Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Kvaran, listfræöingur og forstööumaöur safnt Einars Jónssonar, og Oliver Steinn, bókaútgefandi, handleika listaverkabók Einars í bókbandsvinnustofu Bókfells. L|ó.m. mm. köe. varð honum vel til vina, og margar ágætar danskar fjölskyldur voru boðnar og búnar til að opna hon- um hús sín. Það, að hann gróf sig svo niður hér heima, var einungis til þess að fá ekki allt og alla yfir sig, en sú hætta liggur jafnan við borð í smáum bæjum eins og Reykjavík. Þetta var mér einnig ljóst, og þessvegna hvarf ég að sama ráði eftir að ég kom frá Kaupmannahöfn. Ég vildi ekki ánetjast neinu, er líklegt væri til að taka af mér ráðin, og hafnaði allri þátttöku í samkvæmislífi og öðrum nauðsynjalausum félags- skap." Frændurnir Ásgrímur og Einar urðu báðir afkastamenn í heimi hárrar listar. Málverk Ásgríms má sjá á fjölda einkaheimila auk þeirra, sem eru til sýnis í safni hans og öðrum söfnum. En verk Einars bíða þögul þeirra, sem í Hnitbjörg hans leggja leið sína, og nálega hvergi annarsstaðar. I vinakynnum var Einar Jóns- son yfirlætislaus og ljúfur, alvöru- maður en jafnframt gæddur lif- Örsigar mennta- og lærdómsmaðurinn, Ch. Hiinerberg, sem lauk ítarlegri frásögn sinni þannig: „Slík listaverk skapar enginn, nema listamaður, sem það hefir sannreynt, að guðsneistinn í mannssálunni er hið skapandi hugarflug, sem sífellt leitar að nýjum leiðum, nýju útsýni, lista- maður sem hefir gert sér þess al- varlega grein, að sú hætta er ávallt fyrir dyrum, að láta flækj- ast í veiðinet vanans og missa þar víðsýni og mátt til hins frjálsa flugs. Aður en ég kvaddi hið gestrisna hús Einars Jónssonar gengum við að endingu upp á svalir hússins. Mildir geislar síðkveldsólarinnar léku um hið sérstæða, stórbrotna og nálega örlögþrungna íslenzka landslags. Þetta var sem drauma- heimur. Og þarna kvaddi ég lista- mann, sem með innri glóð gengur að verki og skapar listaverk með samstilltu átaki tilfinninga- og vitsmunalífs." Engum, sem verk Einars skoð- ar, getur dulizt, hve trúarviðhorf- in eru máttug í þeirri list, sem an mann, er reis til listar í mynd- listarsnauðu landi, með bók- menntir þess og sagnir að bak- hjarli, evrópska menningu 19. ald- ar undir fótum og blikandi trú- arstjörnu sína að leiðarvísi." Trú- arheimi Einars Jónssonar verða hér ekki gerð skil. Honum kynnast menn bezt af „Skoðunum" hans, framhaldi af „Minningum" hans, er út komu 1944. Á síðari árum gerðist Einar í æ ríkari mæli einsetumaður í sínum Hnitbjörgum við hlið trúfastrar konu. Sumir virtu honum það til ámælis, hve viðskila hann varð nýtízkulegri liststefnu og hve litla samúð hann hafði með þeirri list, sem þá var að verða ráðandi tízka. Sjálfur hafði hann ungur lent í sterkri andstöðu við ríkjandi liststefnu þeirra tíma og brotið hiklaus allar brýr að baki sér til að ganga sem einfari sinn veg. Nýrri tízku í list var hann undir ævilokin eins andvígur og valdi hennar yfir ungum listamönnum. Til hans og ekki annarra var lengi að leita um höggmyndir hér á landi. Og myndir hans standa á Leikslok hann skóp, og þeim mun frekar sem lengra á ævi hans líður. Um trúarlíf sitt, sem annað, fór hann eigin götur með opinn hug við austri og vestri, óháður kirkju- kenningum um margt. í trúar- heimi hans skipaði Kristur önd- vegi. í ágætri grein, sem Jónas Jónsson, fv. ráðherra, reit um Ein- ar hálfsjötugan, bendir hann á þá trúarlegu endurfæðingu hans, sem verður frá því er hann gerir frum- mynd sína af Ingólfi og til þess, að hann fullgerir þá Ingólfsmynd, sem íslendingum er hjartfólgin. í riti sínu, Islenzk myndlist á 19. og 20. öld, 2. b., segir Björn Th. Björnsson listfræðingur um Ein- ar, að safn hans sé „undarlegt en brotalaust minnismerki um þenn- opnum svæðum