Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Gerður Kristinsdóttir og Kristján Sigurðsson ásamt börnum sínum, Júlíusi og Hlyni. Heimilishundurinn heitir Táta. — og ný búgrein Kristján Sigurðsson í nýja hænsnahúsinu. Ba-jum, 25. október. ÞEGAR komið er utan að Snæ- fjallaströndinni, heim Ármúla- melana, sem svo er kallað, og heim á hvarfið, blasa þar bæjar- og pen- ingshús á Ármúla við auga manns nýmáluð og vinaleg, og þar sem þar nú nýtt mannlíf um garða gengur, virkar það á tilfinninguna sem sól rísi í suðri, eftir þá ein- manakennd sem á hugann leitað hefur þá mannfólk allt fluttist þaðan fyrir hálfu öðru ári síðan, og dauðakyrrð ríkti, sem áður var mannlíf fagurt og vinir i hlaði, sem hverjum í stofu boðið var, sem þar að garði bar. Það er staðarlegt á Ármúla og rómantísk fegurð þar við auga blasir á sólgylltum sumardegi, þá kvöldsólin í hafið sígur undir spegilsléttan hafflötinn í útnorðri og Djúpið sínu fegursta skartar í öllum sínum mikilleik, en útsýnið þaðan annað það mesta um Djúpið hér af byggðum bólum að vera. Þarna var í sumar eitt stórhýsi mikið byggt frá grunni, sem nýja búgrein skal hýsa, með öllum þeim fullkomna tæknibúnaði, sem til- heyra má slíkri starfsemi, þ.e. um 5000 varphænum og holdakjúkl- ingum, sem hér um slóðir telja verður til stórbúskapar í þeirri grein. Á sl. vori settust að á Ármúla ung og dugmikil hjón, þau Krist- ján Sigurðsson, og kona hans Gerður Krstinsdóttir. Skrapp ég nýverið í heimsókn til þeirra að spjalla við þau, og fer það samtal okkar um tilveru daganna í stór- um dráttum hér á eftir. — Hvaðan ert þú, Gerður, upp- runnin á landi hér, komin alla leið hér til fastrar bólsetu inní ísafjarð- ardjúp? „Ég er fædd og uppalin á Djúpa- vogi og kynntist manni mínum Kristjáni þar, er hann þá starfaði hjá Kaupfélagi Berufjarðar." — I»ú ert, Kristján, veit ég fædd- ur og uppalinn í Hnífsdal. Hvað dreif svo á daga þína, að alla leið fórst austur á Berufjörð, voru það bara forlögin að fá þér konu? „Já, ég er fæddur og uppalinn í Hnífsdal, en fór 17 ára gamall til Keflavíkur, og byrjaði að vinna þar hjá Kaupfélagi Keflavíkur. Þar var þá kaupfélagsstjóri Gunn- ar Sveinsson, ungur og ötull mað- ur, svo sem hann á kyn til, ættað- ur úr Skutulsfirði, bróðir Guð- mundar Sveinssonar, netagerð- armeistara á ísafirði. Þetta eru hörkuduglegir bræður, synir Sveins heitins Guðmundssonar á Góustöðum í Skutulsfirði. Þaðan fór ég til Djúpavogs og starfaði þar hjá Kaupfélagi Berufjarðar og náði þar í mína ágætu konu, en fór svo til Noregs á samvinnuskóla þar, og var þar í eitt ár.“ — Kennur kannski samvinnublóð í æðum þínum? „Ekki beinlínis samvinnublóð, en þegar ég kom frá námi í Noregi 1962 tók ég við kaupfélagsstjóra- stöðunni á Eskifirði til ársins 1970 að ég gerist þá útgerðarStjóri fyrir togaraútgerðinni á Eskifirði til 1974 að við hjón flytjumst til ísa- fjarðar." — Nú flyst þú, Gerður, til Isa- fjarðar 1974 á annað algerlega ókunnugt iandshorn. Hvernig fund- ust þér umskiptin? „Eg hef alls staðar unað mér vel, hvar sem verið hefi. Var þar húsmóðir á mínu heimili, og sinnti þá oft um hænsnabú í Hnífsdai, sem maður minn og bræður hans stofnsettu þar og ráku þar til í vor að við fluttumst hingað." — Nú flyst þú, Kristján, heim til föðurhúsa þinna, ef svo má nær kalla, eftir 20 ára fjarveru í leit að fé og frama, sem þú svo sannarlega fundið hefur. Hvað kom til? „Bæði var nú það, að átthagarn- ir toga mann til sín, sem og þá annað hitt, að rækjuverksmiðja föður míns og bræðra í Hnífsdal var þá stofnsett, og fór þá inn í þann rekstur og fór að starfa við það. (Innskot spyrjanda: sem segja má að blómstrað hafi). Ja, svona gengið ekki slakar en geng- ur og gerist, en ég kunni hag mín- um vel á Austurlandi. En verkefni mín heima toguðu til sín og 1976 keyptum við Smjörlíkisgerð ísa- fjarðar og starfræktum hana nokkur ár, og stofnsettum einnig hænsnabúið Eggver, sem við starfrækt höfum þar til í vor að við fluttum hingað, og seldum það þá til að geta komið þessu fyrir- tæki upp hér.