Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 Dr. Sigurður Þórar- insson jarðfrœðingur Hinn 9. þ.m. andaðist dr. Sig- urður Þórarinsson, jarðfræðingur, 71 árs að aldri. Hann var einn í hópi þeirra, sem um áratuga skeið hefur fórnað umtalsverðu af dýrmætum tíma sínum í þágu þess málefnis, sem Ferðafélagið ber fyrir brjósti. Árið 1956 var hann fyrst kjörinn í stjórn félagsins og sat þar óslitið í 21 ár. Frá 1959 var hann varaforseti félagsins og þeg- ar Sigurður Jóhannesson, þáver- andi forseti félagsins, féll skyndi- lega frá á haustdögum 1976 tók dr. Sigurður Þórarinsson sæti hans og gegndi forsetastörfum til aðal- fundar 1977, að hann baðst undan endurkosningu. Þó hann hætti þá stjórnarstörfum var áhugi hans á starfsemi Ferðafélagsins hinn sami og áður og hann lagði mjög fúslega fram krafta sína í félags- ins þágu hvenær sem eftir var leitað. Það voru einkum tveir þættir í starfsemi Ferðafélagsins, sem dr Sigurður lagði til drjúgan skerf. Það voru Árbækurnar og kvöld- vökurnar. Að því er varðaði hið fyrra þá var það hvorttveggja, að hann lagði margt gott til í sam- bandi við umsjón með því efni Árbókanna, sem snerti jarðfræði landsins og hefir orðið fyrirferð- armeira í tímans rás og ekki síður hitt, að hann átti merkar ritgerðir í nokkrum Árbókanna. Hann var og í ritnefnd Árbókarinnar til dauðadags. Hið síðasta,sem kom frá hans hendi í þessu tilliti var ritgerð um Skaftárelda, sem hann lauk við skömmu fyrir andlátið og mun birtast í Árbók yfirstandandi árs, sem helguð er minningu þess- ara mestu og skæðustu náttúru- hamfara á Islandi á sögulegum tíma. Á kvöldvökunum, sem haldnar eru nokkrar á hverjum vetri, er flutt margvíslegt efni til fróðleiks og skemmtunar. Dr. Sigurður lagði oft til efni og er það sérstak- lega minnisstætt hversu lagið honum var að flytja fróðleikinn á þann hátt, að eftirtekt vakti, m.a. með því að flétta saman í máli og myndum, landið, fólkið og söguna svo að það stóð ljóslifandi fyrir áheyrendum. í tilefni af fertugsafmæli Ferða- félags Islands flutti dr. Sigurður það sem hann nefndi „lítil hug- vekja á fertugsafmæli Ferðafélags fslands". Hann gaf þessari hug- vekju heitið „Að lifa í sátt við landið sitt“. Þar mótaði hann í einni stuttri setningu það, sem hann taldi, að Ferðafélagið hefði í fjóra áratugi reynt að leggja af mörkum til uppeldis þjóðarinnar. Hann sagði; „Að aðlaga sig þessu landi, læra að lifa í sátt við það og njóta þess, sem það hefur upp á að bjóða, á að vera snar þáttur í upp- eldi hvers íslendings, honum til hamingjuauka og þjóð hans til heilla." Nú, þegar dr. Sigurður er allur, mun hans sárt saknað úr Ferða- félagshópnum. Þakkir eru honum færðar að leiðarlokum fyrir það mikla og óeigingjarna starf, sem hann vann svo fúslega fyrir Ferðafélag íslands. