Alþýðublaðið - 13.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.08.1931, Blaðsíða 3
 3 kensla á dag a. m. k. 8 stunda vinnu í itLeðalta]. ef starfið er svo xáekt sem skyldi, — svo að alJir, sem ant er um, að kenslan komi börnunum og par með þjóðinni allri að sem beztum not- um, ættu að geta séð, að það borgar sig betur að bæta launin svo, að þau séu lífvænleg án aukastarfa. Þótt hér hafi að eins verið vitnað til kennaralaunanna í Reykjavík, pá eru pau einnig alt of lág annars staðar á landinu til pess að fjölskyldumenn geti gefið sig óskiftir við' keiislunni Nú flytur Jón Baldvinsson frumvarp á alpingi um bætt launiakjör barnakenniara, og er pó mjög í hóf stilt um launin. Þjöð- inni er vafalaus gróði að sam- pykt frumvarpsins, svo að kenslustarfið purfi ekki að vera hornreka sökum pess hve pað er illa borgað. Bæjarmál. Atvinnnleysismálið. (Frh.) En tvær nýjar götur í Skóla- vörðuhotti, siem ætlaðar eru til 58000 krónur, og malbikun Liaugavegar frá Suðurlandsvegi að Hverfisigötu, sem verja á ti) 60000 kr„ — við peim er ekki hreyft, enda ókunnugt um að neinir „máttarstólpar pjóðfélags- ins“ eða íhaldsins eigi par heima. Alls er sv-o að sjá, samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins, að ó- unnið sé á pessu ári að ýmis konar gatnagerð fyrir á annað hundrað púsund krónur. En -alls er óunnið ýmsum fram- kvæmdum bæjarins, sem fjár- hagsáætlunin ákveður að vinina skuli á pessu ári, fyrir nokkuð á aðra milljón króna, og par sem mikill hluti pess fjárs myndi verða greiddur í vinnulaun ýmis konar, sést bezt hvílík höfuð- synd pað er, að fresta pessum framkvæmdum eins og gert er, í pví árferði, sem nú er. Sést á pessu eins og mörgu fleiru skyld- leiki litla og stóra íhaldsins. „Friamsóknarmenn“ á pingi neyð- ast til að taka upp í fjárlögin smáupphæðir til verklegra fram- kvæmda, en svo eru flokksmenn- irnir bara látnir sampykkja að af pessu megi stjórnin draga einn fjórða hluta. íhaldið í bæjar- stjórninni er líka tilneytt að taka upp í fjárhiagsáætluninia ýmsar nauðsynlegar framkvæmdir, en síðan er sezt á fjárveitinguna, haklið að sér höndum og ekkert gert. íhaldið reynir áð afsaka sig með pví, að fé sé ekki til. En fyrst og fiemst er pað lítil af- sökun og heldur bágborin synda- játning hjá íhaldinu, ef áratuga stjórn pess á bænum hefir orðið svo blessunanik, aÖ bærinn gæti ekki fengið lán til nauðsynlegra framkvæmda, en heimild til lán- töku fékk borgarstjóri hjá bæj- arstjórn 7. jan. í vetur. En nú er ekki pví til að dreifa, eins og áður er sagt, bærinn hefir átt og á kost á fé að láni í Englandi, og pað er ekki að eins hneyksl- anlegt heldur glæpsamlegt, pegar eins inikið liggur við og nú, að sem mest sé unnið, að nokkuð skuli pá' ógert látið, sem skapað getur vinnu. Allir, sem finna til pess, 'hve hræðilegir gestir eru atvinnuleysið og hungurvofan, sem pví fylgir, ættu að geta sám- einast um pá kröfu, að nú taf- arlaust verði byrjað á peim fram- kvæmdum, sem fjárhagsáætlunin ákveður. En pad er ekki nóg. Það ástand, sem nú er að skap- ast í bænurn, krefst pess, að unnið sé langt um fr,am pær f járupphæðir, sem íhaldsmeiri- hlutinn ákvað að láta vinna fyrir. En pegar gera á kröfur um auknar framkvæmdir, hlýtur eitt mál að verða ofarl-ega í huga allra hugsandi manna sem eitt af peim verkum, er bæði skapi atvinnu og hafi stórkostLega pýð- ingu fyrir allan hag og líðan bæjarbúa. Þetta mál er rœktun bœjarlmydsins og stofnun kim- bús. Það kann nú að pykja frem- ur ósigurvænlegt að tala um sitofnun kúabús við meiri hliuta bæjarstjórnarinnar, og satt er pað, óbilgjörn feyrnst