víðar. Eirsteypur verka hans standa í Austurríki, Danmörk, Póllandi, Bandaríkjun- um, Kanada, Noregi og Færeyjum auk þeirra, sem reistar hafa verið hérlendis. Af fyrstu myndastyttunni sem honum var trúað fyrir að reisa, styttu Jónasar Hallgrímssonar, hafði hann síður en svo gleði. Hann var neyddur til að afhenda mynd, sem mjög var á annan veg en hann vildi. Minnisvarðanefndin bar listamanninn ráðum í það sinn, en á því brenndi hann sig aldrei aftur. Sjálfum sér veitti hann þá uppreisn síðar að gera fagurt listaverk: „í minningu skáldsins," mynd Jónasar eins og hann sá hann og elskaði. í Kaupmannahöfn 1902. Frá vínstri: Guömundur Bsnadiktaaon, Páll Saamundaaon, Sigurður Eggerz. Jóhann Sígurjónsson og Einar Jónsson. samkvæmismaður í víðum og stór- um heimi. Á þeim vegum var honum eng- inn samferða eins og konan hans. Flest verk hans hafði hún séð verða til, fylgzt með þeim frá lít- illi frumgerð og til þeirrar gerðar, er listamaðurinn gaf þeim að lok- um. Hvað fyrir honum vakti með hverju einstöku verki, vissi hún bezt. Einar færðist oftast undan að ræða það, og því er fylgt í þess- ari stuttu æviminningu hans. Honum var lítt um það gefið, þeg- ar menn urðu ofur háfleygir á kostnað listamannanna. Einar Jónsson andaðist 18. október 1954, örfáum dögum eftir að hann rúmlega áttræður lagði síðast hönd að verki. Lík hans var lagt í mold að gömlu kirkjunni hans í Hrepphólum, en kveðjuat- höfn var áður haldin í Dómkirkj- unni á vegum ríkisstjórnarinnar. Margskonar heiðursmerki, inn- lend og erlend höfðu honum verið veitt, nafnbætur og heiðurslaun. Framan á fótstallinn undir styttu Jóns Sigurðssonar gerði Einar lágmyndina Brautryðjand- ann. Brautryðjandi varð hann sjálfur í íslenzkri list. Ekki svo, að hann eignaðist sporgöngumenn, sem líktu eftir list hans. Það hefði orðið honum ógeðfellt. En hvað sem líður stefnum og straumum, tízkufyrirbærum, sem fæðast og deyja, skipar Einar Jónsson þann sess í íslenzkri listsögu, sem aldrei verður frá honum tekinn. Frú Anna Jónsson lifði í ekkju- dómi í tvo áratugi og komst á tí- ræðisaldur, andlega hraust og með allan huga við safnið, sem hún veitti forstöðu unz hún var hálf- níræð, og það síðasta, sem hálf- blind augu hennar greindu, var ljósmynd af Einari, sem stóð á náttbórði hennar í sjúkrastofunni. Hún var lögð til hvílu í Hrepp- hólakirkjugarði við hlið mannsins, sem hún hafði gefið líf sitt allt og hlaut raunar lífshamingju sína að launum. Faaðing Psyche. myndhlutl Þeir sem þekktu Einar Jónsson, skildu, hversvegna hann einangr- aði sig viljandi á síðari árum, þótt hann hefði fram eftir árum haft yndi af samneyti við féiaga og vini, sem hann naut sjálfur mik- illa vinsælda af sakir háttvísi, glæsimennsku og sérstæðs gáfna- fars. Vini hans og frænda, Ás- grími listmálara, farast þannig orð í Myndum og minningum, sem Tómas skáld Guðmundsson færði í letur: „Ég hef einatt rekizt á þá skoð- un, að Einar frá Galtafelli hafi verið mjög einrænn að eðlisfari, en það er fjærri öllum sanni. Hann var þvert á móti mjög glað- lyndur og mannblendinn, enda andi kímnigáfu. Hugarheimur hans var víður og hár, þekking hans á listum og listsögu djúptæk og rætur íslenzkrar menningar í aldir aftur þekkti hann. Og hann unni Hávamálum beggja, Norður- landa og Indíalands. Þjóðin hans hafði að honum fornspurðum gefið listasafni hans heitið Hnitbjörg, eftir berghöll þeirri, er fornu fræðin segja að skáldskaparmjöð- inn geymi. Það þótti honum yfir- læti og hirti lítt um. En höfuð- skáldum, er sungu Einari lof, og öðrum þeim, er dáðu list hans, þótti sannnefni. í Hnitbjörgum, og síðustu árin jafnframt í litla húsinu í garðin- um við safnið, undi Einar að lok- um, einfari í list sinni og lífi, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.