Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Frá Frakklandi, Belgíu, Danmörku og Bretlandi Stærðir: 130x320 cm 170x240 cm 183x250 cm 200x300 cm 230x320 cm 300x390 cm UTAVER Grensásvegi 18, sími 82444. 4. Ílp- GÓLFTEPPI ÁPARKET VASATÖLVUR MBO vasatölvur, tölvuúr. MikiA úrval. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Hlutíaf ánægulegu kvöídí al súkkuíaðí rúllan ssdkemsúkkuíaðí „Þessi síðasta bók mín er skömminni skárri en hinar“ — segir Auður Haralds, rithöfundur „Þetta er ekki bók um firringu eins og skarpasti og vinsælasti gagnrýnandi Morgunblaðsins áleit og síðast þegar ég vissi til var þetta heldur ekki harmleikur eins og einn djúpskyggnasti gagnrýnandi Dabbans komst að,“ sagði Auður Haralds, rithöfundur, er Morgun- blaðið ræddi við hana. „Þetta er afþreying, engin vandamál krufin eða leyst. Ef það væri almennt á færi rithöfunda að leysa vandamál, þá hefði aldrei þurft að skrifa nema eina-tvær bækur.“ — Ertu ósátt við gagnrýnend- ur? „Mér er persónulega ekkert uppsigað við þá, en í ár virðist sem næsta enginn höfundur í landinu hafi getið af sér þolan- lega bók. Sá djúpi á Dabbanum lét frá sér um daginn eitthvað í þá átt að íslenzkir höfundar fylgdust ekki með tímanum, stefnunum, ismunum eða bylgj- unum, sem sé, vissu ekki hvað væri í tízku. Annaðhvort er höf- undur sjálfum sér samkvæmur og skrifar eins og hann/hún hef- ur fram að færa, eða höfundur- inn leggur niður skriftir og opnar saumastofu. En ég vil ekki setja alla gagn- rýnendur undir einn hatt. Það er langt bil á milli gagnrýnandans sem tekur fimm sinnum fram í bókardómi sínum að hann hafi ekki lesið bókina en treystir sér samt til að rakka hana niður og svo þess sem tínir til kosti og galla. Sá fyrri hlýtur að grafa meira undan sjálfum sér en bók- inni, sem hann fjallar um, á meðan sá síðari gerir gagn. Sú spurning hefur reyndar komið upp öðru hverju, hverjum gagn- rýnendur eigi að gagna. Ég held að þeir stjórni fremur litlu um bókaval þorra fólks og það væri þá hagstætt af þeir gætu stutt við höfunda með skynsamlegri gagnrýni sem höfundar gætu tekið til athugunar. Frekar en að höfundur stari gaphissa á gagn- rýnina sína og hugsi „skyldi hún/hann hafa lesið bókina?" — Þú hefur verið sökuð um óbeislað orðskrúð í frásögnum þínum. Sumir segja meira að segja að söguþráður í bókum þínum sé af afar skornum skammti, en snilli þin felist i að segja lítið í löngu máli. Getur ekki verið að þetta spili inn í þá gagnrýni sem bækur þínar fá? „Já, það er náttúrulega enginn söguþráður fólginn í 25 árum, fæðingum, dauða, sambúð, skiln- aði og svoleiðis smotteríi. Neinei, ég er bara að grínast að því hvernig þú orðar þetta, þetta er rétt, það síðara, málæði mitt fer óskaplega í taugarnar á mörgum. Annars mega gagnrýn- endur eiga það, sumir, að eftir að hafa skammað mig vel fyrir það, þá hnýta þeir í aftast, að ég gæti eflaust skrifað, ef ég bara reyndi það. Þetta náðarklapp hafa margir höfundar fengið og það liggur við að maður þori ekki að viðurkenna að maður sé að reyna þetta allan tímann, en vinni ekki fullt starf í fiski og skrifi í kaffi- tímanum. Auður Haralds: „Vil ekki setja alla gagnrýnendur undir einn hatt.“ Morgunblaðið/ Kmilía. En þessi síðasta bók mín er skömminni skárri en hinar, það er búið að klippa og stýfa af mál- skrúðinu, stíllinn er miklu agaðri. Ég kann nefnilega ágæt- lega til verka, gallinn er að ég hef bara þennan hrikalega lélega smekk. Mér finnst ægilega sárt að aðeins einn gagnrýnandi skuli hafa tekið eftir þessum framför- um, það er maður Þjóðviljans, og eins er særandi að láta brigsla sér um kunnáttuleysi þegar maður þjáist af smekkleysi. Mest spennandi er þó alltaf að vita hvernig lesendur taka bók- um manns. Nú hef ég verið að skrifa sannferðugar berettingar, tvö stykki, kúvendi svo og skrifa delerandi skáldsögu um konu sem vart er til á landinu." — Um hvað fjallar þessi nýj- asta bók þín, í stuttu máli sagt? „Þú átt við að þetta sé þá eftir allt viðtal um bók en ekki gagn- rýnendur? Fínt. Lovísa er fengin að láni hjá Dr. Hook, þeir eiga texta um konu sem vaknar dag einn við tóm og þá staðreynd að draum- arnir urðu ekki að veruleika. Þessi texti var áleitnari með tímanum, ég velti fyrir mér þeim fáránlegu hugmyndum sem mabur gerði sér sem barn um fullorðinslífið, draumunum um prinsinn sem maður var haldinn af sem unglingur og hversu mik- ið af gyllivonum væri sótt í framhaldssögur og bækur. Arangurinn varð dagur í lífi Lovísu Jóns, sem hefur allt, en bara ekki það sem hún vildi. Með því að hafa hana fjáða og vel gifta var hægt að draga skýrar upp að okkur hættir öllum til að sjá grænna gras hinum megin við girðinguna. En Lovísa er ekki framkvæmdamanneskja, því það er miklu auðveldara að láta sig dreyma en taka áhættu. Það er alltaf hægt að slökkva á dag- draumnum, en þú hleypur ekki heim frá Rio de Janeiro. Enginn og ekkert stendur Lovísu fyrir þrifum nema hún sjálf. Og ég vil taka fram, að Lovísa er ekki að hjakka þetta sem kona, heldur sem manneskja. Dagdraumar og gyllivonir eru ekki einskorðuð við kyn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.