Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 4

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Fara nú senn að verða tíundaðir allir dagar? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli: Dagar mínir og annarra, ritsafn 4. bindi. Útg. Skjaldborg, 1982. Boðað er í formála þessa fjórða bindis ritsafns Einars Kristjáns- sonar, að eitt bindi að minnsta kosti muni koma til viðbótar, verða þar smásögur sem eru upp- seidar. í þessari bók eru einkum útvarpserindi, sem höfundur hef- ur flutt við ýmis tækifæri og þá eru þar nokkrar frásagnir af för höfundar til útlanda o.fl. Flestir' þessir kaflar eru þægilegir af- Einar Kristjánsson lestrar, en stundum ætlar höfund- ur þó að vera óþarflega hógvær og gefur í skyn meira lítillæti en hann býr sva sem yfir ef marka má ýmsa aðra kafla. Auðvitað má alltaf deila um, hversu merkileg útvarpserindi og tækifærisræður eru, skyldi sýknt og heilagt vera ástæða til að láta þau í bók? Sér- staklega þegar mörg þessara er- inda eru tímabundin og fjalla um atburði stunda sem eru löngu liðn- ar og málin sem reifuð eru, horfin úr minni flestra nema kannski höfundarins sjálfs. Mér fannst einna mestur akkur í að lesa um Rússlandsför Einars Kristjánssonar ásamt þeim Sveini Einarssyni og Oddi Björnssyni. Þar voru ágætar lýsingar og læsi- legar, en þarna skaut stöku sinn- um upp kollinum þessi ósannfær- andi hógværð sem ég minntist á og er ekki höfundi til neinnar verulegrar upphefðar, af því að hún er ekki frá hjartanu komin. Einar Kristjánsson er rithæfur með ágætum og ritglaður með af- brigðum. Hann hefur oft og einatt gott til mála að leggja í þáttum sinum og margir þeirra eru læsi- legir. En að gefa út ritsafn í mörg- um bindum, sem m.a. hefur inni að halda suma harla þynnkulega þætti finnst mér nú einum of mik- ið af því góða. Lambakjöt Kr. 1/1 skrokkur 65.10 1/2 skrokkur 66.20 Lambahryggur 72.90 Lambalæri 72.90 Úrbeinaö lambslæri 105.00 Úrbeinuð fyllt lambslæri 110.00 Úrbeinuð rauðvínsmarineruð Lambslæri Marineraðar lamba- 110.00 Kótilettur Marineraðar lamba- 89.00 Lærisneiðar 89,00 Lambakótelettur 84.95 Grill-kótelettur 84.95 Lærisneiðar 84.95 Framhryggur 84.95 Súpukjöt 60.25 Lambascnitsel 150.00 Lambageiri 125.00 Kindahakk 79.00 Kinda-scnitsel Lambasaltkjöt 145.00 Nautakjöt Kr. Nautalundir 277.00 Nautafille 277.00 Nauta T-bone steik 204.00 Nautakótilettur 138.60 Nautabógsteik 97.00 Nauta-Osso buco-steik 83.50 Nauta-ofnsteik 82.00 Roastbeef 257.00 Nauta-paprikusteik 280.50 Nautabuff að dönskum hætti 260.00 Nautabuff 257.00 Nautahakk 134.00 Nauta-gúllas 196.10 Buff Stroganoff 198.10 Nauta Bacon-steik 185.00 Beinlausir fuglar 195.00 Kryddaðir ham- borgarar 13.00 stk. Folaldakjöt Kr. Svínakjöt Kr. 1/1 ný svínalæri 115.00 Úrbeinuö ný svinalæri 194.00 1/1 reykt svínalæri 148.80 Úrbeinað reykt svinalæri 217.00 Hamborgarahryggur 260.00 Nýr svínahryggur 240.00 Skinkusteik 121.90 Víkingasteik 135.00 Nýr svinahnakki 172.50 Svínalundir 288.00 Svínakótilettur 244.30 Hangikjöt að norðan og úr Þykkvabænum ^ 1/1 læri 99.55 1/1 úrb. læri 175.00 Frampartur 60.00 Úrb. frampartur 125.00 Svið 35.75 London lamb 145.00 Laufabrauð að norðan Folaldabuff Folaldagúllas Folaldakótilettur Folaldaschnitsel Fotaldahakk 148.00 138.00 