Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 17 Fulltrúar HK og RKÍ á fundi með blaðamönnum ígær. Sitjandi frá vinstri eru: Guðmundur Finarsson framkvæmdastjóri HK, Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri RKÍ og Björn Baldursson deildarstjóri hjá KKÍ. Standandi eru séra Bragi Frið- riksson formaður framkvæmdanefndar HSK (t.v.) og Ottó A. Michelsen stjórnar- formaður HK. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði Kross Islands: Skyndisöfnun til hjálpar flótta- fólkinu í Ghana BORIST hafa neyðarköll um aðstoð til Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða kross íslands vegna flóttamanna- vandamálsins í Ghana. Eins og kunn- ugt er af fréttum ríkir neyðarástand í Ghana vegna flóttamannastraumsins frá Nígeríu, en stjórn Nígeríu vísaði Ghanamönnum úr landi fyrir nokkru. Astandið í Ghana er bágborið, en nú hafa þarlend stjórnvöld lýst yfir neyð- arástandi og farið fram á alþjóðlega hjálp. Kirkjan, Kauði krossinn og hjálparstofnanir SÞ, ásamt ríkisstjórn- um margra landa, leitast nú við að svara þessu neyðarkalli með virkri að- stoð. Á blaðamannafundi sem RKÍ og HK efndu til í gær kom fram að þessar tvær hjálparstofnanir hafa ákveðið að taka höndum saman um íslenska aðstoð til Ghana, og stofna til skyndisöfnunar á meðal almenn- ings svo íslensk aðstoð geti orðið að raunveruleika. Safnað verður með þeim hætti að opnaður verður sam- eiginlegur gíróreikningur nr. 46000- 1, en inn á þann reikning getur fólk lagt framiög sín í öllum bönkum, sparisjóðum og póstafgreiðslum. Þá munu skrifstofur Hjálparstofnunar- innar og Rauða krossins taka á móti framlögum. Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri HK sagði að þar sem Ghana væri eitt af fátækustu lönd- um í heimi væri það eðlilega illa í stakk búið til að taka á móti þessum mikla fjölda fólks, en síðustu fréttir herma að þarna sé um 1 milljón manns að ræða. Sagði Guðmundur að vegna skjótra viðbragða hjálpar- stofnana og ríkisstjórna víða um heim hefði tekist að afstýra beinu neyðarástandi, en hins vegar væri mikil hætta á að það skapaðist ef hjálpargögn bærust ekki í ríkum mæli. Guðmundur sagði að bjartsýn- ustu spár gerðu ráð fyrir að Ghana þyrfti á mikilli aðstoð að halda a.m.k. fram í september. Áætlað er að söfnunarfé hérlendis verði nýtt að mestu til kaupa á ís- lenskum afurðum, skreið og salt- fiski, en hjálparbeiðnir innihalda fyrst og fremst óskir um matvæli og lyf. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn fara þess á leit við landsmenn að þeir taki þessari neyð- arbeiðni vinsamlega og taki höndum saman um virka íslenska aðstoð við flóttafólkið í Ghana. Völundar gluggar Smíðum glugga úr furu, oregonpine og teakviði. ® Einnig smíðum við glugga úr gagnvarinni furu, j sem fjórfaldar endingu glugganna. | Stuttur afgreiðslufrestur. Hagstætt verð. Valin efni, vönduð smíð og yfir 75 ára reynsla tryggir gæðin. Gjörið svo vel og leitið tilboða. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 BENIDORM 1983: 13.APR. 11. MAÍ 1. JÚNÍ 22. JÚNÍ 13. JÚLÍ 3. & 24. ÁGÚST 14. SEPT. 5. OKTÓBER BEINT FLUG í SÓLINA OG SJÓINN PÁSKAFERÐ MARS — 13. APRÍL 15 DAGAR Verð frá 11.000 UMBOÐSMENN: SIGBJÖRN GUNNARSSON, Sporthúsiö hf., Akureyri — sími 24350. HELGI ÞORSTEINSSON, Ásvegi 2, Dalvík — sími 61162. FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS, Anton Antonsson, Selás 5, Egilsstöðum — simi 1499 og 15 10. VIDAR ÞORBJÖRNSSON, Norðurbraut 12, Höfn Hornafiröi — sími 8367. FRIDFINNUR FINNBOGASON, c/o Eyjabúð, Vestmannaeyjum — sími 1450. BOGI HALLGRIMSSON, Mánagerði 7, Grindavik — simi 8119. BJARNI VALTÝSSON, Aöalstöðinni Keflavik, Keflavik — sími 1516. GISSUR V. KRISTJÁNSSON, Breiðvangi 22, HafnarfirAi — sími 52963. ÓLAFUR GUÐBRANDSSON, Merkurteig 1, Akranesi — sími 1431. SNORRI BÖÐVARSSON, Sandholti 34, Ólafsvik — sími 6112. ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, MiAengi 2, Selfossi — sími 1308. RUNAR BIRGISSON Stórigaröur 11, Húsavik — sími 41570 — 41679 BJÖRG GUOMUNDSDÓTTIR, Miðstræti 18, Bolungarvík. FERÐA MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.