Alþýðublaðið - 17.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.08.1931, Blaðsíða 2
 Kjördæmaskipunin og tvístig íhalds- flokksins. Pingsályktunartillagan um stefnumarkslausa millipinga- nefndaTskipun í kjördæmamál- inu, sem „Framsókn" og íhald . bræddu sig saman um, er komin gegn um fyni umræðu í neðri dieild alpingis, og þótti þ'eim ekki taka því að láta hana fara í neínd. Héðinn Valdimarsson sýndi við það tækifæri fram á það, hversu ihaldsflokkurinn hefði þarna lát- ið „Framsókn“ stinga sér í vas- ann, ef þ;að er þá ekki svo, að ihaldsmenn meini alls ekkert með öl.lum stóru orðunum um réttláta kjördæmaskipun. Kosningarnar í vor, þegar ein- mitt var kosið um það mál, sýndu ötvírætt, að mikill meiri hluti þjóðarinniar vill réttláta kjördæmaskipun, því að meðal kjósendanna varð „Framsókn" mjög í minni hluta. En nú eftir kosningar re.nnía íhaldsmenn frá kröfunum og ganga að því að slá málinu á frest, í stað þess að iáta til skarar skríða á þessu þingi og knýja fram atkvæða- greiðslu um málið sjálft, svo að þjóðin fái að sjá það skýrt og greinilega, hvort þingflokkarnir al.Iir vilja lýðræði eða einhverjir þeirra vilja það ekki. En íhaldið gerir sig ánægt með, að engin atkvæðagreiðsla fari fram á þessu þingi.um stjórnarskrármál- ið sjálft. Það muni v-era með ráðum gert hjá íhöldunum bá’ð- um, að nýjar kosningar urn kjör- dæmamálið verði að minsta kosti ekki fyrri en að vorinu, þegar verkafólkinu er óhægast um að neyta kosningarréttar síns, — ef það verði þá ekki niðurstaðan, að íhaldið treyni sér enn þá leng- ur að „r,annsaka“ kjördæmaskip- unina og skjóti máflniu enn á ferst á næsta þingi. Það væri í fullu samræmi við framkomu þess á þessu þingi. Svör íhaldsmanna staðfestu að eins stefnuleysi þeirra og tvístig. í málinu, og voru þeir sammála „Framsókn" um, að óþarft væri að raeða kjarna kjördæmamálsins að sinni. Fljótnm ei sofandi að feigðarósi. Það er sól og sumar, en það getur ekki verið inni á verka- mannaheimilunum eftir það at- vinnuleysi, sem búið er að ver,a síðan í haust hjá fjölda manns, og alt útlit er fyrir að haldiist áfram. Því það er ekki sjáanlegt að þeir, sem með völdin fara í landinu og bænum, geri neitt til að draga úr því böli, sem vofir yfir verkalýðnum og allri þjóð- tnri. Þingmenn stærstu flokkanna í þinginu deifa eins og konurnar forðum um, hvort það hafi verið klipt eða skorið. En að ræða með alvöru þetta vandamál þjóðarinn- ar, það -er ekki gert. Dagsbrún kaus nefnd inanna í atvinniuleys- ismáiið í sumar, hún safnaði skýrslum og vann úr þeim og sendi alþingi þær, en ekkert er að hafst. Sama nefnd skrifaði fjárhagsniefnd bæjarins og bað að mega fcoma á fund hjá henni, en hún befir ekki fengið áheyrn á þeim, háa stað. Hvernig skyldi á- standið þurfa að vera til þess að það sé tekið til greina? Iðnaðar- menn óg kaupmenn segjast ekki hafa séð það svartara en nú; ég býst við að lækmar verði þess fullkomlega varir líka. Ef ekki eru gerðar öftugar ráðstafanir nú þegar meðan ekki er liðið sum- arið, þá koma þær að engum notum í vetur, þegar jörð er hulin fönn og frosti. Mér hefir oft dottið í hug að vetrinum, þegar verkamenn hafa verið settir hér upp í holtin að berja upp klakann þegar ráð- andi mönnum befir þótt neyðin orðin nægileg,. bóndi, sem v,ar þektur í síniu bygðariiagi fyrir ó- nytjungshátt. Hann sagði einu sinni viku fyrir göngur: „Ég held það sé réttast að fara að slá á engjum úr þessu“, en þó hefir landsstjórnin og bæjarstjórnin verið það seinni, að þeir hafa ekki byrjað á atvinnubótum fyr jen í dezember, en ég vildi óska að þieir bættu ráð sitt og byrj- uðu fyrri nú, annars fer hjá þeim eins og hjá umgetnum bónda, sem feldi úr bor á hverjum vetri. 14/8. 