Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 31 Meginatriði í vísitölufrumvarpi forsætisráðherra: Nýr vísitölugrunnur, óbein- ir skattar og niðurgreiðsl- ur út, orkufrádráttur og 4 mánaða tímabil „RÉIT KK AÐ leggja áherslu á, að sú kerfisbreyting, sem hér er gerð tillaga um, felur ekki í sér takmarkanir á verðbótagreiðslum umfram það, sem er að finna í núgildandi tilhögun. Þannig vegur orkufrádrátturinn í raun upp á móti minni búvörufrádrstti samkvæmt nyja framfsrslugrundvellinum. A móti lengingu verð- bótatímabils kemur minni verðbólga og þar með minni kaupmáttarrýrnun milli útreikningsdaga vísitölunnar. Má ætla, að kerfisbreytingin ein leiði til þess, að verðbólgan frá upphafi til loka þessa árs verði a.m.k. um 5—6% lægri en að óbreyttu vísitölukerfi," segir í greinargerð frumvarpsins um nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun og fleira, sem Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, lagði fram í neðri deild alþingis í gær. f greinargerðinni er kerfisbreyt- ingunni sem í frumvarpinu felst lýst með þessum hætti. „f fyrsta lagi er lagt til, að tekin verði upp viðmiðun við nýjan grundvöll framfærsluvísitölu. Með því ættu breytingar á framfærslu- vísitölu, sem liggja til grundvallar breytingum á verðbótum, að gefa réttari mynd af raunverulegum breytingum á framfærslukostnaði heimilanna, heldur en sá grundvöll- ur, sem notaður hefur verið undan- farin 15 ár. í öðru lagi er lagt til, að gerð verði sú grundvallarbreyting á núgildandi verðbótatilhögun, að breytingar á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum hafi ekki áhrif á greiðslu verðbóta á laun. Með þessu væri svigrúm hins opinbera til hagstjórnar aukið að mun frá því sem nú er. f þriðja lagi er lagt til, að tekinn verði upp sérstakur orkufrádráttur. Þessi tillaga er í samræmi við þá áherslu, sem lögð hefur verið á það, að ráðstafanir til jöfnunar orku- kostnaðar og uppbyggingar í orku- málum örvi ekki víxlgang launa og verðlags. í fjórða lagi er lagt til, að verð- bætur greiðist á fjögurra mánaða fresti í stað þriggja. Með þessu verð- ur dregið úr víxlgangi verðlags og launa og meira svigrúm gefst til þess að beita almennum hagstjórnar- tækjum á árangursríkan hátt.“ Tildrög frumvarpsins og sérálit Tildrögum frumvarpsins er lýst í greinargerðinni með því og má rekja þau til janúar 1982 þegar ríkis- stjórnin ákvað samhliða efnahags- aðgerðum að taka vísitölukerfið til gagngerðar endurskoðunar í sam- ráði við hagsmunaaðila atvinnulífs- ins. í ágúst 1982 lagði ríkisstjórnin ákveðnar hugmyndir fyrir hags- munasamtökin og þá var jafnframt ákveðið að taka upp nýtt viðmiðun- arkerfi við vísitöluútreikning eftir 1. desember 1982. Nefnd á vegum ríkis- stjórnarinnar sem í áttu sæti Hall- dór Ásgrímsson, frá Framsóknar- flokki, Þórður Friðjónsson, frá for- sætisráðherra, og Þröstur Ólafsson, frá Alþýðubandalagi, skilaði áliti um nýtt viðmiðurnarkerfi til ríkis- stjórnarinnar 6. desember 1982. Halldór og Þórður mynduðu meiri- hluta í nefndinni og er frumvarpið í samræmi við álit þeirra. Þröstur Ólafsson skilaði séráliti og segir svo um það í greinargerð með frumvarpinu: „Frávik frá tillög- um meirihlutans fólust í tveimur at- riðum. í fyrsta lagi taldi Þröstur að fresta bæri að koma á fjógurra mán- aða kerfi um einn mánuð, þannig að verðbætur greiddust næst 1. mars samkvæmt gamla kerfinu, en síðan yrði fjögurra mánaða kerfið tekið upp. í öðru lagi lagði hann til, að í stað tilgreindra frádráttarliða kæmi fastur hlutfallslegur frádráttur. Um önnur atriði var í meginatriðum samkomulag í nefndinni." Gunnar Thoroddsen, forsætisráð- herra. Ekki nóg aö gert í bréfi sem þessi þriggja manna vísitölunefnd sendi ríkisstjórninni 6. desember segir meðal annars: „Hins vegar er ljóst að þær breyt- ingar á vísitölukerfinu sem tillögur eru gerðar um eru einar sér á engan hátt fullnægjandi til að leysa þann mikla jafnvægisvanda sem þjóðar- búið stendur frammi fyrir nú. í því sambandi kemur m.a. til