Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 25

Morgunblaðið - 21.12.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 73 félk í fréttum Gregory Peck strengdi þess heit á 65 ára afmælisdegi sínum á síðastliönu ári að hann myndi aldrei leika framar í kvikmyndum ... allavega ekki fyrir sjónvarp. Þetta heit hefur hann rofið nú, þar sem hann hefur nýverið lokið upptökum fyrir sjónvarp þar sem hann leikur Abraham Lincoln í þáttum um borgarastyrjöldina. Hann mun einnig hafa gefiö loforð fyrir því að taka þátt í öörum sjónvarpsþætti sem munkurinn Hugh O’Flaherty, en hann var þekktur sem einn mesti kvennabósi Vatíkansins fyrr á tímum og bjargaöi þúsundum Gyöinga frá nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Louis-Dellue veröiaununum, sem vanalega er úthlutaö til franskra kvikmyndageröarmanna, var úthlut- að í Frakklandi í síöastliöinni viku og aö þessu sinni hlaut þau pólski leik- stjórinn Andrzej Wajda fyrir kvik- mynd sína „Danton". Wajda, sem vann Óskarsverölaun fyrir myndina „Marmaramaöurinn” áriö 1980 og „Gullpálmann” í Cann- es árið 1981 fyrir myndina „Járn- maöurinn" hóf aö kvikmynda „Dant- on“ í Frakklandi skömmu eftir aö herlög gengu i gildi í Póllandi. Myndin fjallar um ævi franska bylt- ingarmannsins Georges Jaques Danton, sem tekinn var af lífi áriö 1794. Myndin verður frumsýnd í Frakk- landi þann 12. janúar næstkomandí. Er hún að splundra Kinks? Ástarsamband rokksöngkonunn- ar Chrissie Hynde og Ray Davies í hljómsveitinni Kinks hefur ekki ein- ungis haft þær afleiöingar aö hún ber nú barn undir belti, heldur einn- ig þaö aö hljómsveitin er um þaö bil aö splundrast. Ástæöan mun vera sú, aö bræðurnir Ray og Dave Davies eru ekki jafn hrifnir af Chrissie. Þetta kemur fram í bók nokkurri eftir Chris Salewicz, sem fjallar um hljómsveitina The Pretenders, sem Chrissie er aöili aö. Dave kvaö leggja svo mikla fæö á unnustu bróöur síns aö hann geti ekki litiö hana augum, en bróöir hans mun láta þetta lítið á sig fá og standa þétt meö kellu sinni. Liv Ullman í Hollywood Norska leikkonan Liv Ullman hefur ekki tekið þátt í leiksýning- um, sjónvarpsupptökum eöa kvikmyndum í Hollywood undan- farin ár, en hún hefur nú fengið tækifæri til aö spreyta sig þar aö nýju í hlutverki í myndinni „Fangi án nafns, klefi án númers", sem bandaríska sjónvarpsstööin ABC er aö gera. Myndin fjallar um argentínska blaðakónginn Zimmerman sem fyrir hálfu ári flúöi frá Argentínu eftir aö hafa gefið upp vonina um prentfrelsi. Hann settist aö í ísrael og kvað vera jafn umdeildur þar og í heimalandi sínu. Liv Ullman mun leika eiginkonu hans í mynd- inni, en í aöalhlutverkiö á móti henni hefur veriö valinn leikarinn Roy Scheider, sem lék t.d. aðal- hlutverkiö í kvikmyndinni „All That Jazz" og sýnd var hér á landi fyrir ári. ÞÚ FÆRÐ FLÖGGIN TREFLANA 0G KRUKKURNAR meö félagsmerkjunum Sívinsælar jólagjafir. Eigum allt fyrir íþróttaunnendur. Klapparstíg 44, sími 11783. Kynning á örbylgjuofnum Matreiöslumenn frá Goöa kynna kosti örbylgjuofna frá Westinghouse og Ðauknecht í verslun okkar í dag, þriðjudag 21. desember 1982, og milli kl. 14—18. Rafbúð Sambandsins Ármúla 3. Sími 38900. Góðan daginn! * BÓKA TITIAR 'V OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD______________ ALLAR NÝJU BÆKURNAR OG ÞÆR ELDRI AÐ ALIKIA GÓÐU VERÐI LAUGAVEGI 39 -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.