Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 $kó5míðaviririU5tofu mína heíi eg flutt á Laugaveg 17 B. (Þar sem bæjar- vinnustofan var áður). — Vönduð vinna! Fljót afgreiðsla! Virðingarfylst Porlákur Guðmundsson. sem Leikfélagið leikur í haust, er þegar byrjað á æfingum. Frú Stefanía Gnðmundsdóttir leikkona fór í gær á Lagarfossi til Ameríku ásamt þremur elstu böm- um sínusn. Hún mun dvelja vestra í vetur. Skipaferðir. Lagarfoss fór á- leiðis til Ameríku í gær með fjölda farþega. Godthaab kom í gær á leið frá Grænlandi til Khafnar. E.s. Kakali fór til Dýrafjarðar. í morgun kom Jón Forseti frá Englandi með kol. Magnhild fer í dag til Engl. Kreikt var í gærkvöldi á all- mörgum götuljóskerum, og er nú kappsamlega unnið að því, að hreinsa þau sem enn hefir ekki verið kveikt á. Jórarinn Tnlinius kona hans og tvær dætur komu hingað á Gullfossi að norðan. Mælingamenairnir dönsku hafa nú lokið starfi sínu nyrðra í sum- ar og komu hingað á Gullfossi á leið út. Heyskapnr á Norðurlandi hefir verið meiri í sumar, en hann lengi hefir verið. Tíðarfarið hefir verið þar mjög gott því nær í alt sum- ar, segja þeir sem að norðan koma. Athygli manna skal vakin á auglýsingunni hér í blaðinu um umsóknir úr EHistyrktarsjóði Rvk. Þær skulu komnar til borgarstjóra fyrir lok þ. m. Yeðrið í morgnn. Vestm.eyjar . . . ASA, hiti 8,i. Reykjavík .... AS, hiti 6,6. ísafjörður .... logn, hiti 5,6. Akureyri .... S, hiti 6,5. Grímsstaðir ... S, hiti 4,5. Seyðistjörður . .. logn, hiti 7,7. Þórsh., Færeyjar S, hiti 8,3. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð fyrir suðvestan land, loftvog fallandi á Suðurlandi °g í Færeyjum en stígandi á ísa- firði, hæg suðaustlæg átt. Útlit fyrir svipað veður fyrst um sinn. Eldgos f Norður-Svíþjóð. Stærðar björg þeytast”* upp úr 1OO m. víðum gig. Eidgos, |ef [eldgos skyldi kalla, varð 3. ágúst í Norður Svíþjóð í fjalli því f Lappmörk er Eystra- Starbetjarve nefnist. Ekki var um neitt hraunflóð að ræða, eða ösku, heldur þeyttust björg, mold og steinar hátt í loft upp, upp úr ca. 100 m. víðum gíg, og 6 metra djúpar sprungur komu í jörðina í allar áttir. Tveir lappar sáu þessa jarð- byltingu og sögðu námufógetan- um á þessu svæði frá henni. Þeir sögðu svo frá, að þegar þeir 3. ágúst hefðu haldið til í kofa við fjallsræturnar, hefðu þeir skyndi lega heyrt undirgang mikinn og hefði jörðin tekið að leika á reiði- skjálfi undir þeim. Er þeir komu út, sáu þeir biksvartan skýja- bólstur stíga upp af fjallinu. Þetta tók að eins nokkrar sekúndur. Þegar námufógetinn, Enroth að nafni, 14 dögum sfðar kom á vettvang, sá hann vegsummerkin, alinnargild grenitré vorn kubbuð sundur, mold og grjóti var um- turnað og gríðarstór björg, er vógu á að giska margar smálestir, höfðu færst marga metra úr stað. Að öllum líkindum hefir þetta sama fjall gosið fyrir um 100 árum. A einum stað í því er hvít sprunga, sem sést Iangar leiðir að. Moldin er rifin búrtu, og það skín í kvarzkent bergið. Þessi atburður er mjög merki- legur, vegna þess einkum, að ekki hefir verið talið að þessu, að eld- gos ættu sér stað á Skandínavíu- skaganum. Fregnin er tekin eftir norsku blaði og er engin ástæða til að rengja hana. INoregi. Brotlegt í annað sinn. Fyrir nokkru var getið um það hér í blaðinu, að gistihús eitt í Kristianiu hefði vesið sektað um 1000 kr. fyrir okur á leigu. Nú hefir sama gistihúsið verið kært aftur. Að þessu sinni fyrir það, að lefgja eldhús með 2X31/* m. og gólffleti fyrir 728 kr. um árið. Eldhúsinu fylgja tveir stólar, rúm, borð og eldhúsbekkur. Það er hluti aí tveggja herbergja íbúð, þar sem leigja 10 menn, sem greiða 14 kr. á viku (728 kr. ár- lega) í leigu. Gistihúsið hefir þannig kringum 8000 kr. í leigu af þessum tveim- ur herbergjum, en venjuleg leiga er 500 kr. Áskorun til alþýðunnar. Verkalýður! Konur og menn! Gefið nákvæman gaum hvaða verzlanir það eru, sem auglýsa í Al- þýðublaðinu, og hverjar verzlanir gera það ekki, og hagið ykkur eftir því. Merktar tóbaksdós- ir fundnar. Vitjist á Njálsgötu 32 b uppí. Skyr og rjómi fæst á Caffé Fjallkonan. Ritstjóri og ábyrgðarmaðsK: Ólafur Friðriksson. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.