hún íhalds- (klöppin í bæjarstjórninni, en fyr- ir nauðsyn pess, að bærinn stofm kúabú, er hægt að færa svo steiik rök, að réttlát neiði alménnings ætti að vera peim vís, sem par risu á móti. Nýlega hefir verið frá pví skýrt í blaði . hér í bænum („Tímarír um“), að mjólkurnotkun bæjar- búa myndi vera til jafnaðar einn kaffibolli á mann á dag, erq par með talin börn og sjúkling- ar, sem á engu öðru nærast, og er pá sýnt, hve stór mjólkur- skamtur muni vera hjá fjölda heimila. En um nauðsyn og gildi mjólkurinnar liggja fyrir svo ó- yggjandi skýrslur og sannanir, að pær mun enginn treysta sér til að rengja. En af hverju er mjólkurnotkun hér svo lítil? Blátt áfram af pví, að hér eru hundruð og sjálfsagt púsundir heimila, sem ekki geta keypt mjólk, nema af svo skornum skamti, að hedlsiu Oig jafnvel lífi pess fólks er stór hætta búin. Það mun ef til vill pykj-a öfgar, að lífi fólks sé hér hætta búin af mjólkurleysi, en imjólkurskortur í æsku kemur fram sem kirtlaveiki á unglings- árunum og berklaveiki síðar meir, Beztu egSpzkn cigarrettunar í 20 stk. pökk- um, sem kostar kp. 1,20 pakkinn, eu Soussa Cigarettur frá Nicolas Soussa fréres, CairO. Einkasalar á íslandi: Tébaksverzlnn tslands h. f. Kaibáturinn Nautilus, sem nú ér loks lagður af stað í norðurförina. NRP. 12. ágúst. FB. Nautilus, kafbátur Wilkins, fór í gærmorg- un frá Skjervoy áleiðis til Sval- barða. um pað ættu læknarnir að geta borið. En ástæðurnar til pess, hve mjólkin er dýr og pví alt of lítið notuð, eru tvær, mikill flutningsr kostnaður, par sem oft er uro mjög langan flutning að ræða, og óhæfileg álagning og okur mjólkurhringanna: Mjólkurfélags- ins og Korpúlfsstaða. Eina ráð- ið til pesis að lækfca mjólkur- verðið og par með koma í veg fyrir heilsuleysi' og úrkynjun vegna skorts á pessu nauðsyn- lega næringarefni, er pað, að bærinn sjálfur setji upp kúabú. Nú vill svo vel til, að bærinn á stór óræktuð, en vel ræktanleg lönd. Það ætti pví ,að vera efst á blaði hjá öllum peim, sem gera kröfur um atvinnubætur, að tekið verði af alefli til við ræktun bæj- arliandsins svo að sem allra fyrst verði hægt að stofna hér kúabú, En pað eru fleiri vandamál, sem krefjast skjótrar úrlausnar. Sjón er sögu ríkari um pað, hve húsbyggingar hafa verið litlar hér í sumar. Húsnæðisvandræði hljóta pví að verða mikil hér í haust, og áreiðanlegt, að bærinn piarf að sjá fjölda fólks fyrir húsnæði í haust. Úr peim vand- ræðum verður trauðla bætt á betri hátt en pann, að bærinn láti tafarlaust byrja á byggingu í- búðarhúsa, húsa, sem væru mannabústaðjf, en ekki purkhjall- ur eða gripahús. En fleiri purfa að, fá vinnu en komist gætu að við pessar fram- kvæmdir, jafnvel pó pær væru allar unnar í stórum stíl, enda er margt fleira, sem gera parf. Mörg hundruð heimila víðs vegar um bæinn óska eftir að geta notað gas til suðu, en fjöldl gatna er, ,sem gaspípur hafa aldr- ei v-erið lagðar í, og svona mætti lengi telja. ÖIl pau verk, sem hér hefir verið vakið máls á, eiga pað sameiginlegt, að pau eru sjálf- sögð vegna atvinnuleysisins, og nauðsynleg vegna hagsmuna bæj- arbúa. En nú er eftir „örðugasti hjallinn“, ,að neyða meiri hluta bæjarstjórniarinnar til fram- kvæmda. Til pess verður að hefja öfluga isókn og neyta allra ráða. Við verðum að knýja meiri hlut- ann til pess að sjá að okkur sé alvara með pesisar kröfur, og sannfæra hann um, aÖ peim vilj- um við fylgja til hins ítrasta. 6. ágúst. Reijkvíkingur. Georg Kempff prestur frá Wittenburg heldur orgel-konsert í frikirkjunmi á föstudaginn kl. 9 síðd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.