Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 „Þú ræður sjálfur hvernig þér líður og hver þú ert...“ — eftir Steingrím Sigurðsson „Kkáldið Ragnar Ingi Aðalsteins- son, leiðbeinandi að Staðarfelli í Dölum, var nýlega á ferð í borginni. Fyrir nokkrum dögum sendi hann frá sér nýja Ijóðabók, Dalavísur. Af því tilefni varð þetta spjall til, áður en hann hélt af stað vestur í Dalina vegna starfs síns.“ Það voru aðeins átta dagar til jóla, og aðventukertin tindruðu í gluggakistum húsanna í Selja- hverfinu í Breiðholti. Þetta hafði verið frostharður dagur, og eins og borgarbúar vita, þá bítur frostið snöggtum kaldara þar í kinnar þar uppi á hæðardrögunum en niðri í miðborginni. Nokkrar manneskjur höfðu komið saman til fundar kl. sjö þá um kvöldið þar uppi á Gólanhæð- um eins og þetta svæði er stund- um kallað í góðu gamni. Þar var skáldið mætt góðu heilli. Það var ekki látið renna sér úr greipum, og þvi að fundi loknum boðið upp á trakteringar og viðmót heima að Stífluseli eitt — öðru nafni að Hæðardragi — sem sé upp á hafragraut töluvert langsoðinn og í þykkara lagi upp á vestfirzka vísu og slátur og bansterkt te bruggað úr einum fjórum tegund- um að viðbættu brauði og síld og osti. Páum dögum áður en þetta gerðist hafði skáldið Ragnar skenkt Dalavísur sínar á silfurfati í öldurhúsi við Tryggvagötu og þá var honum jafnframt stefnt á fundinn umrædda í andlegum til- gangi. Yfir grautnum og slátrinu og teinu segir skáldið inni í eldhús- inu: „Það er ég viss um, að þegar ég er orðinn níræður, og þú ert löngu dauður, og ég læt ævisögu mína fyrst á þrykk út ganga, ekki fyrr til öryggis, þá máttu bóka, að ég eyði heillöngum kafla í frásögn af því, þegar ég borðaði hafra- graut með slátri hér heima hjá Steingrími og segi frá því, sem hér fer fram ..." (Skáldið er þrjátíu og átta og greinarhöf. fimmtíu og siö og harla ánægður með það.) „Eg lifi þig örugglega, skáld — ég hef langlífi upp á hundrað og sjö ár minnst læknisfræðilega skoðað, skal ég segja þér, lagsi minn,“ seg- ir húsráðandi stgr. Nú þagnaði skáldið og fékk sér vænan tesopa ofan á vellþykkan vestfirzkan hafragrautinn. Poeta Ragnar Ingi telst til aust- firzkra. „Af hverju yrkirðu ljóð, Ragn- ar?“ Hann var spurður að þessu að loknum málsverði inni í stáss- og vinnustofunni. „Ég fæ útrás við það. Allt sem maður gerir, miðast yfirleitt að því, að losa sig við einhvers konar spennu. Maður spennist oft upp og talar þá við einhvern og fær sér jafnvel að borða svo að eitthvað sé nefnt. Allt okkar líf gengur út á að reyna að láta sér líða vel ... “ „Áttu við að vera meira í sátt og samræmi við tilveruna?“ „Ég held, að allífið sé svona ... eins og mætti líkja því við sin- fóníu eða eitthvað þess háttar. Ef maður er falskur, þá líður manni ekki vel ... “ „Áttu við ... andlega óheiðar- legur?" „Ég tek sem dæmi,“ segir hann, „hugsaðu þér eitt hljóðfærið í sin- fóníuhljómsveitinni, sem er vit- laust stillt, t.a.m. fiðlan. Ef hún er stillt hálftón neðar en hin hljóð- færin, þá mundi fiðluleikara og fiðlunni ekki líða vel. Ég held, að maður, sem lifir og hugsar skakkt, sé eins og hljóðfæri, sem ekki er í samræmi við hin hljóðfærin — hann er ekki í harmoníu ..." „Ragnar, ég vil fá skýringu á þessu úr fyrsta ljóðinu: „ ... Hvar vaknaði ég? ... Hvers vegna vaknaði ég? ... og Hvenær vakn- aði ég?“ Eg vil fá örlitla skýringu á þessum línum ljóðsins, sem þú kallar Þegar ég var barn — e.t.v. á ekki að skýra út ljóð — það getur orkað tvímælis ... “ „Þetta ljóð er ort á miklum tímamótum," segir hann. „Er þetta mottó ljóðabókarinn- ar?“ „Nei, nei.