Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 st h.f nau Síðumúla 7-9, sími 82722. Bllanaust h.f. hefur nú á boðstólum hljóðkúta, púströr og festingar I flestar gerðir blla. Stuðla- berg h.f., framteiða nlðsterk pústkerfi og hljóð- kúta sem standast fyllilega samkeppni við sams konar framleiðslu erlendra fyrirtækja. Þessa Isl- ensku gæöaframleiöslu erum við stoltir af að bjóða viöskiptavinum vorum jafnhliða vörum frá HUÓÐKÚTAR PUSTKERFI Viðskiptaþing 1983 Frá orðum tíl athafna Fimmta viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands verður haldið miðvikudag- inn 16. febrúar n.k., í Kristalsal Hótels Loftleiða klukkan 11:00—17:30. Efni þingsins verður áætlun um endurreisn íslensks efnahagslífs undir yfirskriftinni: FRÁ ORÐUM TIL ATHAFNA. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu V.Í., í síma 83088. Ragnar S. Halldðrtaon Harrit lávarður Þórður Átgtirtton Haukur BJðrntton Matthiat Johanntttan Ólafur B. Thort Dagskrá: Mæting, klukkan 11:00—11:15. Setningarræða, Ragnar S. Halldórsson, formaður V.í. Athafnaskáld, ávarp Matthías Johannessen, ritstjóri. Hádegisverður f Víkingasal. Samkeppni í atvinnulífi og stjórnmálum — Competition in Economics and Politics — erindi Harris lávaröar, framkvæmdastjóra Institute of Econ- omic Affairs í London. Endurreisn efnahagslífsins, skýrsla V.í, — lýsing á efnahagsvandanum og leiðir til lausnar. Framsaga: Ólafur B. Thors, forstjóri og Þórður Ás- geirsson, forstjóri. Sjónarmið úr atvinnulífinu: Iðnaður: Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri, Sig- uröur Kristinsson, forseti L.l. Landbúnaður: Ingi Tryggvason, formaöur Stéttar- sambands bænda. Sjávarútvegur: Hjalti Einarsson, formaður Sambands fiskvinnslustöðva, Ólafur B. Ólafsson, forstjóri. Verslun: Einar Birnir, fyrrverandi formaöur F.Í.S., Gunnar Snorrason, formaður K.í. Almennar umræður og ályktanir veröa í lok þingsins kl. 16:15—17:30. Þingforseti veröur Hjalti Geir Kristjánsson, fyrrv. formaður V.j. Gunnar Snorraaon Hjalti Gair Kriatjánaaon VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Reykjavíkurmótið í bridge: Sveit Sævars Þor- björnssonar sigr- aði þriðja SVEIT Sævars Þorbjörnssonar sigr- aöi í gífurlega spennandi úrslita- keppni í Reykjavíkurmótinu í bridge sem lauk um helgina. Spilaöi sveitin hreinan úrslitaleik gegn sveit Jóns Hjaltasonar, en 4 sveitir tóku þátt í úrslitakeppninni. Úrslitaleiknum lauk með jafntefli, 10—10, og si- graöi sveit Sævars meö 1 stigi og vantaði sveit Jóns aðeins einn punkt (1 Impa) til að vinna leikinn. I sveit Sævars eru ásamt honum: Jón Bald- ursson, Siguröur Sverrisson og Valur Sigurðsson. Þetta er í þriöja sinn sem sveit Sævars Þorbjörnssonar vinnur Reykjavíkurmeistaratitilinn. Það voru sveitir ólafs Lárusson- ar og Egils Guðjohnsens sem spil- uðu í úrslitum ásamt fyrrnefndum sveitum. Fyrir síðustu umferðina hafði sveit Sævars 34 stig, sveit arið í roð Jóns 33 stig, sveit ólafs 3 stig og sveit Egils 10 stig og svo skemmti- lega vildi til að Sævar og Jón áttu að spila saman í síðasta leiknum. Þegar tveimur spilum var ólokið var staða Jóns og félaga hans mjög vænleg — þeir höfðu 13 punkta forskot og fátt eitt gat komið í veg fyrir sigur þeirra því síðustu spilin voru talin nokkuð eðlileg. Það fór þó á annan veg þegar einn af okkar reyndustu keppnisspilurum missteig sig í 3 gröndum, þar sem þau voru unnin með yfirslag á hinu borðinu. Síð- asta spilið féll þar sem báðar