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjöjskyldu hans. Ilavíð Olaf'sson, forseti Ferðafélags íslands. Það gildir um Island jafnt og um alla heimsbyggð, að lang- stærstur hluti af samanlögðum fjölda vísindamanna frá upphafi mannkyns er enn á lífi og í fullu starfi. Slík varð þróun vísinda á þessari tuttugustu öld. Sögusvið þessarar þróunar er þó fremur þröngt því flest það, sem þátta- skilum olli, gerðist hjá ríkum og mannmörgum þjóðfélögum Evr- ópu og síðan Norður-Ameríku. Auður annars vegar, ríkulegt úr- val hæfra manna hins vegar eru forsendur þess, að þjóðfélag geti sett markið hátt í vísindum og annarri menningarstarfsemi og jafnframt fengið metnaði sínum fullnægt. Þrátt fyrir verulega auðlegð verður menningarlegum metnaði smærri þjóða ætíð sett takmörk vegna minna framboðs á hæfileik- um. Eins nýtast hæfileikar síður með smáum þjóðum, því skilyrði til vaxtar eru takmörkuð. Oftar en ekki falla frækorn í grýtta jörð. í örsmáu íslensku samfélagi verða þessar staðreyndir þeim mun sár- ari sem þjóðin er fámennari en aðrar þjóðir og vaxtarskilyrði hæfileika rýrari. Þeim mun meiri verður gleðin, þá sjaldan að svo vel tekst til að einn úr okkar hópi neitar staðfastlega að beygjast undir örlög deyfðar og uppgjafar, sem umhverfið skapar okkur flest- um. Sigurði Þórarinssyni féllust aldrei hendur. Ef misvitrir stjórn- endur höfnuðu hógværum tillög- um um framlög til rannsókna, fann Sigurður leið til að fram- kvæma áhugaverð verkefni, sem kostuðu minna fé. Málum er því miður þann veg háttað jafnt í vís- indum sem öðrum greinum mann- lífs, að þeir sem eru mestir mála- fylgjumenn við öflun fjár til starf- semi sinnar eða til persónulegra þarfa, eru ekki endilega þeir sem best eru í stakk búnir að verja fénu á skynsamlegan hátt eða eiga það skilið að mati venjulegrar sið- fræði. Sigurður var lítill mála- fylgjumaður við fjáröflun til rannsókna sinna og persónulega færði hann stórar fórnir. Gáfa hans og snilli var í því fólgin að velja ætíð áhugaverð verkefni af meðfæddu innsæi og rökfestu. Við lifum á tímum flókinnar og sí- breytilegrar mælitækni. Örsmá þjóð hefur litla möguleika að etja kappi við aðra. Sigurður Þórar- insson sannaði að öll þessi tækni er hjóm eitt ef ekki fylgir skýr hugsun og hnitmiðað val viðfangs- efna. Hann varð upphafsmaður nýrra vísinda, þar sem tækin sem nota þarf til mælinga og gagnas- öfnunar eru til á hverju heimili, en allt hvílir á hugviti og hæfileik- um þess sem vísindin stundar. Þessi tæki og þetta hugvit skipuðu íslenskum jarðvísindum á virð- ingarbekk. Ljóminn af verk- um hans hefur fallið á okkur hina og verður vonandi sá aflvaki sem til þarf að halda þeim sessi að honum gengnum. Sigurður Þórarinsson var hlé- drægur maður og barnslega feim- inn. Hann reyndi aldrei að beina að sér athygli, það voru ætíð aðrir sem ýttu honum fram í sviðsljósið. Ósjálfrátt varð hann ætíð senu- þjófur, bæði hér heima og ekki síður erlendis, því hann stóð föst- um fótum í menningararfleifð Vesturlanda. En feimnin var ætíð sterkur þáttur í öllum samskiftum Sigurðar við annað fólk, líka við þá sem voru vinir og sams'tarfs- menn. Varkárni í orðum, nær- færni um tilfinningar annarra og þögn um það sem bjó í eigin huga setti vináttutengslum takmörk uns leið var fundin til tjáningar. Tilvitnun til einhvers í sögu og bókmenntum sem í fljótu bragði virtist gripin úr lausu lofti og í litlu samhengi við umræðu líðandi stundar gat við nánari umhugsun verið djúphugsuð ábending, tíma- bært og hnitmiðað ráð í persónu- legum þrengingum. Sigurður hafði um nokkurt skeið haft grun um þann sjúkdóm sem dró hann til dauða, án þess að við samstarfsfólk hans vissum. Síðasta