma skuldamálum þjóðarinnar I beilbrígt horf og bægja frá aðsteðjandi hættu, er ráðið þvf það að rétta við rekstur á öllum sviðum atvinnulifsins. Þetta er kjarni málsins. Ég undanskil ekki landbúnaðinn, þar sem verið er að burðast við að halda uppi framleiðslugreinum, sem rkenar eru með gífurlegu tapi, sem greitt er úr ríkissjóði.** inu. Tapreksturinn stafar ein- faldlega af of háu kaupgjaldi. Rík- isstjórnin heldur honum svo við og eykur, með því að halda verðlagi niðri með verðlagshömlum, og genginu uppi, hærra en sem svar- ar til kaupmáttar krónunnar. Kaupgjaldið í krónutölu er það innantóma höfuð, sem limirnir neyðast til að dansa eftir: atvinn- urekendur, ríkisstjórn, þjóðin. Boðorð Svavars Svavar segist vilja setja fram „raunsæjar og ábyrgar tillögur". Hvernig er það annars, ætli Svav- ar álíti, að hlustandinn hafi talið sig eins geta búizt við einhverju öðru af honum? Jæja, í þessu til- felli álít ég, að kjósandinn eigi að taka viljann fyrir verkið, og láta þar við sitja. Kveðja síðan Svavar, því að verkið er ekki gott. Strax í fyrstu tillögunni kemur bert í ljós, að Svavar skilur ekki vandamálið. Hann segir að leggja skuli „áherzlu á að takmarka inn- flutning ýmissa stórvirkra véla og vinnutækja". Þetta er eitt af mörgum lokaráðum Svavars. Þessum vélum fylgir aukin fram- leiðni. Þær stækka afurð verka- mannsins með afkastameiri þjón- ustu. Þær stuðla að því að draga úr taprekstrinum, einnig að auk- inni þjóðarframleiðslu, sem vissu- lega er æskileg, þótt sú aukning út af fyrir sig dragi ekki úr við- skiptahallanum. Eg treysti mér til að setja upp dæmi með minni þjóð- arframleiðslu samkvæmt þjóð- hagsreikningum, en hagstæðari greiðslujöfnuði. Ég hefi í huga samdrátt framleiðslu sumra teg- unda landbúnaðarafurða. Það er ekki óalgengt, að þetta tvennt aukist í senn: þjóðartekjur og greiðsluhalli. Hvorttveggja stendur þá í sambandi við auknar framkvæmdir, aukna fjárfestingu. Aukning þjóðartekna og jöfnuður við útlönd eru sitt hvað. I fyrstu og annarri tillögu Svav- Þessir hringdu . . . „Innkaupakörf- urnar“ óraun- hæfur mælikvarði Bjarni Oskarsson, verslunar- stjóri SS á Skólavörðustíg, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Undanfarið hefur Verð- lagsstofnun staðið fyrir verðkönn- unum og birt í fjölmiðlun undir yfirskriftinni „Innkaupakarfa Verðlagsstofnunar". Að mínum dómi eru þessar kannanir ekki raunhæfar vegna þess að verið er að bera saman ósambærilegar vörur í hinum ýmsu verslunum. Inn í útreikningana eru teknir mjög ódýrir vöruflokkar, og e.t.v. að sama skapi lélegir, og bornir saman við gæðavörur, sem eru kannski eitthvað dýrari, en þó á góðu verði miðað við vörugæðin. Verslanir sem kappkosta að hafa sem mest af vörum úr síðarnefnda flokknum eru settar upp við vegg, en hinum hampað, sem eru með nógu marga hillumetra tíl að koma fyrir alls kyns Hong Kong- varningi. I þeirri verslun sem ég veiti forstöðu er fullt af vörum, sem eru langt undir heildsölu- verði, og ég á erfitt með að sætta mig við það að við séum sagðir vera hér með dýrustu verslunina. Það stenst ekki. Hitt er rétt, að í litlu plássi getur maður ekki leyft sér að vera með annars og þriðja flokks vörur. Fyrirspurn til fjármálaráöherra Sveinn Sveinsson, fyrrverandi kaupmaður á Vesturgötunni, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það hafa verið miklar verð- hækkanir undanfarið og sérstak- lega um síðustu mánaðamót. Mér er þó sagt að eitt sé það, sem ekki hafi hækkað lengi, en það eru bíla- stæði, sem opinberir starfsmenn hafa hjá ríkinu. Ef þetta er rétt, þá leyfi ég mér að beina þeirri spurningu til fjármálaráðherra, hvort honum finnist