148.00 148.00 55.00 Aligæsir Holda kjúklingur Grill kjúklingur Rjúpur kr. 208 kg. kr. 123.00 125.70 85 kr. stk. Kredikortaþjónusta Opiö í hádeginu alla daga. Opiö til kl. 22 laugardag. Tökum niöur pantanir. Sendum heim. Grensásvegi 26 sími 38980 — 36320 BORGARKJÖR Ein af myndskreytingum Alfreðs Flóka í Hrollvekjum. Munaðarfullur hryllingur Bókmenntír Jóhann Hjálmarsson HROLLVEKJUR. Atta sögur. Alfreð Flóki myndskreytti. Iðunn 1982. Hrollvekjur eru með skemmti- legri bókum sem komið hafa út á árinu. Nú ætti kannski að setja skemmtilegur innan gæsalappa vegna þess að það er óhugnaður í þessum átta sögum, þær vekja hroll eins og heiti bókarinnar vitnar um. En það er fyrst og fremst bók- menntalegur ávinningur að fá þessar sögur þýddar á íslensku. Flestir höfundanna eru nær óþekktir hér heima þótt orðstír þeirra sé mikill meðal annarra þjóða. Vitanlega þekkja allir Edgar Allan Poe, en sögur hans Hjartslátturinn og Svarti köttur- inn eru meðal sagnanna í Hroll- vekjum, þýðandi þeirra er Þór- bergur Þórðarson. Tvær sögur úr spænskumælandi heimi eru í Hrollvekjum, báðar þýddar af Guðbergi Bergssyni. Höggna hænan er eftir Horacio Quiroga frá Uruguay, Beatrís eftir Spánverjann Ramón Maria del Valle-Inclán. Höggna hænan er sterk saga, ógnvekjandi lýsing á fjórum fábjánum og systur þeirra. Beatrís er hlaðin kynferðislegri dul úr umhverfi trúar og særinga. Kóngulóin eftir Þjóðverjann Hanns Heinz Ewers sem Árni Björnsson þýðir er mögnuð saga um kynleg sjálfsmorð í París. Stysta sagan er Mitre Square eftir Danann Ulf Gudmundsen og þýdd af Ingibjörgu M. Alfreðs- dóttur. Gudmundsen er kunnastur fyrir ljóð sín og ferðasögur, en í Mitre Square leiðir han lesandann til fundar við kvennamorðingjann Jack the Ripper í London. Þetta er hnitmiðuð og sannfærandi saga. Tónlist Erichs Zann eftir H.P. Lovecraft, Bandaríkjamann af breskum ættum, þýdd af Úlfi Hjörvar er dæmigerð draugasaga, illir andar leika lausum hala í sög- unni. Charlotte Perkins Gilman var bandarísk og starfaði í kvenna- hreyfingu þar í landi. Gula vegg- fóðrið eftir hana sem Úlfur Hjörv- ar þýðir er eiginlega saga um hjónaband, eiginmaður kúgar konu sína. En það er furðublær á allri sögunni, einkennileg stemmning. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um fyrrnefndar sögur Poes. Þær eru keimlíkar, válegar í brjál- æðislegu hugarflugi sínu. Það er sagt að til þess að semja góða hrollvekju þurfi menn að vera myrkfælnir. Eflaust hafa margir þessara höfunda verið það. Val þessara sagna hefur tekist vel og allir hafa þýðendurnir unn- ið sitt verk vel. Sumir þeirra höfunda sem eru kynntir í Hrollvekjum hafa lengi verið meðal uppáhaldshöfunda Al- freðs Flóka. Það var því tilvalið að fá hann til að myndskreyta Hrollvekjur. Hann hefur líka gert það af sannri innlifun. Andrúms- loft þessara gömlu sagna á einkar vel við hann og Gudmundsen kann hann að túlka öllum betur. Von- andi eru myndskreytingar Flóka í Hrollvekjum upphaf þess að hann myndskreyti fleiri bækur. Flóki er meðal snjöllustu myndlistar- manna, á sinn eigin stíl sem nýtur sín sérstaklega við túlkun á mun- aðarfullum hryllingi. Nokkrar sagnanna í Hrollvekjum eru ein- mitt slíkar sögur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.