daginn sem hann kom til hádegisverðar í matstofu stofnun- arinnar var hann með blað í hendi og hafði skrifað vísu á blaðið. Hann rétti mér það yfir borðið og sagði: „Gott hjá Goethe kallinum." Lasz rcgncn wcnn e.s reynen will, dem Weller seinen l^auf, und wenn es niehl mehr re^nen will, dann hörl’s von selber auf. (ioelhe 1774 Allt starfsfólk Norrænu eld- fjallastöðvarinnar vottar Ingu og börnunum innilega samúð. Guðmundur E. Sigvaldason Gömlu fólki, sem getur ekki lengur ferðast, — verður ef til vill að orði: „Stundum er „stutt" — jafnvel of „langt". Og það sem við teljum í augnablikinu „langt — langt", verður of „stutt" þegar til kast- anna kemur. Ef öllum hártogun- um spekinnar er sleppt, skulum við fallast á að allt þetta sé „mátu- legt“. Þetta er dómsorð þess sem ræður. Við þökkum samfylgd, langa eða stutta eftir atvikum og fögnum fararheill. Með kærum kveðjum. Hanna og Magnús Jóh. Á liðnu misseri hafa mörg valmenni horfið okkur. Meðal þeirra eru: Kristján Eldjárn, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og nú Sigurður Þórar- insson. Allir menn sem mikill sjónarsviptir er að, menn sem brugðið hafa birtu á líf okkar. Menn sem getið hafa sér þann orð- stír með lífi sínu og starfi að ekki gleymist okkur íslendingum. Það fylgdi hressilegur vorþytur þeim ungu menntamönnum, sem hópuðust heim að loknu námi í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sig- urður Þórarinsson stóð þar fram- arlega í flokki. Menn voru komnir heim til þess að færa okkur þann fróðleik sem þeir höfðu numið, fullir af áhuga á að breyta hér til hins betra að þeirra mati. Ég minnist þess hve Sigurður sagði mér eitt sinn skemmtilega — eins og hans var von og vísa — frá þessum tímum, þegar við rákumst saman af tilviljun á Höfn í Horna- firði, en báðir vorum við þar um kyrrt yfir helgi. Við litum inn á nokkrum bæjum í Nesjum og alls staðar var Sigurði tekið með kost- um og kynjum eins og góðan ætt- ingja bæri að garði. Það var gam- an og ánægjan ein að ferðast með honum. Hann var hafsjór af sög- um og fróðleik um héraðið og gott var að njóta gestrisni þeirra Nesjabænda í skjóli hans. Var það ekki hógværð og lítillæti þessa ágæta húmanista og jarðvísinda- manns á heimsmælikvarða auk greíndarinnar sem vakti mesta aðdáun manna á honum? Málið var svo fagurt sem hann talaði að unun var á að hlýða. Á þessa daga í Hornafirði fyrir rúmum tveimur áratugum slær glampa sem ber ljúfmennsku hans og græskulausu gamni fagurt vitni. Sigurður var sá maður eftir að Vilhjálmur Þ. Gíslason var allur sem einna lengst hefur starfað fyrir Norræna félagið eða um tæplega hálfrar aldar skeið. Hann var rúmlega tvítugur þeg- ar hann var fyrst beðinn að verða félaginu að liði og segja má að síðan hafi hann-alla tíð verið dyggur liðsmaður þess. f stjórn Reykjavíkurdeildarinnar hefur hann setið áratugum saman og verið fulltrúi félagsins í Stjórn Norræna hússins svo til frá upp- hafi vega. Á sjötugs afmæli Sigurðar 8. janúar i fyrra var hann sæmdur heiðursmerki Norræna félagsins úr gulli og þótti okkur félögum hans hann vel að þeim heiðri kom- inn. Norræna félagið í Reykjavík efndi þá á Þorra til hátíðadag- skrár í Norræna húsinu, þar sem söngtextar Sigurðar voru fluttir og