“ Og nú þagnar Ragnar snögg- lega. Hann er hættur að reykja; það gerðist fyrir hálfu öðru ári síðan — og hann vildi ekki einu sinni fá sér þrælgott neftóbak í nefið (brasilíanskt plús þýzkt apr- íkósu plús íslenzka fjóshauginn). En hann hafði flutt kínverska fantinn með teinu inn í stofuna, stærðar bollann góða, sem húsráð- anda hafði hlotnazt beint úr gjafabúð Clausens við Skólavörðu- stíg rétt fyrir jólin í fyrra til þess að auka á munað. Skáldið fékk sér nú gúlsopa af sterku teinu og var skáldlega að því farið. Hann hafði í makindum hallað sér aftur á bak í sítrónugula safarístólinn sem keyptur hafði verið með vafasöm- um slæmum víxli í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi fyrir fjórum ár- um á leið til Vestfjarða til þess að hafa í „Volkswagen-rúgbrauðinu" aftur í sem auka sæti og til þess að sitja í til hagræðis, þá málað var út um gluggann til þess að minn- ast við hrikalegt landslag á leið- inni vestur, sem oft bar fyrir augu. „Voru þetta andleg umbrot hjá þér?“ „Alveg geysileg. Það er upphafið á því, þegar ég er að velta því fyrir mér: „Hver er ég? Hvert fer ég? Hvaðan kem ég?“. Þetta er ort rétt eftir að ég kem úr meðferðinni. Ég var þá svo undrandi yfir ýmsu u „ E r þetta uppgjör eða kannski að nokkru leyti óuppgert upp- gjör?“ „Þetta er ekkert frekar uppgjör Ragnar Ingi Aöalsteinsson — þetta er kannski sett fram sem spurning — þetta endurspeglar kannski líðan mína þarna á þessu tímabili. Ég er þá ein spurning frá upphafi til enda og skil ekkert í þessu öllu saman, hvorki upp né niður ...” „Þú yrkir bókina „Ég er alkóhól- isti“, þegar a.m.k. ár er liðið úr meðferðinni?" „Ég yrki hana þegar ég er búinn að vera edrú í heilt ár.“ „Sérðu eftir því að hafa komið út með þessa bók?“ „Nei,“ segir skáldið og leiðbein- andi alkóhólista í meðferð að Staðarfelli. „Flögraði aldrei að þér, að þetta yrði misskilið — hugsaðu þér ef ég segði frá minni lífsreynslu ... jæja, ég ætla samt að gera það næsta sumar og nota hana í bók- menntalegt verk.“ Skáldið viðurkenndi, að það væri ábyrgðarhluti að setja vissa hluti á borðið — en það væri ekki spurning um viðtökur né borgara- legt mat. „Var þetta, Ragnar, í þágu hug- sjónarinnar gjört — þ.e.a.s. þessi bók, „Ég er alkóhólisti" — fremur en í þágu ljóðlistar?" Hann segir: „í þágu hugsjónar- innar nær eingöngu." „Ég fékk svarið, sem ég vildi fá — skýrðu það nánar út: „Þykir þér vænt um hugsjónina?" „Að sjálfsögðu, Steingrímur." „Er hún alltaf í fyrirrúmi hjá þér?“ „Ég veit ekki, hvort ég á að segja eða orða það þannig, að mér þyki vænt um hana — hún er mér eins nauðsynleg, sko svo nauðsyn- leg ... að það er eins og ætti að fara að spyrja mig, hvort mér þætti vænt um súrefni." „Þessi nýja bók er gerð, þegar eitt og hálft ár, tvö ár, eru liðin frá því þú fórst í meðferð — er þá orðin andleg breyting á þér og þú orðinn á vissan hátt þróaður inn í nýtt líf, eins konar líflínu?" „Að vísu er fyrsti kaflinn í Dalavísum samtíningur frá hinum og þessum tímabilum jafnvel áður en ég hætti að drekka." Hann sagðist hafa byrjað að yrkja átta vetra gamall og kvaðst hafa ort á skólaárum sínum í MA fyrir norðan og í Menntaskólanum að Laugarvatni (þaðan stúdent ’69). „Varstu rekinn úr gamla MA?“ „Já, ég var rekinn." „Það er gaman að tala við þig, Ragnar Ingi — við höfum semsé báðir verið reknir úr MA — ég sem siðameistari og heyrari og lærifaðir, þú sem mótþróagjarnt, en efnilegt skáldmenni." „Samt sem áður hef ég vinning- inn,“ segir Ragnar, og fær sér meira af teinu úr Gjafabúðarfant- inum og gretti sig lítið eitt. Hann sat þarna í safarífötunum og lét fara vel um sig í safarístólnum úr rúgbrauðinu sáluga að vestan og rétti sig nú upp í sætinu og síðan segir hann brosandi: „Það voru tveir skólameistarar, sem ráku mig, Þórarinn og Stein- dór.“ „Heldurðu að þetta hafi haft til- finningaleg áhrif á þig?“ „Það hafði geysilega mikil áhrif & mig.“ „Varstu beiskur af því?“ „Það er dáldið lygilegt, að ég var aldrei beiskur." „Var það lundarfarslegt atriði hjá þér — heldurðu, að þetta hafi ekki skriðið eins og ormur inn í sálina á þér og hreiðrað þar um sig?“ „Það var ekki beiskja, en von- leysi. Ég ætla að segja þér sögu, sem skýrir þetta svolítið. Ég var kominn langleiðina með fimmta bekk — þá tilkynnti Þórarinn Björnsson mér, að hann gæti ekki haft mig lengur í skólanum, en ég mætti ljúka vorprófunum — ég fengi ekki skólavist næsta vetur, og mér þótti þetta æðislega vont ... mig langaði ekki ... “ „Það er talað um sálina í hljóð- færinu — í fiðlunni — það er pínu- lítil tréflís, sem hefur mikil áhrif á tóninn og óminn í hljóðfærinu — mundirðu segja, að þú hafir fund- ið sálina í nýju bókinni þinni — veiztu hvað ég er að fara?