Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Nytsamar jólagjafir STARTKAPLAR HLEOSLUTÆKI SPEGLAR SKÍÐABOGAR BÍLARYKSUGUR „AIR PRESS" Vindhlífar fyrir hliðarglugga Litlir bílskúrstjakkar. Luktir í úrvali. K ~ "& BiSWBI" M 9 Vinsælu bremsuljósin í arturglugga "—¦ 1 KL barnaöryggisstólar Hitamælar — Mint box — Glitaugu — KM teljarar — Kompásar — Öskubakkar — Límrendur — Lyklahringir. Ýmsir aukamælar og m.m. fleira. iffil snaus tkf SÍOUMÚIA 7-9 • SÍMI 82722 REYKJAVÍK Réttstæður á vellinum Bókmenntir Erlendur Jónsson Gunnar Gunnarsson: ALBERT. 216 bls. Setberg. Rvík, 1982. Á titilblaði standa þessi orð: »Hér segir Albert Guðmundsson frá uppvaxtarárum sínum, ævi og ferli.« Rétt er það. Og hann segir frá ýmsu fleira, t.d. skoðunum sín- um á mönnum og málefnum. »Albert er fyrir löngu orðinn að goðsögn.* — Þessi orð gefur að líta í fyrsta kafla. Er þessi bók Gunnars Gunnarssonar þá goð- saga? Fjarri fer því. Hðfundurinn er blaðamaður og rithöfundur. Og Albert er sem raunsær stjórn- málamaður vanur að koma fyrir sig orði. Þar að auki er hann oft opinskár. Stundum meira að segja barnslega upp með sér af frama sínum. Sigrar hans á íþróttasvið- inu, sem sagt er frá í bókinni, fóru nú fyrir ofan garð og neðan hjá undirrituðum — hef því miður ekki vit á keppnisíþróttum. En stöðugt og stundum allt að ótrúleg velgengni Alberts í pólitíkinni liggur að ýmsu leyti ljósar fyrir að loknum lestri þessarar bókar. Fróðlegt er t.d. að fá það upp- lýst að áður en Albert hóf nokkur afskipti af stjórnmálum reyndu bæði kratar og framsókn að gera hosur sínar grænar fyrir honum í þeim vændum að hann fengist í framboð. En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði. Ekki var ástæðan þó sú að Albert teldi sig andstæðing Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Hann segir að félags- störf sín áður hafi gert sig að fé- lagshyggjumanni og »það var víst nánast tilviljun hvar ég lenti í flokki ... « En Albert kunni áður »þá list að staðsetja sig rétt á vellinum«. Og þegar út í stjórnmálín kom hafði hann líka »lag á því að staðsetja sig rétt í stjórnmálabaráttunnU. Albert hefur þó ýmislegt út á flokk sinn að setja og mun það ekki koma neinum á óvart sem fylgst hefur með stjórnmálaferli hans. Hann segist hafa fundið upp orðið »flokkseigendafélag« og vin- ur sinn, Guðmundur J. Guð- mundsson, hafi smíðað orðið »gáfumannafélagið« sem eigi með svipuðum hætti við hans flokk. Telur Albert skoðanir sínar fara saman við upphaflega stefnu Sjálfstæðisflokksins sem hann gefur í skyn að flokksforystan víki þó stundum frá ef henni þyki það henta. Honum þykja lögfræðingar hafa rutt sér mjög til rúms í flokknum í seinni tíð: »Ég er nátt- úrlega undantekning í mínum flokki, vegna þess að ég er ekki lögfræðingur.* Og á öðrum stað segir Albert: »Yfirleitt les ég ekki um stjórnmál annað en það sem gerist á líðandi stundu. Ég treysti brjóstvitinu.* Orðið fyrirgreiðslupólitík hefur á seinni árum fengið heldur nei- kvæða merkingu. Albert lítur ekki Albert Guðmundsson þannig á málin. »Ég er fyrir- greiðslumaður í pólitík,« segir hann. »Það sem ég tek að mér fyrir kjósendur er aðalatriði. í þeim málum eru aukaatriði ekki til.« Mörgum þykir sá kækur stjórn- málamanna að vera sitt á hvað með eða móti eftir því hvort flokk- ur þeirra styður ríkisstjórn eður eigi heldur hvimleiður og barna- legur. »Og því miður,« segir Al- bert, »hefur það orðið hlutskipti stjórnmálamanna að standa í því á víxl að verja og fegra allt sem gert er á líðandi stund, eða þá að sverta alla hluti og gera lítið úr því sem gert er.« Ekki veit ég nú hvort þessar til- vitnanir nægja til að bregða ljósi yfir pólitískar skoðanir Alberts Guðmundssonar eins og þær koma fyrir sjónir í þessari bók, en læt staðar numið. Víða kemur fram að Albert er óljúft, svo ekki sé dýpra tekið í árinni, að beygja sig undir flokksaga. Þetta stjórnmálalega sjálfstæði hans skírskotar áreið- anlega til margra, meðal annars fyrir þá sök að kjarni stjórnmála- flokkanna líkist oft lokuðum klúbbum sem almehningur telur sig eiga lítinn sem engan aðgang að. En atorkan hefur líka enst honum vel, að ógleymdu sjálfs- traustinu sem ekki má bila á úrslitastundum: »Ég hef enn ekki hitt þá persónu, sem er svo sterk að ég verði að víkja.« I einum kaflanum minnist Al- bert á fáeina samþingsmenn sína, og lýsir þeim sumum nokkuð. Mér sýnast þeir vera úr öllum flokkum — jafnt! Nei, þetta er engin goðsaga. Þó stjórnmálamaðurinn Albert Guð- mundsson kunni að vera hjúpaður einhverri dul í augum einhverra kjósenda, reynir hann ekki í þess- ari bók að bregða yfir sig neinni þvílíkri huliðsblæju. Hann er eins og fyrr segir opinskár, talar hreint út, og naumast verður séð að hann leyni nokkru sem stjórnmálin varðar. Gunnar Gunnarsson hefur valið sér dálítið erfitt form, og hans hlutur í þessari bók fellur hreint ekki í skuggann þegar á heildina er litið, en kemst að mínum dómi prýðilega frá því. Þetta er ein- hvers staðar á milli blaða- mennsku, ævisögu og viðtalsbók- ar. Nafnaskrá fylgir sem er stór kostur þar sem hér eru ekki aðeins á dagskrá persónuleg málefni, heldur líka stjórnmál, landsmál, stórmál sem eiga eftir að verða saga. Tel ég að þeirri spurningu hvers vegna Albert Guðmundsson sé einatt efstur í prófkjörum sé að ýmsu leyti svarað í þessari bók. Van Heusen herraskyrtur OQ silkislifsi Van Heusen herraskyrtur eru heimsþekkt gæðavara. Fáanlegar í miklu efnis- og liíaúrvali í tveim mismunandi ermalengdum (89 og 91 cm) og ítveim mismunandi bolvídd- um (standard vídd og extra vídd). Aðalstræti 4. Bankastræti 7 AUSTURSTRÆTI 14 Sími 82710.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.