Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Albert Guðmundsson alþingismaður: VINNA hófst aó nýju í fiskiðjuveri Bæjarútgeröar Hafnarfjarðar í gærmorgun. Frá því fyrir áramót hafði vinna þar legið niðri og yfir 200 manns oröið að skrá sig atvinnulausa vegna rekstrarerfiðleika fyrirtækisins. Þau vandamál voru hins vegar leyst fyrir nokkru og tveir af þremur togurum BÚH hafa síðustu daga verið á veiðum. Maí kom inn í gærmorgun með rúmlega 100 tonn og Apríl er væntanlegur inn um miðja vikuna. Þingmenn fái ekki fjar- vistarleyfi til að sækja fundi Norðurlandaráðs — ástandið í landinu leyfi það ekki Morgunbladid/KrbUján Kinarsson Vinna hafin í BÚH ræðu og kannski á afgreiðslustigi. Bæði á Alþingi og í ríkisstjórn hefur um langan tíma ríkt „patt- staða“. Mörg mál eru í sjálfheldu," sagði Albert. „Utan þingsala sem innan er daglega talað um yfirvofandi fall ríkisstjórnarinnar og að kosn- ingar muni innan tíðar fara fram. Þrátt fyrir þessa einkennilegu sjálfheldu í íslenskum stjórnmál- um, er nú í undirbúningi utanför flestra ráðherranna og fjölda þingmanna. Ég tel að við þessar aðstæður beri nú a$ taka þá ákvörðun, að enginn þingmaður fái fjarvistar- leyfi til að sækja fundi Norður- landaráðs, þar sem ástandið í landinu leyfir það ekki og þjóðin hefur ekki efni á að störf Alþingis séu lömuð frekar en orðið er, því áfram verður að vinna að lausn vandamála þjóðarinnar. Störf Al- þingis hljóta að vera meira áríð- andi fyrir íslenska þjóð, en sú ráðstefna Norðurlandanna, sem framundan er,“ sagði Albert. „Fari svo að einn fjórði hluti þingmanna hverfi nú frá störfum um tíma, situr Alþingi eftir enn lamaðra, enn máttlausara en þörf er á. Með öðrum orðum; Alþingi verður þann tíma óstarfhæft. Þessu vil ég mótmæla," sagði Al- bert Guðmundsson. ALBKRT Guömundsson alþingis- maður kvaddi sér hljóðs á Alþingi í gær og lýsti þeirri skoðun sinni, að rétt væri að veita þingmönnum ekki fjarvistarleyfi til að sækja fundi Norðurlandaráðs, sem haldnir verða í næstu viku. Sagði Albert að ástand- ið í landinu leyfði það ekki og þjóðin hefði ekki efni á því að störf Alþing- is yrðu lömuð, frekar en orðið væri. í ræðu sinni komst Albert svo að orði: „Hér á Alþingi er flest unnið und- ir mikilli tímapressu, eins og er. Ríkisstjórnin hefur átt í innbyrðis vanda. Á Alþingi eru nú til um- ræðu og afgreiðslu mörg áríðandi mál, kjördæmamálið, stjórnar- skrárbreytingar í vændum og frumvarp til breytinga á vísitölu- grunni var nýlega lagt fram. Efnahagsmálafrumvarp er til um- Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalags: Ef Gunnar Thoroddsen kemst af án Al- þýðubandalagsins við flutning stjórnar- frumvarpa gildir það eins um önnur mál Matthías Á. Mathiesen, fyrsti þing- maður Reyknesinga, krafði forseta neðri deildar, Sverri Hermannsson, um úrskurð hans sem deildarfor- seta, hvort líta beri á frumvarp for- sætisráðherra um nýtt viðmiðunar- kerfi fyrir laun o.fl. sem stjórnar- frumvarp eða þingmannafrumvarp. Vitað er, sagði MÁM, að ríkisstjórn- in stendur ekki sem heild að frum- varpinu. Ef hér er hinsvegar um frumvarp áttunda þingmanns Reykvíkinga að ræða, sem sæti á í efri deild Alþingis, hefði hann átt að Loftsteinn sást falla LOFTSTEINN sást falla til jarðar sl. sunnudagskvöld um kl. 20.30. Ilann sást á stóru svæði, allt frá Þingeyjarsýslum austur um í Mýr- dal. Talið er að steinninn hafi fallið í hafið talsvert austur af landinu. „Ég var að hlusta á mjög greinargóða