varð að tvítaka skemmtunina hinn sama dag vegna fjölmennis og vinsælda Sigurðar. Hann veitti síðan Norræna fé- laginu heimild til þess að gefa út hijómplötu með söngtextum sín- um nú fyrir jólin og hefur hún reynst eins vinsæl og höfundur textanna. Við höfum gert okkur vonir um að nú eftir að Sigurður lét af kennslu- og jarðvísindastörfum fyrir aldurssakir kynni hann að fá tíma til að sinna bókmenntum og öðrum húmaniskum fræðum sem hann kunni ekki síður tökin á enn jarðfræðinni. Vitað er að hann hafði nýlokið riti um skáldbróður sinn Carl Bellmann og er það vel. En því miður rætast ekki þær von- ir frekar. Norræna félagið er Sigurði þakklátt fyrir öll störf hans í þágu þess og færir Ingu konu hans og börnunum Sven og Snjólaugu og skylduliði þeirra innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan og ráðhollan félaga lifir meðan norræn félög starfa á Fróni. Hjálmar Ólafsson „Mórall í borginni allaga er og ásiin á landinu þverrandi fer. Kn engan á jöklunum hafa menn hitt, sem hefur ei dásamaó ..foóurland" silt.“ (H.K) Það brá skugga yfir Jarðfræði- hús Háskóla fslands miðvikudag- inn 9. febrúar, síðastliðinn, þegar fréttist um lát Sigurðar Þórar- inssonar, jarðfræðings. Yfirleitt er þar glatt á hjalla, en þennan morgun var sem öllum yrði orða vant. Menn gengu að störfum sín- um, sem áður, þó meir að gömlum vana en áhuga. Við fundum til sárs saknaðar. Um hugann liðu minningar, myndir liðinna samverustunda er við áttum með Sigurði. Stórt skarð hafði myndast í þann hóp sem þetta hús hýsti. Þar er skarð fyrir skildi. í huga þjóðarinnar var Sigurður Þórarinsson hin sanna ímynd hins lifandi og starfandi jarðvísinda- mann. Hver kannast ekki við myndina af Sigurði, þar sem hann hleypur upp um fjöll og firnindi, kvikur og léttur, með rauðu skotthúfuna sína, sem var hans aðalsmerki. Alltaf kominn fyrstur manna á staðinn þar sem náttúru- öflin höfðu látið til skarar skríða. Þannig var Sigurður, náttúran og öll hin landmótandi öfl, eitt og hið sama, ein órjúfanleg heild. Sigurður kenndi land- og jarð- fræðinemum almenna jarðfræði á fyrsta ári. Það fylgdi því mikil til- hlökkun og eftirvænting að fá að fylgjast með fyrirlestrum hjá Sig- urði Þórarinssyni sjálfum. Fyrir flestum okkar var hann hin lif- andi ímynd jarðvísindanna. Sig- urður var maður víðförull og með honum „ferðuðumst" við ekki ein- ungis um allt ísland, heldur allar heimsins álfur, frá; „Reykjavík og Rawalpindi./Rangoon, Súdan, Bonn, Kashmir." (S.Þ.) Til að sýna okkur sem fjöl- breyttast landslag, var hann ein- att með litskyggnur úr ferðum sínum og iðulega skaut hann inn á milli hnyttnum frásögnum, þjóð- sögum og athugasemdum sem gæddu fyrirlestrana lífi. Fyrir- lestrar Sigurðar fjölluðu ekki ein- ungis um jarðfræði, heldur flétt- aði hann þar inn í frásagnir af siðum og menningu hinna ýmsu þjóða sem jarðkúiuna byggja, s.s. Eskimóum, Indíánum, Sjerpum, Japönum og svona mætti lengi telja. Stutt var í glettnina og var hún ekki síður á eigin kostnað, en annarra. Auðgi ímyndunaraflsins var alveg ótrúleg., Einu sinni sem oftar vorum við „stödd" með Sig- urði uppi við Grímsvötn, þar sem hann lýsti á listilegan hátt, hvern- ig sigketillinn yfir Grímsvötnum myndast við Skeiðárhlaup. „Og hugsið ykkur svo, þegar sigið hefst,“ sagði hann, „hvernig jök- ulhellann dettur allt í einu niður um nokkra tugi metra í senn. Mig hefur alltaf langað til að sitja á jökulhellunni, meðan hún sígur. Það hlýtur að vera stórkostlegt. Hún tekur allt í einu að síga „púrns", og svo aftur, „púms“ og maður fær flugferð enn á ný.