Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 29 t sem damótin Frummyndir postulanna eru taldar smíðaðar í Þýskalandi ein- hvern tíma á síðari hluta sext- ándu aldar. Þeim og staðsetningu þeirra er svo lýst í fornleifa- skýrslu Hallgríms djákna Jóns- sonar, dagsettri 22. september 1817: „Á bitanum milli kórs og framkirkju á Þingeyrum •’t.endur bílæti Kristí og þeirra 12 postula út frá honum til beggja hliða, snilldarlega af tré úthöggið eður tálgað. Hafa þau öll máluð verið, en farin nú að fölna.“ Sveinn Ólafsson, myndskeri sá um myndskurðinn á styttunum, en Baldur Edwins málaði þær. íandleika hér eina myndina. MorfnJnblaAiA/ Krixtján K. KinanMon Loftsteinninn, sem sást á sunnudagskvöld: „Perulaga hlutur á ólýs- anlegum eldingarhraða“ „ÉG VAR staddur miðja vegu milli Laxamýrar og Húsavíkur á leið í kaupstaðinn. Þá verður allt í einu skjannabjart. Ég leit út um hliðarglugga á bílnum til austurs og sá þá að ofan af himnum kemur með ólýsanleg- um eldingarhraða stór hlutur, perulaga, með hala aftur úr. Hann var mjög rauðglóandi neðst en ofar var af honum neonbirta, ennþá skærari. Þetta hvarf til jarðar á heiðarbrúninni á nokkrum sekúndum. Þetta var einhver stórfenglegasta sjón sem ég hef séð, en mér varð ansi bylt við og óttaðist að eitthvað fleira fylgdi í kjölfarið," sagði Björn Jónsson bóndi á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu í samtali við Mbl., en hann var einna fyrstur til að tilkynna Almanna- vörnum og iögreglu um fallandi loftstein á sunnudagskvöld. „Mér varð ansi bylt við, stöðvaði bílinn og leit á klukk- una og sá að hún var 20,31. Þetta er tími sem flestir eru við sjónvarp og mætti ég t.d. aðeins einum bíl á leiðinni til Húsa- víkur í stað 20 venjulega. Ég frétti að það varð albjart hér inni í sveitum, en þar sást þó hluturinn ekki. Frá mínum sjónarhóli séð gat þetta ekki fallið nær til jarðar en i 10 kíló- metra fjarlægð, og ef hann hef- ur fallið það nálægt gæti ég reiknað með að hann hafi verið 10 til 20 tonn. En ef hann hefur verið öllu fjær er ómögulegt að giska á stærð hans. Þá mundi ég segja að hann hafi verið á annað hundrað tonn. Það var eins og kringum hann væri neistaflug, eitthvurt útkast frá honum. Mér datt ýmislegt í hug, meðal annars að þetta væri gervihnöttur, en taldi þetta þó vera miklu stærra. í öðru lagi sá ég að hraðinn var svo mikill að þetta gat ekki verið hrapandi þota. Ég fór rakleitt á lögreglu- stöðina á Húsavík og sagði frá þessu, því ef maður sér eitthvað furðulegt verður maður að passa sig á að vera ekki talinn hysterískur, en það var allt tékkað af. Ég hef heyrt af ein- — segir fulltrúi Almannavarna „JÁ, VIÐ fengum upplýsingar um þennan hlut og okkar við- brögð voru að sjálfsögðu þau að opna hér stjórnstöð Almanna- varna ríkisins," sagði Örn Eg- ilsson hjá Almannavörnum í gærmorgun. „Síðan héldum við uppi marg- víslegum fyrirspurnum. Við höfð- um samband við lögregluna á Húsavík og töluðum við vitnið, Björn á Laxamýri. Einnig höfðum við samband við flugstjórn, við Ármann Pétursson sem vaktar um eða tveimur mönnum á Húsavík sem urðu birtu varir beint í austri, sem bendir til að þetta hafi verið ansi langt aust- ur frá. Þeir sáu þó ekki fyrir- bærið þar sem Húsavíkurfjall skyggði á. Þá var dóttir mín ásamt öðrum í bil á leið í barnaskóla inn í Aðaldal. Þau sáu bara birtuna, en áttuðu sig ekki á því hvað þetta var, eða hvaðan það kom, enda gerðist þetta allt saman á nokkrum sekúndubrotum. Mér þykir líklegast að þetta skjálftamæla í Mývatnssveit, við Þorstein Sæmundsson stjarnfræð- ing, og samkvæmt þeirri lýsingu sem við höfðum á að byggja sagði hann þetta vera dæmigerða lýs- ingu á loftsteini sem væri að brenna upp. Hann hefur trúlega farið á þann veg því það komu engar mælanlegar jarðhræringar fram á mælum fyrir norðan. Það voru tveir menn á Húsavík sem tikynntu lögreglunni um hlut- inn, og einnig var lögreglumaður frá Raufarhöfn á leið frá Kópa- skeri um Sléttu og þar sem hann ók í norðurátt, sá hann hvar allt birti upp aftan við sig þar sem hann var staddur í svokölluðum Skörðum. hafi komið niður út í hafsauga, þótt ómögulegt sé að segja til um það, en sjálfsagt er hægt að reikna það út. Mér finnst lík- legast að þetta hafi verið loft- steinn, en einn maður hjá Al- mannavörnum í Reykjavík taldi þetta mundu hafa verið fljúgandi furðuhlut og hann sagði að þótt mér hafi sýnst hann hafa farið til jarðar, þá hafi hann samt getað breytt um stefnu, og farið eitthvað ann- að,“ sagði Björn að lokum. Tvö vitni, sem voru á leið milli bæja í Axarfirði, sáu einhverja ástæðu til að tilkynna frétta- manni útvarps um þessa sýn. Af því tilefni vil ég taka fram að ekk- ert er athugavert við að láta fjöl- miðla vita um svona lagað, en númer eitt er að láta lögreglu vita, því þetta er lögreglumál, og hefði getað gefið okkur gleggri mynd af því sem þarna var á seyði. Þetta er ekkert sem áhyggjur er hafandi af. Það síðasta sem var á ferðinni ofan úr himingeimnum var sovézki hnötturinn Cosmos, en það er komin um vika frá því hann skilaði sér,“ sagði Örn. „Númer eitt er að láta lögreglu vita“ „Fékk sting í magann og fannst þetta fara niður í Seyðisfjörð“ „Ég var á leið niður á Seyðis- fjörð frá Egilsstöðum um hálf- níuleytið og þegar ég var í brekkunum Egilsstaöamegin, á móts við bæinn Steinholt, birti inni í bílnum hjá mér. Samtímis varð mér litið upp og sá ég þá Loftsteinninn sást í Mýrdal l.illa llvammi í Mvrdal, 14. rebrúar. LJÓS það er sást á Austur- og Norðausturlandi í gærkveldi tel ég öruggt að hafi einnig sést hér í Mýrdal. Ég var á ferð austur Mýrdalinn, nánar tiltekið við Deildará, ásamt nágranna mín- um, laust fyrir klukkan hálfníu. Var þá loft hér næstum alskýjað. Sjáum við þá ákaflega mik- inn ljósbjarma, til norðausturs, eins og stefni á Heiðardal, en einnig var sem lýsti bak við ský við Höttu, sem er fjall nokkru sunnar. Fannst okkur ljós- magnið ótrúlega mikið, væri það frá einhverju tæki, sem við þó töldum það vera, það gæti varla verið af öðrum ástæðum. En er við heyrðum fréttina í útvarpinu í dag, finnst okkur ekki lengur leika vafi á að hér hafi verið um að ræða sama fyrirbærið og sást fyrir norðan og austan í gærkveldi. — Sigurþór þennan svakalega hnött,“ sagði Jóhann Sveinbjörnsson, bæj- argjaldkeri á Seyðisfirði, í sam- tali við Mbl. en hann var einn af þeim sem sáu loftsteininn. „Ég hef oft séð fallandi loft- steina, en þó aldrei annað eins. Mér fannst birta alls staðar í kring. Ég fékk sting í magann því mér fannst þetta vera fara beint niður í Seyðisfjörð. Fyrst datt mér í hug Rússinn, að þarna væri einhver njósnahnöttur þeirra á ferðinni. Þetta tók ekki nema örfáar sekúndur. Frá mér séð féll hnött- urinn í suðausturátt. Mér fannst þetta fara ofan í Seyðisfjörð, manni finnst svona lagað vera bara í seilingu frá sér. Fyrst gaf ég í, vildi komast niður eftir og skoða þetta, en róaðist fljótt og hugsaði að þetta væri langt úti í hafi. Eftir að ég kom heim frétti ég að Andrés Filipusson bóndi á Dvergasteini í utanverðum Seyð- isfirði hefði séð hnöttinn falla til sjávar. Taldi hann sig hafa séð hann falla í Seyðisfjörð. Þetta var svo óvenju stórt, bjarminn ógurlegur og skær. Og það glampaði á fjöllin, eins og í mjög skæru tunglsljósi. Þetta var allt svo hvítt og skært, örlítið grænt og rautt einnig. Mér varð óneit- anlega bylt við þetta allt saman," sagði Jóhann. Eins og risavaxið blys væri að hrapa SkinnastaÁ. 14. febrúar. í GÆRKVÖLDI er ég stóð upp frá fréttum sjónvarps og gekk inn í dimmt herbergi í austur- enda hússins, brá allt í einu fyrir sterku Ijósi sem lýsti upp her- bergið. Ég þaut út að glugganum og sá mjög stórt Ijósfyrirbæri í háaustri eins og risavaxið blys væri að hrapa til jarðar skammt í burtu. Þetta var mjög bjartur ljós- kjarni með bjarma umhverfis, aflangt upp og niður, eða spor- öskjulaga. Það hrapaði hratt lóðrétt niður á fáeinum sekúnd- um og sást ekki aftur. Klukkan var nákvæmlega 20.30. Ég hélt mig vera að sjá ofsjónir því að óbyggðir hálsar eru í áttina þar sem ljósfyrirbærið sást. Þetta mun hafa farið fram hjá mörg- um hér, en frést hefur af fólki á leið um þjóðveginn sem einnig sá þessa undarlegu loftsýn. Sigurvin. Sá eldkúlu steypast Kopaskfri, 14. rvbrúar. HJONIN Jón Hrólfsson og Hclga Jónsdóttir hjúkrunarkona frá Kópaskeri voru meðal þeirra sem sáu til loftstcinsins sem féll til jarðar á sunnudagskvöld. Þau voru þá stödd skammt norðan við héraðsskólann í Lundi í Ax- arfirði. Jón lýsir þessu fyrirbæri þannig að hann er á keyrslu norðan við Lund klukkan hálf níu, sér hann eldkúlu steypast lóðrétt til jarðar í austurátt. Aftur úr henni gekk eldhali og birti allt nágrennið upp er fyrirbærið féll. til jarðar Einnig urðu margir á Kópa- skeri birtunnar varir. Kona að nafni Sigríður Guðmundsdóttir sat t.d. í mikilli birtu í stofu sinni en sá samt er birti af fyrirbærinu og hvar það féll í suðaustri er hún leit út um gluggan. Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.