lýsingu bæjar- gjaldkerans á Seyðisfirði og mið- að við hana og lýsingu Björns á Laxamýri er ég ekki í nokkrum vafa að þarna var á ferðinni stór og bjartur loftsteinn," sagði Þorsteinn Sæmundsson stjarn- fræðingur. „Sjá lýsingar af lofstein- inum á mióopnu blaðsins. flytja frumvarpið í sinni þingdeild samkvæml þingskaparhefðum. Þeg- ar hcfur verið boðaður fundur í þing- nefnd neðri deildar í fyrramálið, þar sem þetta mál er til umræðu, án þess að fyrir því hafi verið mælt, sem er einsdæmi, en ég kýs að vita, hvort hér er lögformlega að fram- lagningu staðið, áður en ég mæti á boðuöum nefndarfundi. Sverrir Hermannsson, deildar- forseti, vitnaði til fræðirits, Stjórnskipunar íslands, eftir fyrrv. lagaprófessor, ólaf Jóhann- esson, þar sem fram komi m.a., að einstakur ráðherra geti flutt frumvarp sem stjórnarfrumvarp væri, enda komi til heimild for- seta íslands, sem sér hafi borizt. Þess vegna beri að líta á þetta frumvarp sem stjórnarfrumvarp, þótt ríkisstjórnin í heild standi ekki að flutningi þess. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sagði m.a. að ríkis- stjórnin stæði ekki öll að frum- varpinu, hinsvegar væru 7 af 10 ráðherrum samþykkir flutningi þess. Forsætisráðherra flytur því frumvarpið með heimild forseta íslands. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði m.a., að ef Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, geti komizt af án stuðn- ings Alþýðubandalagsins við Framtídin 100 ára FRAMTÍÐIN, málfundafélag Menntaskólans í Reykjavík, er eitt hundrað ára í dag. Málfundafélagið var stofnað hinn 15. febrúar 1883, þá í Lærða skólanum, en hefur starfað allar götur fram til dagsins í dag, þrátt fyrir breytt nafn skólans. Margir þjóðkunnir menn hafa verið forsetar félagsins, og enn fleiri hafa stigið sín fyrstu spor í ræðu- mennsku á ótalmörgum málfund- um félagsins á þeirri öld sem liðin er frá stofnun Framtíðarinnar. Fyrsti formaður Framtíðarinn- ar var Valtýr Guðmundsson, en núverandi formaður er Helga Guðrún Johnson. Helga er önnur konan sem gegnir forsetaembætti í hinu gamla og virðulega félagi, og sú fyrsta síðan 1949, en þá var Ingibjörg Pálmadóttir fyrsti kvenforseti Framtíðarinnar. Málfundir og ræðunámskeið hafa löngum verið fyrirferðar- mestu þættirnir í starfsemi Framtíðarinnar, en einnig hefur þar verið lögð rækt við margvís- lega aðra starfsemi, svo sem út- gáfu blaðsins Skinfaxa, leiksýn- ingar, bókmenntaiðkan og fleira. Nú eru starfandi innan Framtíð- arinnar fjögur sjálfstæð félög, vísindafélag, skákfélag, bridgefé- lag og róðrafélag. flutning stjórnarfrumvarpa, geti hann einnig komizt af án stuðn- ings þess við önnur mál, og muni það tekið til gaumgæfilegrar at- hugunar næstu daga. Við höfum mótmælt því kröftuglega, sagði Svavar, að þetta sérkennilega frumvarp komi til umfjöllunar í þingnefnd í fyrramálið (þ.e. í morgun). Sighvatur Björgvinsson, for- maður þingflokks Alþýðuflokks- ins, óskaði þess að deildarforseti, upplýsti, er þetta mál kæmi til fyrstu umræðu, hvort nokkurt for- dæmi væri til í þingskaparsögunni fyrir þeim vinnubrögðum við flutning máls, sem hér væri nú viðhafður. Matthías Á Mathiesen (S) vitn- aði í fræðiritið „Deildir Alþingis", eftir dr. Bjarna Benediktsson, en þar væri einvörðungu talað um þingmannafrumvörp, sem viðkom- andi þingmenn flyttu í þingdeild sinni, og stjórnarfrumvörp. Hér lægi hinsvegar fyrir úrskurður deildarforseta um að frumvarp, sem einstakur ráðherra