sveitir töpuðu spili sem mátti vinna. Og enda þótt sveit Sævars tapaði með tveimur punktum telst leikurinn vera jafntefli og sigur Sævars Þorbjörnssonar í höfn. Verzlunarráð íslands: Fimmta viðskiptaþing haldið á miðvikudag FIMMTA viðskiptaþing Verzlunar- ráðs íslands verður haldiö miðviku- daginn 16. febrúar nk. í Kristalsal Hótels Loftleiða, klukkan 11.00—17.30. Viðfangsefni þingsins verður áætlun um endurreisn ís- lensks efnahagslífs undir heitinu: Frá orðum til athafna. Forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, verður viðstödd setn- ingu þingsins, sem hefst með setn- ingarræðu Ragnars S. Halldórs- sonar, formanns V{. Gestir á þing- inu verða þeir Matthías Johann- essen, ritstjóri, sem flytur ræðu, er nefnist Athafnaskáld, og Harr- is lávarður, framkvæmdastjóri Institute of Economic Affairs í London, sem flytur erindi um samkeppni í atvinnulífi og stjórn- málum. Aðalefni þingsins, áætlun um endurreisn efnahagslífsins, verður á dagskrá um klukkan 14.00. Að lokinni kynningu á áætluninni munu nokkrir framámenn úr mis- munandi atvinnugreinum tjá álit sitt á henni. Almennar umræður verða svo í lok þingsins. Þingfor- seti verður Hjalti Geir Kristjáns- son, forstjóri. Ekkert náttúrugripa- safn er þjónað geti nútíma skólakerfi EKKERT náttúrugripasafn er til á höfuöborgarsvæðinu, sem getur þjón- aö nútímalegum þörfum skólakerfis og almennings. Þetta var tilefni óformlegs fundar áhugafólks frá stofnunum, félögum, skólum, foreldrafélögum o.fl., sem áhuga hafa á náttúrufræðum. Var hópurinn kall- aður saman í Fossvogsskóla af As- laugu Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra, til aö ræða hvort og á hvern hátt hægt væri úr að bæta og ýta á þetta nauösynjamál, nú, þegar kennslu- hættir hafa breyst svo mjög, að þörf á söfnum er nauðsyn við fræösluna. Hefur þetta mál lengi verið í um- ræðu, en tilefni þess að hópurinn kom saman nú er fráfall dr. Sig- urðar Þórarinssonar, þess manns sem framar öllum öðrum hefur stuðlað að samspili og samvinnu milli náttúruvísindamanna og al- mennings í landinu, og stuðlað ómetanlega að fræðslu um íslenzka náttúru til almennings. Sveinn Jakobsson, forstöðumað- ur Náttúrufræðistofnunar, gerði fundarmönnum grein fyrir stöðu mála, en 1958 var Náttúrugripa- safni ráðstafað til bráðabirgða, og hefur verið við ófullkomnar að- stæður í litlum sýningarsal í stofn- uninni sjálfri síðan 1967. En áætl- anir um byggingu náttúrugripa- safns eru enn óljósar. Með sama áframhaldi munu væntanlega líða 1—2 áratugir uns náttúrugripasafn verður byggt. Ræddu fundarmenn vítt og breitt um langtímalausnir, og skammtímalausnir, m.a. sýningar um afmörkuð verkefni, sem stæðu í skamman tíma og um vettvangs- fræðslu. Kom mönnum saman um að eitthvað þyrfti að gera til þess að heil kynslóð Islendinga færi ekki á mis við þá fræðslu sem sótt er í náttúrugripasöfn. Rætt var með hverjum hætti skólar, foreldr- ar og náttúruvísindamenn gætu tekið höndum saman um einhverja úrlausn. Mun hópurinn koma aftur saman síðar og þá væntanlega með meiri fyrirvara og aukinn að fjölda. Akranes: Fimm togar- ar lönduðu í síðustu viku Akranesi, 14. febrúar. EFTIRTALDIR togarar lönduðu hér í síðastliðinni viku: Haraldur Böðvarsson 160 tonn, Óskar Magn- ússon 115 tonn, Krossvík 115 tonn, Bjarni Ólafsson 65 tonn og Skipa- skagi 35 tonn. Afli á línu og net hefur undan- farið verið tregur. - J.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.