Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Gálgahúmor af bestu sort Kvilcmyndir Ólafur M. Jóhannesson JÓLAMYND STJÖRNUBÍÓS STIR CRAZY Tónlist: Tom Scott. tlandrit: Bruce Jay Friedman. Kvikmyndun: Fred Schuler. Leikstjóri: Sidney Poitier. Ég held að finnist ekki betri mixtúra við skammdegissleni en létt gamanmynd. Þegar snjó- fjúkið sleikir gangstéttir og götuljósin sjá vart útúr kófinu, vill stundum formyrkvast sál- artetrið. Nóbelsskaldið segist líta á Don Kíkóta þegar þannig stendur á og birti þá venjulega á augabragði. Hins vegar hefir Nóbelsskáldið marglýst yfir að hann sofni venjulega á bíó. Þessu er þveröfugt farið með undirritaðan. Þegar skammdeg- isfjúkið er farið að næða um inn- ra eyrað dugir honum lítt að líta í klassísk skemmtiverk en hins vegar hefir bíóferð sjaldan brugðist. Jólamynd Stjörnubíós sem hefir hlotið nafnið „Snar- geggjað" (telst víst þýðing á „Stir Crazy") er ein þessara mynda sem kitlar hæfilega hlát- urtaugarnar og feykir þar með á brott skammdegismyrkrinu. Myndin segir frá ferð tveggja innfæddra New York-búa Skip Donahue (Gene Wilder) og Harry Monroe (Richard Pryor) til gullstrandarinnar í vestri, nánar tiltekið til Kaliforníu. Er síðan Iýst óförum þessara manna í gósenlandinu. Það er annars merkilegt til þess að hugsa hve margar bandarískar myndir fjalla um áþekkt efni. Manni virðist stundum sem flestir austurstrandarbúar eigi sér þann draum heitastan að komast til Kaliforníu og lepja þar hamingjuna úr skel án minnstu fyrirhafnar. Ef til vill eru bandarískir handritshöfund- ar að deila hér almennt á lífs- blekkinguna og þar með á amer- íska drauminn sem Fitzgerald hefir ef til vill gert hvað best skil Skip Donahue (Gene Wilder) spýtir á fangaroro. í „The Great Gatsby". Ég veit annars ekki hvort „Stir Crazy" telst ádeilumynd en þó má lesa útúr textanum ýmis- legt. Til dæmis þegar þeir félag- ar Donahue og Monroe eru komnir í fangelsi í gósenlandinu alsaklausir og uppgötva þar að fangelsisstjórinn stelur miskunnarlaust af föngunum réttmætum gróða þeirra af ár- legri „ródeókeppni". Þegar þetta berst í tal verður nærstöddum fanga að orði: Svona gerðist ekki í fangelsi sem ég gisti í Texas. Þar var alltaf komið heiðarlega fram við mann en hérna í Kali- forníu ... „Við Islendingar sem berjum vikulega augum Dallas höldum stundum að Texas sé eitthvert spillingarfen en í aug- um þeirra sem gista Kaliforníu er það tákn heiðarleika i það minnsta heiðarlegrar fram- komu. Enda segja menn gjarnan í Kaliforníu að munurinn á kali- fornískum lögfræðingi og starfs- félaga hans í Texas sé sá að hinn fyrrnefndi féfletti þig brosandi og hverfi svo en sá síðarnefndi gefi þér á kjaftinn líki honum ekki við þig. Það er nú ekki alveg víst að þessi lýsing eigi sér stoð í veruleikanum en samt finnst mér hún eiga við um þær persón- ur sem koma fram í „Stir Crazy". i New York-búarnir Donahue og Monroe voru þrátt fyrir allt ekk- ert annað en bláeyg pelabörn í samanburði við hinn slóttuga glæpalýð Kaliforníufylkis. Þeir félagar skelltu hurðum ef þeim sýndist svo enda var brátt skellt að baki þeirra stálhurð. Handrit þessarar myndar annaðist Bruce Jay Friedman og leikstjórn Sidney Poitier, tel ég þá félaga geta unað bærilega við árangurinn, í það minnsta varð undirritaður steinhissa þegar hann kom út úr bíóinu og mætti ísköldum vindsveip; honum hafði nefnilega fundist hann staddur undir hinni kalifornísku sól sem skín að því er virðist endalaust. Sú blekking varði ekki lengi því á leiðinni fram hjá bíóinu rak ég