“ í anda fylgdust við hugfangin með þessari flugferð, þar sem Sigurður sat á miðri hellunni og hélt báðum höndum um rauðu skotthúfuna sína. Jarðfræðinám byggist ekki síð- ur á ferðalögum en bóknámi, því sjón er sögu ríkari. Á vorin fóru fyrsta árs jarð- og landfræðinem- ar ávallt í einnar viku námsferð með Sigurði um Suðurland. Þar hlutu menn sína eldskírn. Þessi ferð er ógleymanleg, því Sigurður bjó yfir ótrúlegri þekkingu á landi og landsháttum, hvort sem um var að ræða hæð á fjalli, nafn á bæ eða ábúanda, að ekki sé minnst á þjóðlegan fróðleik. Hversu oft hafði Hekla gosið? Var þetta „Landnámslagið"? Hvers vegna verða Skeiðarárhlaup eða hvernig er umhorfs á Mýrdalssandi í Kötlugosi? Það var sama um hvað var spurt, Sigurður hafði ávallt svar á reiðum höndum, en þótt fræðin sætu í fyrirrúmi, var oft slegið á léttari strengi. Mikið var sungið og voru kvæði eftir Sigurð jafnan vinsælust. Sigurður söng gjarnan með, sérstaklega ef sung- in voru kvæði eins og „Ennþá geymist það mér í minni, María, María ... “ , eða „Land veit ég langt og mjótt..." Þegar textarn- ir sem við kunnum höfðu verið marg endurteknir og ekkert sér- stakt bar fyrir í landslaginu, tók Sigurður til sinna ráða. Hann kenndi okkur viðlag, en gerðist sjálfur forsöngvari og urðu þá heilu kvæðin jafnvel til á staðn- um. Sigurður skildi eftir sig mikið safn greina. Einn mikilvægasti þátturinn í skrifum hans er hvernig hann tengdi saman sögu lands og lýðs. Greinarnar eru flestar skrifaðar á alþýðumáli, þar munu því leikir jafnt sem lærðir eiga Mímisbrunn að bergja á. Síðasta árið var mönnum ljóst að mjög hafði dregið af Sigurði. Ljósið ljómaði ekki eins skært og áður, en vinnugleðin virtist samt óþrjótandi og stöðugt brá fyrir þeim neista glettni og gamansemi, sem einkenndu Sigurð jafnan. Leiðina frá vöggu til grafar göngum við öll, þó með misjöfnum hætti. Hvert okkar skilur eftir sig spor, sumir þó dýpri en aðrir. Við sem vorum nemar og svo lánsöm að kynnast Sigurði og njóta handleiðslu hans, þökkum innilega liðnar samverustundir, bæði í leik og starfi. Fjölskyldu Sigurðar sendum við heilshugar samúðarkveðjur. Minningarnar lifa. „En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur.“ Jarð- og landfræðinemar við Há- skóla Islands Nú þykir mér vera orðið fátt um vini eftir að Sigurður Þórarinsson er horfinn. Af fornum kynnum í Stokk- hólmi sé ég hann fyrir mér ungan, gáfaðan og skemmtilegan stúdent. I þá daga lifði íslenskt námsfólk á loftinu og var Sigurður engin und- antekning nema síður væri. En þrátt fyrir léttan maga var yndis- legt að lifa og Sigurður átti sinn þátt í að gera allt skemmtilegt. Þegar litið er á verk hans núna, getur líklega enginn skilið að ann- ar eins hæfileikamaður hafi þurft að heyja harða baráttu fyrir til- veru sinni einni saman. Erlendis stóðu honum allar leiðir opnar, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.