Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Saga úr helförinni Bokmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Max og Helena, sönn saga úr helför- inni miklu: Simon Wiesenthal. Út- gefandi Fjölnir 1982. Simon Wiesenthal hefur verið kailaður nazistaveiðarinn mikli, og víst er að hann hefur unnið mikil þrekvirki í því að hafa upp á stríðsglæpamönnum frá nazista- tímabilinu og er dæmið um Adolf Eichmann einna frægast. í þessari bók, Max og Helena, segir frá því, að Wiesenthal kemst fyrir ein- skæra tilviljun á snoðir um að lík- lega sé einn merkur máttarstólpi stríðsglæpamaður, sem eigi ekki betra skilið en vera dreginn fyrir dómstól og látinn svara til saka fyrir ódæðisverk sín. Wiesenthal fer á stúfana og eftir mikla leit hefur hann upp á Max nokkrum, sem á ljótar minningar og reynslu í búðum þeim sem maour þessi Schulze stjórnaði. Max segir Wies- enthal sögu sína, með nokkurri tregðu þó, og af einhverjum und- arlegum ástæðum sem hann getur ekki sagt frá, getur hann ekki hugsað sér að Schulze verði hand: samaður og mál hans kannað. í þeirri frásögn tekst Wiesenthal að magna upp spennu, hver gæti hugsanlega verið ástæðan fyrir því að Max vill hlífa þeim manni sem hann hefur hatað mest allra á lífsleiðinni? Að vísu fer nú svo að lesanda fer að gruna ýmislegt, svo að kannski kemur það ekki alls kostar á óvart þegar málið upplýs- Simon Wiesenthal ist. Og er þó ekki þar með sagan öll. Óþarft er að rekja hér sögu- þráðinn, þetta er hvort tveggja í senn spennandi afþreyingarbók, en einnig harmsaga einstaklinga og þjóðar, þar sem eru Gyðinga- ofsóknir nazista í heimsstyrjöld- inni síðari. Um þær hafa verið skrifaðar ótal bækur, gerðar um efnið, kvikmyndir og ég veit ekki hvað. Það gleymist vonandi aldrei hvað gerðist þessi dimmu ár hjá siðmenntaðri þjóð Þýzkalands. Þeir af eldri kynslóðinni sem lifðu af hafa borið þessa helför í brjósti sér síðan og séð til þess að um- heimur fengi alla vitneskju um hvað gerðist. Það er nauðsynlegt. En samt mætti nú hafa í huga að með nýjum kynslóðum breytast viðhorf og tíminn á að mýkja og slétta yfir — ekki að láta neinn gleyma — en kannski kæmi að því einhvern tíma, að það þyrfti að íhuga hvort ekki ætti að fyrirgefa. Þessi bók er afskaplega skýrt dæmi um hversu torvelt það hefur verið, en tilfinningahitinn höfðar kannski ekki eins sterkt til nú- tímafólks og hann gerði fyrir nokkrum áratugum. Það er skilj- anlegt og engin ástæða til að álíta það merki um sinnuleysi. r Föðurland vort hálft er hafið Út er komiö annað bindi hins mikla ritverks Lúövíks Kristjánssonar um íslenska sjávarhætti, en fyrsta bindi þess kom út 1980 og hlaut mikla athygli og viöurkenn- ingu. Meginkaflar þessa bindis eru: Verstöðvatal, íslenski árabáturinn, Vertiðir, Verleiðir og verferðir, Verbúðir og Mata og mötulag. í bátakaflanum eru 363 myndir, smíða- teikningar og yfirlitsteikningar báta, skýringamyndir og Ijósmyndir. Ókunnugt er, að fyrr eða annars staðar hafi því efni verið gerð viðlíka skil. Alls eru í bókinni 482 myndir, þar af milli 50 og 60 litmyndir. Magnús Kiríksson Fimm nýir titlar frá Fálkanum á 4 vikum UNDANFARNAR fjórar vikur hefur Fálkinn gefið út fimm nýjar hljóm- plötur, sem þýðir að útkomnar plotttr Fálkans á þessu ári eru orðnar 23. Aðalútgáfan er sólóplata Magn- úsar Eiríkssonar, „Smámyndir", en Magnús hefur áður gefið út 3 plötur undir samheitinu Manna- korn. Eins og á Mannakornsplöt- unum er Baldur Már Arngrímsson Magnúsi til trausts og halds og fengu þeir söngvarana Ragnhildi Gísladóttur, Magnús Þór Sig- mundsson og Pálma Gunnarsson til að syngja átta af tíu lögum plötunnar, en Magnús syngur sjálfur lagið „Reykjavíkurblús" og eitt lagið „Vals númer eitt" er ein- ungis leikið. „Við suðumark" er safnplata með sextán þekktum erlendum og innlendum listamönnum. Á plöt- unni eru vinsæl lög eins og „Come On Eileen" með Dexys Midnight Runners, „Draumaprinsinn" með Ragnhildi Gísladóttur, „Abraca- dabra" með Steve Miller Band og „The Look Of Love" með ABC svo eitthvað sé nefnt. Hefur Fálkinn í hyggju að gefa slíkar safnplötur út reglulega á næsta ári. Grace Jones heitir blökkukona sem hefur heillað marga með söng og flutningi sínum á tónlist sem er líklega blanda að reggae, diskó, poppi og rokki. Nýja platan hennar „Living My Life" er nú komin út og á henni eru lög sem hún hefur að mestu samið sjálf eða með aðstoð Barry Reynolds, sem einnig hefur komið drjúgt við sögu á plötum Mari- anne Faithfull. Ríó Tríóinu muna eflaust eftir. Þessi hópur gerði átta breiðskífur á ferli sínum. Nú hefur verið ráð- ist í að velja það sem best er talið af þessum plötum á eina safn- plötu. Lögin eru 25 talsins. Kizz heitir amerísk hljómsveit sem hefur verið vinsæl meðal unglinga víðsvegar um heim. Kizz er rokkband, en nýja platan þeirra „Creatures Of The Night" er þeirra átjánda breiðskífa. Fer inn á lang flest heimili landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.