Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 21 • Unglingameistaramót íslands í fimleikum fór fram um síðustu helgi í Laugardals- höllinni. Keppni á mótinu var bæði skemmtileg og tvísýn í mörgum greinum. Þau Kristín Gísladóttir, Gerplu og Arnór Diego, Ármanni, unnu bæöi góð afrek á mótinu og hlutu flesta íslandsmeistaratitla. Á myndinni hér aö ofan má sjá Arnór í æfingu á tvíslá, en myndir og úrslit frá mótinu eru á síðu 24—25. Ljósm. Lárus Karl Ingason. Mennea setur nýtt heimsmet e italski spretthlauparinn Pietro Mennea setti á sunnudaginn nýtt heimsmet í 200 metra hlaupi innanhúss. Tími Mennea var 20,74 sek. Mennea setti heimsmetið á stóru innanhússmóti sem (ram fór í Gen- ova á Ítalíu. Metið sem Mennea bætti við var aðeins dagsgamalt, því að á laugardag setti V-Þjóðverjinn Ralf Luebke heimsmet innanhúss i 200 metra hlaupi, hljóp vegalengdinda á 20,77 sek. Árið 1979 setti Mennea heimset í 200 metra hlaupi utanhúss, er hann hljóp í Mexícó á 19,72 sek. Besti tími hans innanhúss áöur en hann setið metiö var 21,09 sek. Stóraukin Getraunasala: Hagnaður ÍSÍ var 1.250 milljónir Á SÍDASTA aðalfundi Getrauna sem fram fór í lok desember kom fram að á síöustu misserum hefur sala aukist gífurlega. Á síðasta starfsári hefur veltan aukist um meira en 100% á milli ára. Þá var selt fyrir 13,2 milljónir króna á móti 6,4 milljónum árið á undan. Frá þessu er greint í nýútkomnu fréttabréfi sem ÍSÍ er fariö að gefa út. Þar kemur líka fram að hagnaður ÍSÍ af getraunum er 1.250 milljónir króna á síöasta starfs- ári. Þaö sem af er þessu ári viröist stefna í enn frekari söluaukningu. Fékk 320.000 í vinning: „Fyllti seðlana út á fimm mínútum“ —■ sagði vinningshafinn Friðbjörn Marteinsson HANN datt heldur betur í lukku- pottinn hann Friðbjörn Marteins- son á Vopnafirði um helgina. Hann var einn með 12 rétta í get- raununum. Friðbjörn hlýtur hæsta vinning sem borgaður hef- ur verið út hjá Getraunum 320.000 krónur.— Þessi stóri vinningur kom mér mjög á óvart ég var bæöi hissa og undrandi þegar ég frétti þetta, sagði Friðbjörn í gær. —Ég keypti mér tvo gula miöa og fyllti þá út á fimm mínútum, ég tippa um hverja helgi en hef aldr- ei unniö áður. Hef í mesta lagi fengið 10 rétta, ég er varla búinn að átta mig á þessu ennþá sagði Friðbjörn sem er 23 ára gamall. Veðurguðirnir settu strik í reikn- inginn í ensku knattspyrnunni um helgina. Þar varð að fresta 32 leikjum og þar af voru átta þeirra á 24. getraunaseðlinum. Kasta varð upp tening til þess að ákveöa úrslit þessara leikja. Það er nú skammt stórra högga á milli i Getraununum. í annað skiptið í röð og í sjöunda Skipti í vetur er einn aöili með óskiptan fyrsta vinning. Fyrsti vinningur gat 309.280 krónur. Fjörutíu og níu raðir komu fram meö ellefu rétta og var vinningur fyrir hverja röð 2.705 krónur. — ÞR. • Kristín Gísladóttir, Gerplu, á miöri mynd, varö fimm- faldur íslandsmeistari á unglingameistaramóti íslands um helgina. Kristín hefur sýnt miklar framfarir í íþrótt sinni og á án efa eftir að gera enn betur. Ljósm. Lárus Karl Ingason. Spánverjar eru erfiðir og mjög verðugir andstæóingar — segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari — Spánverjar eru með mjög sterkt lið, það besta í riölinum. En það er alls ekki útilokað að sigra þá. Á góðum degi á íslenska landsliðið alveg möguleika á aö ná af þeim stigum. En þeir eru erfiðir og verðugir mótherjar, sagöi Hilmar Björnsson lands- liðsþjálfari í handknattleik. En Hilmar fór gagngert út til Dan- merkur til þess að fylgjast með spánska landsliðinu í handknatt- leik er það lék tvo leiki gegn Dön- um. Spánverjar sigruðu með miklum yfirburöum í fyrri leikn- um, 27—18, en í þeim síðari meö einu marki, 18—17. Hilmar sagöi aö í fyrri leiknum hefði danska liðið leikið langt undir getu og því heföi sigur Spánverja oröiö jafn stór og raun bar vitni. En í síðari leiknum hefðu Danir leikið mun betur og þá mátti vart á milli sjá hvort liðið myndi ganga meö sig- ur af hólmi. Á síöustu stundu tókst þá Spánverjum að skora sigurmark leiksins. Það er alveg Ijóst aö Spánverjar leggja allt í sölurnar til þess aö standa sig vel í B-keppninni í Hol- landi. Liöiö dvelur í æfingabúöum í Danmörku fram aö B-keppni, en allir leikmenn Spánar eru atvinnu- menn í íþróttinni, og þurfa þvi ekki aö hafa áhyggjur af vinnutapi eöa ööru slíku. Sterkasta hliö spánska liösins er hversu hraöur leikur liös- ins er og jafnframt hve vel útfærö • Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari fylgdist með spánska landsliöinu í Danmörku. hraöaupphlaupin eru. Þau gefa liö- inu jafnan mjög mörg mörk. Hilmar kortlagöi allan leik liðsins og mun á næstu dögum útlista fyrir leik- mönnum sínum hvaö bíöi þeirra í fyrsta leik íslenska landsliösins í B-keppninni i Hollandi 25. febrúar. Þeim leik verður sjónvarpaö beint hér á landi. En sýnt er aö þaö verður erfiður róöur hjá landsliös- mönnum okkar strax i fyrsta leikn- um. En takist þeim vel upp er alls ekki útilokaö aö vinna sigur. Spánverjar eru meö stemmingsliö og ef illa gengur hjá þeim er allt eins víst aö allt fari úrskeiöis. — ÞR. Adidasmótið ADIDASMÓTIÐ í handknattleik hófst í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Úrslit leikja urðu þessi: Víkingur — Landslið II 18—19 KR — Valur 23—17 Víkingur — Landslið I 21—21 Landslið II — Valur 22—13 KR — Landslíð I 16—16 — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.