augun í stærðar ljósmynd sem hengd var á búðarglugga. Sýnd- ist mér þar kominn geimálfurinn E.T., en við nánari athugun reyndist þetta vera mynd af litlu barni. Það var næstum líkama- laust aðeins höfuðkúpan hélt sinni eðlilegu stærð. Einhvern- veginn fannst mér eins og stór svört augu barnsins horfðu á mig. Ég staðnæmdist sekúndu- brot og horfði á móti og sú ís- kalda hugsun heltók mig að kannski væri þetta litla saklausa barn dáið á þessari stundu úr hungri. Og svo velta menn því fyrir sér hvort þeir eigi að hafa aliönd, hamborgarhrygg, kalkún, rjúpur, hangikjöt, hreindýrakjöt eða aligæs í jólamatinn. Eldfæri H.C. Ander- sen í söngleik Gylfa ELDFÆ.RIN Hljóm- plotur Árni Johnsen Gylfi Ægisson hefur löngum búið við gott hjartalag og það endurspeglast í lögum hans. Sama er að segja um nýjasta uppátæki hans, að semja eins konar söngleik fyrir börn úr vinsælum gömlum ævintýrum. Á nýútkominni plötu, Eldfærin tekur hann söguþráðinn úr ævintýrum H.C. Andersen og með því að afla fanga í söguna Eldfærin, breytir hann þessu gróna ævintýri í söngleik með textum sem hann hefur samið og nýjum lögum við þá. Gylfi fer skemmtilega með þetta ævintýri á þennan hátt og víst er að krakkar hafa gaman af, en því er ekki að neita að textinn í söngleiknum er ekki svipur hjá sjón miðað við texta skáldsins þar sem málið fær að njóta sín og streyma fram eins og bergtær lind. En söngleikur- inn er allt annað og gefur skemmtilega stund þótt hann muni ekki lifa af eins og sagan sjálf. Annrs væri það vel til fallið hjá íslenzkum hljómplötuútgef- endum að sinna meira vönduðu íslenzku efni fyrir börn. Það er til urmull af því, sígildu efni, eins og til dæmis jólasveinavís- um Jóhannesar, eða sögum Sveinbjarnar Sveinssonar. 'JV^J* í Eldfærasöngleiknum eru 12 lög með textum Gylfa, Her- göngulagið, Ég heppinn yar að hitta þig, Nú er ég ríkur, Á þjóð- veginum, Hér sit ég einn og lú- inn, Enn er ég ríkur, Söngur kóngsdóttur, Söngur kóngs og drottningar, Ég á varla orð, Draumur kóngsdóttur, Komdu kóngur hér fljótt, í fangelsinu. Tíu leikarar koma við sögu. Dát- ann leikur Júlíus Brjánsson, sögumann og kóng leikur Her- mann Gunnarsson, Gylfi Ægis- son leikur Nornina og minnsta hundinn, Ingibjörg Björnsdóttir leikur kóngsdótturina, Drottn- inguna leikur Guðmunda Rúna Júlíusson, Júlíus Freyr Guð- mundsson leikur lítinn dreng, G. Rúnar Júlíusson leikur vörð og Júlíus Baldursson leikur stóra hundinn. Leikarar í söngleiknum skila hlut sínum af einlægni og innlif- un og gamansemin ræður ferð- inni í stíl Gylfa. Tulipanar seíja hátíðablæ á heimilid Fást í blómaverslunum um land allt. Blómamiðstöðin hf. Tvær smábarnabækur frá Björk Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér 2 barnabækur í safninu Skemmtilegu smábarnabækurnar, sem hafa verið sígildar barnabæk- ur í áratugi. Bækur þessar eru: Dísa litla, endursögð úr dönsku af Stefáni Júlíussyni rithöfundi og kemur nú út í fyrsta sinn. Hún er 13. bókin í safninu. Dísa litla er prentuð í 4 litum, bráðskemmtileg og mjög vel til hennar vandað. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kata er 10. bókin í þessum flokki í þýðingu Vilbergs Júlíus- sonar skólastjóra. Hún hefur kom- ið út áður, en verið ófáanleg í mörg ár. Hún er einnig prentuð í litum í Prentverki Akraness hf. Aðrar bækur í þessum bóka- flokki heita: Bangsi litli, Benni og Bára, Bláa kannan, Græni hattur- inn, Láki, Leikföngin hans bangsa litla, Skoppa, Stubbur, Stúfur, Svarta kisa og Tralli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.