flytur, sé stj órnarf rum varp. Er hér var komið krafði Guðrún Helgadóttir (Abl) um hálftíma þinghlé til að þingflokkur Alþýðu- bandalagsins gæti komið saman. Forseti synjaði um hléið, enda hefði formaður flokksins, sem sæti eigi í deildinni, ekki beðið um frestinn. Guðrún skýrði frá því síðar á þingdeildarfundinum að stuðningi sínum við ríkisstjórn Gunnars Thorddsen væri endan- lega lokið. Þing Norðurlandaráðs: Pétur fer í stað Matthíasar PÉTUR Sigurðsson alþingismaður mun sitja þing Norðurlandaráðs í Osló síðar í þcssum mánuði, sem varamaður Matthíasar Á. Mathiesen alþingismanns, sem blaðið hafði áð- ur sagt frá að sækti þingið. Þingmennirnir sem sækja þing- ið í ár verða því eftirtaldir: Pétur Sigurðsson, Eiður Guðnason, Halldór Ásgrímsson, Páll Péturs- son, Stefán Jónsson og Sverrir Hermannsson. Allt samstarf við ríkisstjórnina mér óviðkomandi héðan í frá Guðrún Helgadóttir á Alþingi: Sakar forsætisráðherra um „ódrengileg vinnu- brögö og freklegar árásir á kjör launafólks“ „VEGNA þeirra ódrengilegu vinnu- bragða og freklcgu árásar á kjör launafólks í landinu, sem hæstvirt- ur forsætisráðherra hefur í dag viðhaft, þrátt fyrir mótmæli þing- flokks Alþýðubandalagsins, vil ég fullvissa háttvirta deild, að allt sam- starf við núverandi ríkisstjórn er mér óviðkomandi héðan í frá,“ sagði Guðrún Ilelgadóttir þingmað- ur Alþýðubandalagsins, er hún gerði grein fyrir atkvæði sínu í lok 2. umra'ðu um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar á Alþingi í gærkvöldi. Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins sagði í sama tilcfni, að þar sem forsætisráðherra virtist ekki þurfa á Alþýðubandalaginu að halda við afgreiðslu þessa máls væri ekki hægt að skilja það öðru vísi en svo, að hann þyrfti ekki á þeim að halda við afgreiðslu ann- arra mála. Þetta yrði rækilega at- hugað næstu daga. Yfirlýsing Guðrúnar kom vegna svara forseta neðri deildar við fyrirspurn Matthíasar Á. Mathiesen, þess efnis hvort frum- varp það sem forsætisráðherra lagði fram í neðri deild í gær væri stjórnarfrumvarp eða þing- mannafrumvarp. Forseti deildar- innar upplýsti að samkvæmt heimild forseta íslands væri hér um stjórnarfrumvarp að ræða, sem þar af leiðandi mætti flytja í hvorri deildinni sem væri, en for- sætisráðherra á sæti í efri deild. Þetta kom fram rétt áður en til atkvæðagreiðslu um bráðabirgða- lögin kom. Guðrún Helgadóttir stóð upp úr sæti sínu, er forseti hafði upplýst um mál'ið, og bað um hálfrar stundar hlé til þing- flokksfunda, sem forseti deildar- innar taldi sér ekki fært að veita, þar sem þegar hafði verið til- kynnt um atkvæðagreiðsluna. Guðrún tilkynnti þá þingheimi að vegna framkominna upplýsinga treysti hún sér vart til að greiða atkvæði um bráðabirgðalögin og vék úr þingsalnum. Svavar Gestsson fór á eftir Guðrúnu og ræddi við hana á göngum þings- ins. Skömmu síðar kom hún í sal- inn og greiddi atkvæði með bráðabirgðalögunum, en með fyrrgreindri yfirlýsingu. Mbl. er kunnugt um að þing- flokksfundur sem Alþýðubanda- lagið hélt í lok atkvæðagreiðslna í gærkvöldi var mjög hávaðasamur og komu þar fram ákveðnar kröf- ur um að Alþýðubandalagið gengi tafarlaust úr ríkisstjórninni. Mbl. spurði Guðrúnu er hún gekk til fundarins, hvort hún vildi bæta einhverju við þær yfirlýsingar sem hún gaf við atkvæðagreiðsl- una. Hún sagði: „Aðeins þessu: Þessi ríkisstjórn er ekki sæmandi alþingismanni með æru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.