1931. Stefán J. Björnsson. Bjoi’ganarstarf og eftirlit með fiskibátnm. Þingsályktunartilliaga Vilmund- ar Jónssonar, u,m að varðskipið „Þór“ verði jafnan látið annast björgunarstarf og eftirlit mieð fiskibátum fyrir Norðurlandi í september og október og fyrir Vesífjörðum í nóvember, dezem- ber og janúar, kom til umræðu í neðri deild alþingis á laugardag- inn iog var vísað til sjávarútVegs- nefndar. — Vilmundur lagði á- herzlu á nauðsyn þess, að þessi ákvörðun komi til framkvæmda >egar á þessu hausti. Hafi lengi verið nauðsyn björgunarskips við Viestfirði fyrri hluta vetrar, en óó verði hún jafnvel enn brýnni nú, þegar búist er við, að bátar verði alment að fiskveiðum til ís- unar. Ekki verður sjósóknin þá síður af kappi. Þar eð varðskips sé nauðsyn í janúar bæði við Vestfirði og Vestmannaeyjar, þá ætti að vera hægt að láta annað hvort „Óðin“ eða „Ægi“ ,veraj við gæzlu- og björgunar-starf á öðrum hvorum staðnum í þeim mánuði, en „Þór“ á hinum. Hlut- verk „Þórs“ sé að rækja land- helgisgæzlu og björgunarstarf, en fiskveiðar megi alls ekki taka tíma varðskipsins frá þeim störf- um. m Jakob Moller. Jafcob Möller reynir nú að tefja fyrir sameiningu Skildinganess og Reykjavíkur með því að flytja orðabreytingar í efri deild við frv. um sameininguna. Verði þessar breytingartillögur Jakobs samþyktar, verður málið að fara ,aftur til raeðri deildar. E.n eins og nú er orðið áliðið þingtím- ans, er víst, a’ð máliö myndi ekki ikomust í gegnum þingið, ef það þyrfti að fara i annað sinn til neðri deildar. Vonatidi hepnast ekki þessi læ- vísa tilraun Jakobs til þess að tefja fyrir innlimun Skildin.ga- ness. Slys vlð Húsafell Leiðinlegt og óvenjulegt slys varð nálægt Húsafell.i í gær. Var bifreið að koma að norðan, og voru í henni aiuk bílstjórans fjór- ar fullorðnar manneskjur og drengur á 3. ári. Skamt frá Húsa- felli opnaðist bifreiðarhurðán, og misiti móðir drengsins hann þá út úr bifreiðinni. Bifreiðin var þegar .stöðvuð, en þegar drengur- inn var tekinn upp, var hann ör- endur. Móð,ir drengsins haföi verið í ikynnisför með hann fyrir norðan, og hafði þetta verið einstaklega efnilegur drengur. Bifreiðin var af Blönduósi og var blæjubifreið. Bifreiðarstjóriinn var móðurbróðir drengsins. M kirkja. Siglufirði, 15. ág. Hornsteinin hinnar nýju kirkju verður lagður í dag kl. 1. Biskup kom hingað á Diettifossi. Þegar hornsteinninn verður lágður fara fram ræðu- höld og söngur. BerJaferOirnár. Um 700 manns tóku j þátt í berjafierðunum í gær. Fóru ura 200 upp milii Geitháls og Mið- dials, um 100 upp hjá Lögbergi, en liðlega 400 í Kaldársel. Farið verður í berjaferð á sutmudaginn kemur, en ekki á- kvieðið enn þá hvert farið verður. Höffiin. Drotningin, Botnia og Beigauim komu í gær. Skúli fó- geti og enskur togari komu í morgun. Fiðrildin. Á Brekkustíg 9 sást eitt þistil- fiðrildi í þrjá daga og náðist svo, af því það kom fljúgandi inn um giugga. Annað festist í þvotti á Grettisigötu 53 B. Á fimtudagskvöldið sá fólk, sem v.ar að fara niður Svíma- hraun, óvenju mikið af fiðrildum í ijósinu frá bifreiðinni, en hvort það voru þistilfiÖrildi, skal ósagt látið. 9. ágúst var Ben. Waage uppí á Heimakletti. Sá hann þá fyrst eitt og síðan tvö þistilfiÖTdldi saman. Flogið jfir Grænlaod. ^ h Khöfn, 15/8. Mótt. 16/8. U. R. FB. von Gronau lagði af stað frá- Sooresbysund áleiðis til Godt- haab kl. 2,11. Khöfn, 17. ágúst. (Frá fréttarit- ara FB.) Gronau lenti við Suk- kertoppen um tólfleytið á laug- ardagskvöid, eftir tíu klukku- stunda flug frá Sooresbysund. Khöfn 17. ágúst. U. ip. FB. Loftskeyti frá varðskipinu Hvid- björnen hermir, að Gronau hafi verið að þrotum kominn með bensín, er hann lenti við Sukker- toppen. Flytur Hvidbjörnen hon- um bensín. •_ ’t Nír sendiherra á Spáni. Frá nýjári verður Helgi P. Briem sendiherra íislads á Spáni, en Helgi Guðmundsison, sem ver- ið hefir siendiherra, verður banka- stjóri í Útvegsbankanum. Skipasmíðastöð við Reykjavík. Alpingisályktnn sinx nefndarsklpnn. Alþingisályktun hefir veriðgerð um skipun þriggja manna nefnd- ar til að rannsaka og gera til- lögur um gerð og starfrækslui skipasmíðastöðvar í Reykjavík eða grendinni — til skipasimíða og viðgerðar. Var ákveðið, að nefndin verði skipuö á þann hátt, sem tillagan þar um hljóðaði uin, er skýrt var frá hér í blaðinu á föstudaginn. Fjárlögin. A laugardaginn fór fram 2, umræða fjárlaga í efri deild al- þingis og voru þau afgreidd til 3. umr. með atkv. „Framsókn- ar“ og íhaldsmanna gegn atkv. Jóns Baldvinssonar. Tillaga Jóns. Baldvinssonar urn 400 þús. kr. til Hafnarfjarðar- v»gar var feld og sömuleiðis til-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.