Morgunblaðið - 21.12.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 21.12.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 61 Árni Grétar Finnsson að mynda „Að höndla hamingj- una“, sem er dálítið viðundurslegt í þeirri gerð sem höfundur setur það upp, en mætti ætla að það hefði notið sín í frjálsari útfærslu. Auk þess er ekki bara nóg að lesa og kunna bragfræði, það er meiri kúnst en margur hyggur að setja inn stuðla og höfuðstafi og rím, svo að rétt sé kveðið ljóð og þarf þá að koma til líka vald á efninu. Það tekst Árna stundum í styttri ljóðum og stökum. Við margar þeirra er sjálfsagt að staldra. En uppskrúfunin í ýmsum þeirra ljóða sem höfundur hefur þó sýni- lega lagt í mikla vinnu, var mér hreint ekki að skapi. gera einhverjar kröfur, þá er ljótt að telja börnum trú um, að það sé aðeins við prófborðið, sem rétt skuli með föll farið. Nú, síðari tilvitnun mín með undirstrikun var: „... að hún slapp frá óvætti þessum ..." Óvættur er kvenkyns, og fornafnið er því rangt. Þetta veit Gunnar, og það er hrein óskammfeilni að halda því að fólki, að þetta sé allt í lagi af því að Jón Árnason hafi nú sett þetta svona á prent: „Málið á þeirri bók héfur hingað til verið talið boðlegt börnum." Hér gleymist það, að Jón Árna- son var ekki að safna réttum eða röngum orðum. Hann var að safna sögum af vörum fólksins, skráði þær, eins og það sagði þær. Milli Jóns og unglinga nú er dagur og ár, og við skólabekkinn aðrar kröf- ur um meðferð málsins. Jón Árnason samdi heldur ekki þessa sögu, því skil ég ekki, hvað Gunnar er að fara, er hann telur þetta „frumgerð sögunnar". Telji hann söguna hugverk Jóns Árna- sonar, þá spyr ég: Hvernig dirfist útgáfufyrirtæki að setja það á þrykk án þess að geta höfundar? Kannske var það af „fljótræði" gagnrýnanda, að hann trúði ekki þeim orðum er aftan á bókina eru sett: „Hér stekkur hún (þ.e. Gili- trutt. Innskot mitt) ljóslifandi fram úr penna og penslum hins óviðjafnanlega myndlistarmanns Brian Pilkingtons." Ég er enn þeirrar skoðunar, eins og í ritdóm- inum sagði, að myndum Brians hefði hæft vandaðri gerð sög- unnar. Þó Gunnar telji hana „boð- lega“ börnum, þá tel ég að svo virðulegt útgáfufyrirtæki, sem Ið- unn vissulega er, hafi getað vand- að hér um betur. Því fann ég að, óg þykist hafa rétt til. Ég er ekki vanur að svara gagn- rýni á skoðanir mínar, er henni þakklátur, en ég geri greinarmun á órökstuddum dylgjum og gagn- rýni. Þáttum mínum um Gilitrutt er lokið. Leiðrétting TVÍVEGIS að undanförnu hefur nafn Önnu Th. Rögnvaldsdóttur verið ranglega skrifað Anna Dóra vegna rangra upplýsinga. Anna er leikmyndateiknari í kvikmyndinni „Með allt á hreinu". —————— ^/Vskriftar- síminn er 830 33 Opið öll hádegi í desember KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk l.s-86511 Okkar verö Skráö verö ÚrtMÍnuð hangilæri 137.40 198.70 ÚrtMÍnaðir hangiframpartar 99.00 144.20 ÚrtMinuð ný lambalæri 109.00 141.00 ÚrtMinað fyllt óvaxtalæri 109.00 142.00 Úrbeinaðir lambahryggir 129.00 163.70 Úrbeinaðir nýir frampartar 86.00 114,86 Lambageiri Lamba herrasteik 129.00 160.00 (úrb. framhryggur kryddaður) 86.00 115.00 London lamb sértilboð 117.50 142.00 Lambaschnitzal 139.00 165.00 Lambapottstaik (smégullach) 119.00 145.00 Lambahamborgarhryggur 89.00 111.00 Itölsk gullverðlauna sófasett

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.