Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 63 Búvörudeild SIS: Norðmenn hyggjast kaupa allt að600 tonn af dilkakjöti Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi frá Búvörudeild Sam- bandsins: „Norðmenn hyggjast kaupa allt að 600 tonn af dilkakjöti á næsta ári fái þeir tilskilin inn- flutningsleyfi. Verði úr bessari sölu lagar það verulega stöðuna í sölu á íslensku dilkakjöti af 1982-framleiðslu. í tilefni af frétt landbúnað- arráðuneytisins í Morgunblað- inu 9. des. sl. vill Búvörudeild Sambandsins benda á að þótt deildin hafi tekið 75 tonn af stykkjuðu kjöti sem selt er til Svíþjóðar inn í uppgefið meðal- útflutningsverð lækkar það samanburðarhlutfallið aðeins um 2%. Vantar því samt sem áður 26,8% upp á að verð það er hinn hollenski aðili bauð fyrir íslenskt dilkakjöt miðað við nú- verandi meðalverð og væntan- legar solur deildarinnar. Umsamið og afgreitt dilka- kjöt í útflutning af framleiðslu 1982 á vegum Búvörudeildar er nú samtals um 1.550 tonn; Sví- þjóð 650 tonn, Finnland 100 tonn, Danmörk 30 tonn, Lux- emborg 10 tonn, Bandaríkin 7 tonn og Færeyjar 750 tonn. Rétt er að taka fram að Færeyingar gera ekki bindandi samninga um magn en kaupa allt það (iilkakjöt er þeir hafa þurft á að halda frá íslandi, þegar eru af- greidd um 290 tonn. Kaupi Norðmenn 600 tonn og 600 tonn mega fara til Efna- hagsbandalagsins auk þess sem vonir standa til að eitthvað dilkakjöt fari til Bandaríkjanna má áætla að markaður sé fyrir rúmlega 2.700 tonn af dilkakjöti frá 1982-framleiðslu. Gangi þetta eftir og sé út- flutningsþörf rétt áætluð 3.000 tonn virðast horfur nú þolanleg- ar hvað varðar afsetningu og markaðsmöguleika. Útflutn- ingsverðið mun því vera sem áð- ur aðalvandinn, þ.e.a.s. að ná hæsta mögulegu verði fyrir dilkakjötið og með það að markmiði að þurfa ekki að selja það á lægra verði en ný-sjá- lenskt lambakjöt er boðið á í nágrannalöndunum. Það hlýtur að vera hagur þjóðarbúsins að sem hæst verð náist á útflutn- ingsvörum okkar." MYNDABOK PAULS GAIMARDS /'W / (\IM \ltl) TSIANDE Myndir úr Islandsferðum franska vís- indamannsins Pauls Gaimards 1835 og 1836. Heillandi og fróðlegar teikningar sem gefa glögga mynd af lífsháttum Is- lendinga á þessum tímum, klæðnaði þeirra híbýlum og bæjarbrag á ís- lenskum heimilum. Dr. Haraldur Sigurðsson ritar fróð- legan inngang. Þessi fagra bók er kjörgripur og heim- ilisprýði — og auk þess tilvalin gjöf handa hollvinum erlendis. Við eigum fleiri góða gripi í bókum og viljum benda mönnum á að enn er til nokkuð af KORTASÖGU ÍSLANDS I—II eftir dr. Harald Sigurðsson. BOKAUTGAFA MENNINGARSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG"7 Sími13652 ENN kUKUNv VIÐ FJÖLBREYTNINK Augtýsingastofs EifWsPÉIma W ^P t Nú bjóðum við 9 mismunandi grænmetistegundir Grænar baunir, Gulrætur og grænar baunir, Ameríska grænmetisblöndu, Gulrótarteninga, Maískorn og Rauðrófur. KJ grænmeti á hvers manns disk OG NÚNA EINNIG: ~ ¦ X ítölskgrænmetisblandar^ I X Frönsk grænmetisblanda ' IX Rauökál Reynið þessar tegundir með hátiðarmatnum, i salatið, eða bara hvenær sem er. _______K. Jónsson & Co. hf., Akureyri.________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.