Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 I jólaleik hjá H.C. Andersen COH NNACIN Þessi jólaleikur er byggður á átta af kunn- ustu ævintýrum H.C. Andersen. Þátttak- endur geta verið allt að sex og þurfa ein- ungis að ráða yfir teningi og einhverjum merkjum til þess að færa. Sá sigrar sem er fyrstur á síðasta rauða reitinn. Góða skemmtun. 1) Rétt eins og andarunginn fæðistu á andabúi og þarft að fá sex á teningn- um til þess að skríða úr egginu. 4) Hér stuggar andamanna vingjarnlega við þér og ýtir þér alla leið til 9. 7) Þú ert svo þrælheppinn að rekast á Hans klaufa sem er á leið til hallar- innar. Hann leyfir þér að fljóta með alla leið til 19. 10) Keisarinn býður þér í te og þú mátt dúsa hjá honum á meðan hinir leik- mennirnir kasta teningnum einu sinni. 13) Grimma nornin biður þig að sækja eldfærin fyrir sig og lætur þig síðan dúndra niður á 19 inni í trjástofninum. 16) Þér bregður svo harkalega þegar þú sérð hundana þrjá að þú hendist upp í loft og hafnar á 14. 18) Þú fyllir alla vasa af gullinu, sem hundarnir sitja á, og þetta tekur svo langan tíma að þú þarft að fá upp einn á teningnum áður en þú getur haldið áfram. 22) Svínahirðirinn kyssir þig, og ef þú ert stelpa flystu á 27 og ef þú ert strákur hoparðu til 19. 26) Þegar þú ert í heimsókn hjá hjarð- meyjunni og sótaranum verður þér fótaskortur á glerhálu þaki og hafnar á öllum dýnunum hjá prinsessunni á 29. 29) Æ, mig auma, æpir prinsessan nær dauða en lífi af hræðslu. Þjónn kemur askvaðandi og fleygir þér á dyr, svo að þú lendir á 34. 32) Þú neyðist til að doka við til þess að finna baunina, sem prinsessan svaf á, en það er hægara sagt en gert. Þú situr yfir eina umferð og leitar eins og þú eigir lífið að leysa. 35) Þú uppgötvar að þú hefur gleymt eldspýtunum sem þú ætlaðir að nota til þess að kveikja á jólatrénu. Þú neyðist til þess að fá eina lánaða hjá litlu stúlkunni með eldspýturnar. Þú verður að fá 5 á teningnum áður en þú getur haldið áfram. 37) Þú ert kominn í mark, kveikir á kert- unum og syngur Heims um ból fyrir meðspilara þína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.