“ — En uppúr þessu öllu saman byrjið þið svo bræður verzlun á ísa- firði í samkeppni við Kaupfélagið. Átti það nú ekki að vera til að koll- varpa kaupfélaginu og gaf rækju- verksmiðjan svona mikið af sér til að fara úti verzlunarbransa. „Kveikjan að verzlun á ísafirði var einfaldlega sú, að það var varla hægt að segja að það fengist þar fyrir sig að éta. Verzlun var þar í algeru lágmarki og öldudal sem ekki virtist möguleiki á að yf- irstíga, en á engan háttgert til að kollvarpa Kaupfélagi Isfirðinga, þótt e.t.v. segja megi að enginn sé annars bróðir í leik, eftir að útí slaginn er komið, enda hefur kaupfélagið náð sér á strik síðustu ár, þótt Ljónið væri í fullum gangi. Fólk bara pantaði vörur í póstkröfu frá Reykjavík í tug- milljónatali um margra ára skeið. Fólk fékk ekki skó á fæturna hvorki fyrir börn né fullorðna um áraraðir nema panta það úr Reykjavík, og ekki einn einasti maður til í bænum, sem gat gert við skó eða bætt gat á stígvéli, þar til Ljónið tók þessa hluti að sér. Þá voru húsgögn og aðrir heimil- ishlutir einnig pantaðir og keyptir í Reykjavík í tonnatali, svo sem engin verulegur kaupstaður væri til í höfuðstað Vestfjarða. En rækjuverksmiðjan lagði aldrei fé til í verzlun okkar bræðra. — Þetta var smátt byrjað í litlu leiguhúsnæði sem starfrækt var í tvö ár eitt sér þar til vöru- markaðurinn var síðan byggður inni í Firði, í viðbót við verzlun okkar í bænum, þar sem risið hafði upp nærri því annar eins bær og gamli bærinn var, og engin hola þar af verzlun til staðar fyrir íbúa þeirrar stækkandi byggðar. Við þræluðumst í þessu nætur og daga og lögðum allar okkar eigur að veði fyrir þessu fyrirtæki." — Fyrst við erum að tala um verzlun, Kristján, þá langar mig að spyrja þig: Hvað veldur því að annað eins blómaskeið sem hér var um langan aldur í verzlun á ísafirði, hefði mátt heita lagst niður í seinni tíð. Ég ætlaði fyrir tveimur árum að fá mér spariföt, er ég var þar í kaup- stað. Jú, ég taldi 20 jakkaföt á ránni í aðalherrafataverzlun bæjarins, allt úrvalið sem til var, en ég var bara annaðhvort of lítill í nokkuð af þess- um fatnaði, eða þá alltof stór í hitt. Hvað veldur? „Þetta er ekki takmarkað við ísafjörð. Þetta er allsstaðar svona, minnsta kosti útá landsbyggðinni. Það sem skeði er það, að verzlun er ekki hægt að reka með neinum ábata, því grundvellinum er al- gerlega kippt undan starfseminni. Það kostar sífellt aukið fjármagn og alltof dýrt fjármagn. Verðlags- reglurnar voru verzluninni í mik- inn óhag. Óréttlát og röng verð- lagsákvæði reka til þess að vör- urnar eru seldar langt undir raungildi, og naglapakki sem kost- ar 500 kr. í dag er kannski kominn í 1000 kr. á morgun, og fjár- magnskostnaður í þessu sem öðru komin langt úr hófi.“ — Nú flyst þú Gerður, hér inn í fámenni sveitalífsins, hvernig líst þér á kringumstæðurnar? „Ég er ekkert bangin við að flytja um set og setjast að í ókkunri byggð. Eg bind miklar framtíðarvonir við þennan nýja stað. Uni vel hag mínum og þetta er eitt hið skemmtilegasta sumar sem ég hefi lifað og kvíði engu um einmanakennd né annmörkum. Hingað hafa margir gestir og gangandi komið í sumar, bæði sem þekktu til hér áður frá fyrri ábú- endum, sem og okkar fólk. Ég labba hérna upp í Múlann í sól og blíðu og við mér blasir hin drott- inlega dýrð, útsýnið yfir Djúpið og heillandi gróðurangan úr jörðu, skógarkjarrið, og berjalyng og síð- ast en ekki síst sú friðsæia kyrrð sem hér ríkir." — En Kristján, hvað kom til að þú í veldi verzlunar og það stórverzl- unar og útgerðar þar sem allir græða á öllum, ákveður að flytjast hér uppí afskekta sveit? „Þegar maður er á kafi í bransa, sér maður eins og í hyllingum ró- legra lif. Sér fyrir sér landslag og vissa hluti sem maður hefur ekki áður notið. Og það sem gerði þetta kleift var að við höfðum sett upp hænsnabú í Hnífsdal. Var hugur- inn bundinn við það sama. Og ef maður ætlar að njóta þess sem jörðin býður, þýðir ekkert annað en að einbeita sér að því sjálfur og reka það með eigin hendi og huga. Eigum jörðina saman, systkinin, en fyrst og fremst fyrir sjálfan mig og ég er löngu búinn að ýja að þvi, að setjast að í sveit þar sem hin rómantíska fegurð og rósemi heillar hugann." — En að síðustu Kristján, hvað kostar aö setja á stofn svona hænsnabú sem þú ert að reisa hér? „Það kostar um 2 milljónir." Að loknu þessu spjalli keyrir Kristján inní Reykjanes með börn sín, 2 drengi í skólann, en 6 börn eiga þau hjón, og eru 3 þau yngstu heima. — Við þökkum þeim hjón- um góða kynningu og ágætar við- tökur — bjóðum þau velkomin í sveitina og óskum þeim alls vel- farnaðar. Jens í Kaldalóni Ármúli Ljósm. Morgunblaðið/Úlfar. Nýtt fólk að Ármúla ísafjarðardjúp:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.