ekki sann- gjarnt, að þessi þjónusta hækki svipað og önnur opinber þjónusta. Hafi þetta gleymst, ætti ráðherr- ann að geta kippt þessu í lag með einu símtali. Innilokuð á haglausu túni María Albertsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: -r Á túni hérna rétt hjá okkur úti á Álftanesi, nánar tiltekið í svokallaðri Hákotsmýri, var beitt langt fram á haust í fyrra. Snemma t vor voru svo sett fimm hross inn á túnið. Ekkert var borið á ög nú er búið að vera þar hag- laust svo vikum skiptir. Enn eru þó tvö hross innilokuð þarna á túninu og þau eru meira að segja á járnunum ennþá. Þarna er ger- samlega skjóllaust og túnið nán- ast samfelldur svellbunki. Mér finnst það herfilegt, að fólk sem hefur hross sér til gamans, til þess að ríða út á sumrin, skuli ekki sjá sóma sinn í að gera betur við skepnurnar en þarna er raunin á. Ég var að velta því fyrir mér, hvort þetta varðaði ekki jafnvel við dýraverndarlög. Samhengis- laust rugl Ragnar hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég hélt í þá von í lengstu lög, að ráðamenn útvarps sæju að sér og gæfu nýrri rokktónlist meiri gaum og tíma en að skjóta einu og einu lagi samhengisiaust inn í syrpuþætti. „Sitt af hverju í rusla- kistunni" ættu syrpurnar raunar að heita, því að þar er bæði tíma þolenda og útvarpsmanna kastað á glæ. Tilmæli til sjónvarpsins 7503-3419 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Mig langar til að beina þeim tilmælum til sjónvarpsins að það láti ekki fram hjá sér fara ís- landsmeistarakeppnina í gömlu dönsunum sem haldin er um þess- ar mundir, en úrslitalotan fer þar fram 12. desember nk. Gaman væri að fá að sjá eitthvað frá þess- ari keppni, einkum þó úrslitunum, og veit ég að það yrði vel þegið, t.d. af fólki úti á landi. Hvað kostaði að hafa Friðrik Ólafsson í FIDE? Elísabet Gíslason hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér leikur forvitni á að vita, hvað það hefur kostað ókkur ís- lendinga alls að hafa Friðrik Ólafsson í FIDE (skrifstofuhald, ferðalög, laun o.s.frv.). Svo langar mig einnig til að vita, hvað miklu fé við vörðum til kosningabaráttu hans, sem fram fór nýverið. Frið- rik gaf í skyn í þættinum Á hrað- bergi, aðspurður og dró ekki dul á að honum þótti lítið til koma, að það hefði verið „skítur á priki“. Okkur verður lftið úr miklu U.S. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég er orðin þreytt á að heyra þetta mjálm út af skólabókunum og að peninga vanti fyrir náms- gögnum. Ég vildi gjarna að sami háttur væri hafður á og þegar ég var í skóla, að bækurnar væru aft- urkallaðar að vori, eftir notkun, og hegðunareinkunnir nemenda færu m.a. eftir því í hvernig ástandi þeir skiluðu bókunum. Ég var með þrjú börn í einu á skólaaldri og ég ætla ekki að nefna allt það bóka- flóð, sem fylgdi þeim, allar þær bækur sem maður tímdi ekki að henda, enda eins og nýjar; þrjú stykki grasafræði, þrjú stykki landafræði. Ég svitnaði þegar ég sá á eftir öllum þessum verðmæt- um í öskutunnuna. Það er alveg ægilegt hvað okkur íslendingum verður lítið úr miklu. Það væri létt verk að draga svo um munaði úr skólabókakostnaðinum. Þetta eru blákaldar staðreyndir. Fyrst ég er farin að tala um skóla, langar mig til að nefna ann- að sem einnig tengist námi og skóla. I gamla daga var okkur sem bjuggum úti á landsbyggðinni ætl- að að ganga í bréfaskóla, það var fullgott handa okkur. Af hverju geta fangarnir á Litla-Hrauni ekki stundað nám í bréfaskóla? Mér finnst hann fullgóður handa þeim og þar geta þeir einnig tekið próf. Ég er á móti því að þessir menn séu úti í samfélaginu, með-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.