“ „Það veit ég alveg upp á hár, hvað þú átt við. Það leiðir af því, að þegar ég er að skrifa bókina „Ég er alkóhólisti", þá er ég búinn að vera edrú í ár — það eru geysi- lega miklar breytingar hjá mér — maðúr er svolítið barnalegur á þessu tímabili, maður er svo smár í sér, já, og eiginlega voðalega barnalegur hreint út sagt — það eru ógurlega merkilegir hlutir að gerast í kringum mann og í því umhverfi geri ég þessa bók — hún ber þess merki — það er ýmislegt í þessari bók, sem ég mundi ekki segja á þann hátt nú í dag — það sé ég þegar ég fletti henni.“ Það er mál manna, sem stunda hugsjón, að Ragnar Ingi þu.'fi ekki að skammast sín eða fyrirverða sig fyrir bók sína „Ég er alkóhól- isti“ — það er mál fleiri manna en þeirra í hugsjóninni. Hún og Dala- vísur eru æði frábrugðnar hvor annarri, eiginlega gerólíkar, enda andlega skyldar á vissan hátt. „Ég legg meiri áherzlu á hug- sjónatjáningu í þeirri fyrri heldur en í þeirri síðari," segir Ragnar, „hún er þverskurðarmynd af and- legu ástandi manns, sem er búinn að vera ár í stofnunarmeðferð, sjálfsmeðferð og andlegri rækt. Dalavísur er fjórða bók mín.“ „En hvar er sálin í Dalavísum?" „Það er uppgjörið í kvæðinu Til- einkun, sem er kannski sálin í bókinni. Án þess kafla hefði þessi bók ekki verið, heldur einhver önnur. Það, sem ég á við, er, að í miðkaflanum í kvæðinu, þá geri ég ákveðna hluti — það er tilfinn- ingalegt uppgjör við sjálfan mig.“ Þegar Ragnar vann sína síðustu bók, hafði hann verið andlegur leiðbeinandi á Staðarfelli í eitt og hálft ár — nú eru tvö ár liðin síð- an hann fór að starfa þar. „Telurðu, Ragnar, að þú hafir lært mikið á því sem skapandi art- isti að starfa sem andlegur leið- sögumaður?" „Kannski aldrei eins mikið og undanfarið vegna þess að það starf, sem ég vinn ... að það er hæpið að finna starf, sem þroskar mann annað eins. Sko, andlegur þroski er kannski það eina, sem hefur að segja fyrir mig sem skáld.“ „Nú hitti ég einn roskinn frænda minn ög kollega í dag, sem vildi halda því fram að ég hlyti að hafa misst eitthvað við að vera alltaf edrú — ég sagði, að ég tæki málaralistina öðru vísi en áður, allt öðru vísi. Ég harðneitaði því, að ég hefði misst nokkuð, en sagði hins vegar að það væri erfiðara í þessari nýju andlegu líflínu að komast snögglega í þetta gamla vinnuform, sem maður gat alltaf fengið með gervikenndri örvun, en þá vinnuformið kemur, er það bæði eðlilegt ástand og heilbrigð- ara og miklu meira spennandi." Ragnar segir: „Þetta er akkúrat, sem ég hef verið að tala um, já, miklu meira spennandi. Ég hef svo oft verið spurður, hvort ég hafi ekki misst eitthvað við að verða edrú — ég er nú ekki aldeilis á því. Inspírasjónin er miklu meiri, þeg- ar hún kemur, og hún er miklu meira ekta og formskynið allt al- gáðara. Það er alveg eins gaman að vera til og miklu meira gaman raunverulega. Þú veizt, að edrú- mennskan er eins og að ganga upp fjallshlíð — maður heldur alltaf að maður sé að koma upp á brún- ina, og þegar komið er þangað, kemur annað fjall og svo koll af kolli og alltaf sést lengra og lengra yfir landið. Þetta er ná- kvæmlega eins og fyrir mig að yrkja og reyna að vera skáld — sennilega er það svipað fyrir mál- ara að fara alltaf hærra og hærra upp í fjallshlíðina — hann sér alltaf meira og rneira." „Ég var að tala um sálina í þessu og hvað þér liggi á hjarta — hvað liggur þér á hjarta?“ „Lífshamingjan held ég.“ „Er það leitin að lífshamingj- unni.“ „Við getum kallað það leit. Ég er mjög hamingjusamur maður núna — ég veit ekki, hvað það varir lengi, en í augnablikinu hef ég fundið hluti, sem mig langar mjög mikið til þess að segja öðrum frá.“ stgr [ Opid í krold lilM. 22 ] HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.