greina að gera róttækari breytingar á vísitölu- kerfinu og draga enn frekar úr víxl- gangi verðlags og kaupgjalds." Afskipti af vísitölu I greinargerðinni er á það minnt að víðtæk formleg vísitölubinding launa hafi fyrst verið tekin upp með lögum 1939. Hins vegar sé það at- hyglisvert, að á árunum 1939 til 1982 séu aðeins þrjú tímabil, sem ná yfir lengri tíma en eitt ár, þar sem ekki hefur verið um að ræða sérstök af- skipti af vísitölukerfinu, þ.e. 1945—47, 1964 —67 og september 1981 til ágúst 1982. Þá komi í ljós við lauslega athugun, að talið í mánuð- um á öllu þessu tímabili hafi vísi- tölukerfið einungis verið afskipta- laust í tæplega þrjú ár, á árunum 1945—47, en þá voru verðbætur óskertar með öllu. Samanlagður tími hefðbundinnar skerðingar eingöngu teljist tæplega 8 ár. En viðbótar- skerðingar hafi hins vegar verið við lýði í samtals 32 ár. Óbeinir skattar — opinberir hagsmunir í greinargerðinni segir svo um áhrif óbeinna skatta á vísitölu og breytingar á reglunni um það efni: „Það atriði sem oftast hefur borið á góma í umræðum um endurskoðun á vísitölukerfinu, er meðferð beinna og óbeinna skatta í vísitölunni. Eins og nú háttar eru allir óbeinir skattar inni í vísitölunni en beinir skattar hins vegar utan hennar. Frá sjón- arhóli stjórnvalda er þetta einmitt megingalli kerfisins auk sjálfvirkni þess og ósveigjanleika án tillits til þess hvernig árar í þjóðarbúskapn- um. Af hálfu hins opinbera eru augljós rök fyrir því, að breytingar á óbein- um sköttum hafi ekki áhrif á verð- bætur á laun. Öðruvísi hafa stjórn- völd í raun ekkert svigrúm til breyt- inga á óbeinum sköttum án þess að með þeim sé hrundið af stað skriðu víxlhækkana verðlags og kauplags, sem ónýta árangur slíkra hagstjórn- araðgerða á skömmum tíma. Það er mótsagnakennt, að kaupgjald hækki, ef óbeinir skattar eru hækkaðir til þess að draga úr umframeftirspurn. Eftirspurnaráhrifin verða þá engin og einu áhrifin eru þau að herða á verðbólgunni. Ef óbeinir skattar væru teknir úr vísitölunni, þyrfti einnig að fjarlægja niðurgreiðslur úr henni.“ Hvorttveggja er gert með frumvarpinu. Á það er bent að vísitölubindingin hafi einkum leitt til þess að óbeinir skattar væru fremur lagðir á þær vörur, sem vega tiltölulega lítið í vísitölunni, eða á aðföng og fjárfest- ingu atvinnuveganna, skattheimtan lendi því á tiltölulega fáum vörum. Og enn segir: „Meginmálið er það, að ríkisvaldið geti brugðist við snögg- um hagsveiflum og breytt óbeinum sköttum, þegar þurfa þykir, án þess að það hafi áhrif á laun með sjálf- virkum hætti. Hvort þau áhrif standa til frambúðar, hlýtur alltaf að ráðast í kjarasamningum. Sama gildir um það, þegar hið opinbera vill auka hlutdeild sína í þjóðartekj- unum. Það á ekki að ráðast af vísi- tölukerfinu.“ Arshátíð Viðeyingafélagsins veröur haldin laugardaginn 19. þessa mánaöar í Snorrabæ og hefst meö boröhaldi kl. 19.30. Húsiö opnaö kl. 19.00. Miöar seldir viö innganginn. Þeir sem vilja tryggja sér miöa geta pantað þá hjá Sigurði G. Björnssyni, sími 23909. Skemmtinefndin. (rompton Porkinson RAFMÓTORAR Eigum ávallt fyrirliggjandi 1400—2800 sn/mín. rafmótora. 1ns fasa V3—4 hö 3ja fasa V2—25 hö Útvegum allar fáanlegar geröir og stærðir. VALD. POULSEN f Suðurlandsbraut 10. Sími 86499. Innréttingadeild 2. hæð. Síldarævintýri llrlZfebr. Nú er það orðinn jafnárviss atburður að drekkhlaðnir síldarbakkar séu lagðir á borðin í Blómasalnum og að drekkhlaðnir síldarbátar leggist að bryggju fyrir norðan og austan. Síldin í síldarbátunum er ósköp svipuð frá ári til árs, en það eru alltaf einhveijar nýjungar á sfldarbökkunum: Síldarbollur, gratineruð síld og fjöldinn allur af öðrum Ijúffengum síldarréttum. Að auki er svo laxakæfa, hörpuskelflskskæfa og marineraður hörpuskelfiskur. Sfldarævintýrið verður í Blómascd á kvöldin alla daga frá 11.-17. febrúar. Borðapantanir í símum 22321 oa 22322. VERIÐ VELKOMIN HÓTEL LOFTLEIÐIR ÍSLENSK MATVÆLI H/F

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.